Fálkinn


Fálkinn - 09.10.1963, Blaðsíða 14

Fálkinn - 09.10.1963, Blaðsíða 14
(■ramansaga eftir Reid Parker Fimm eða sex sinnum verða herra og frú Gregg ásátt um að hittast klukkan hálfsex í einhverju hóteland- dyrí. Inni í veitingasölunum fá þau sér svo nokkur hanastél að drekka, en fara síðan á uppáhalds matsölu- stað þeirra, sem hefur franska rétti á boðstólum, og fá sér að borða. Loks fara þau svo í leikhús. Fyrir herra Gregg er þetta notaleg hvíld eftir skrifstofustörfin, en hvað frúnni viðvíkur er þetta aðeins áframhald langs notalegs dags, sem oftast hefst um níu leytið um morg- uninn. Gregg-fjölskyldan býr í New Jersey, og þessa daga fer frúin venjulega með sömu morgunlestinni til New York og maður hennar, svo að hún geti lokið eins mörgum erindum af og mögulegt er, áður en hún hittir hann um kvöldið. Kvöld nokkurt, ekki alls fyrir löngu, hittust hjónin á Barclayhótelinu. Mörgum vikum áður höfðu þau pant- að aðgöngumiða á Imperialleikhúsinu, og þau hlökkuðu mjög til sýningarinnar. Um leið og herra Gregg stóð upp til þess að heilsa konu sinni, sagði hann: „Þetta hefur verið ljóti dagurinn. Við skulum strax koma okk- ur að borði og fá okkur drykk.“ Hann þreif hattinn sinn og frakkann og arkaði af stað í áttina til veitinga- salarins, eins og þyrstur klár, sem hefur séð svalandi læk. ,Heyrðu, nei, bíddu aðeins,“ Frú Gregg lagði höndina 6 handlegg manns síns og stöðvaði hann. „Þú getur beðið í tíu mínútur með að fá þér drykkinn, er það ekki?“ Hann leit undrandi á hana. „Víst get ég það, en hvers vegna í ósköpunum ætti ég að gera það?“ spurði hann. „Sjáðu til. Verzlunin er barasta rétt hinum megin við hornið. Ég lofa þér því, að það skal ekki taka meira en tíu mínútur. Það er opið þar enn þá, og þú þarft 8ð hjálpa mér að velja dálítið þar. “ Herra Gregg bað konu sína um að útskýra málið dálítið nánar. Hverslags búð var rétt hinum megin við hornið? Hann bætti því við, að ef þetta væri eitt- hvað áríðandi og hún þyrfti raunverulega á hans hjálp að halda, gæti hann vel verið þurrbrjósta í nokkrar mínútur enn. Frú Gregg fullvissaði hann um það, að þetta væri mjög fallega gert af honum, og þau hefðu nú hvort eð væri heilmikinn tíma aflögu, þegar öllu væri á botninn hvolft. „Ne—i,“ sagði herra Gregg og hnyklaði brúnirnar. „Ekki heilmikinn.. Við verðum að ætla okkur tuttugu mínútur í strætisvagnsferðina gegnum borgina, svo við verðum í síðasta lagi að fara með þeim, sem fer tíu mínútur yfir átta. Og við getum ekki gleypt í okkur matinn eins og hungraðir úlfar.“ Frú Gregg beindi för þeirra í áttina til Madison Ave- nue, og útskýrði um leið með hægð, að með orðunum „rétt hinum megin við hornið,“ hefði hún átt við „fá- einar götur í burtu,“ en hún myndi haf a lokið erindi sínu áður en hann áttaði sig á því. „Það er búð, sem Millie Vogler var að segja mér frá,“ hélt hún áfram. „Það var svo óskaplega margt, sem ég þurfti að gera í dag, að ég hafði ekki nokkurn tíma til þess að fara þangað, áður en við hittumst. Millie segir, að þar fáist alveg heilmikið af reglulega flottum flúnelspilsum í öllum stærðum fyrir aðeins tólf dollara. Bæði Ijósgrá og dökk- grá, einlit og teinótt. Ef ég næ í grátt pils við gamla jakkann minn og fer svo í sæta blússu, þá er ég búin að koma mér upp alveg ágætis vordragt. Svona hvers- dags, á ég við; til þess að fara 1 búðir og þess háttar.“ Herra Gregg var ekkert sérlega upprifinn yfir þessu. Hann spurði, hvort frúin hefði hugsað sér að fara í aðrar búðir, ef henni líkaði ekki það, sem á boðstólum væri í þeirri fyrstu, og svo ef til vill enn fleiri búðir. Hún flýtti sér að róa hann. Aðeins í þessa einu búð, sagði hún. Millie hafði sjálf sagt, að pilsin, sem þar fengjust, væru alveg dásamleg og það væri geysilegt úrval, bæði af stærðum og litum. Konan, sem ætti verzl- unina, hefði áður verið innkaupastjóri hjá Bergdorf- Goodman, og vegna hinna góðu sambanda, sem hún þá hefði haft, fengi hún vörur sínar frá úrvals fyrirtækjum, víðs vegar að. „Hún hætti hjá Bergdorf, af því að hún gifti sig, en svo skildi hún og setti þá upp eigin verzlun,"

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.