Fálkinn


Fálkinn - 09.10.1963, Blaðsíða 15

Fálkinn - 09.10.1963, Blaðsíða 15
útskýrði írú Gregg. „Svo að þú get- ur skilið, að pilsin hennar eru alls ekki venjuleg pils.“ „Já, jæja,“ andvarpaði herra Gregg, „ég er nú ekkert sérlega spenntur fyrir þessu, en ef þú hefur ánægju af því, þá . .“ Frúin þrýsti handlegg hans. „Þú verður ábyggilega í miklu betra skapi, þegar þú færð þér drykkinn þinn,“ sagði hún, og með þögn sinni samþykkti hann þetta sjónarmið hennar. Búðin reyndist lítil, en mjög smekkleg. Á glerhurðinni stóð með gylltum skrifstöfum „Linda Verme- ulen“ og fyrir neðan með gotnesk- um stöfum ,TÍZKUHÚSIГ. Þau gengu inn. Öll innrétting, — veggir skilrúm og teppi, — var úr mús- gráum lit. Eina skrautið var nokkrir kristalsvasar með alparósum. Smekk- lega klædd kona á fimmtugsaldri kom á móti hjónunum, og ljómaði öll af elskulegheitum. „Góðan dag- inn, hvað get ég gert fyrir yður?“ spurði hún. „Góðan daginn. Ég er kunningja- kona frú William Vogler. Eruð þér ef til vill frú Vermeulen?" sagði frú Gregg með ósvikinni samkvæmis rödd. „Jú, reyndar, það er ég,“ sagði konan. „Ó, þér þekkið frú Vogler!“ Frú Gregg kynnti nú sig og mann sinn, og frú Vermeulen sagði: „Nei, en hvað það var sætt af ykkur að líta hérna bæði inn!“ Framhald á bls. 31. Kvöld nokkurt, ekki alls fyrir löngu, hittust hjónin á Barclay- hótelinu. Mörgum vikum áður höfðu þau pantaS aSgöngu- miSa á Imperialleikhúsinu, og þau hlökkuSu mjög til sýn- ingarinnar. Um leiS og herra Gregg stóS upp til þess aS heilsa konu sinni, sagSi hann: ,,Þetta hefur veríS ljóti dagurinn. ViS skulum strax koma okkur aS borSi og fá okkur drykk." Hann þreif hattinn sinn og frakkann og arkaSi af staS í átt til veitingasalarins, eins og þyrstur klár, sem hefur séS svalandi læk.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.