Fálkinn


Fálkinn - 09.10.1963, Blaðsíða 16

Fálkinn - 09.10.1963, Blaðsíða 16
Framhaldssagan eftir ERLE STANLEY GARDAER „Aðeins andartak,“ tók Mason fram í. „Við höfum enga löngun til að rjúfa greinargerð saksóknarans, en nú er hann að koma fram með upplýsingar um önnur afbrot til þess fallnar að vekja andúð kviðdómend- anna. Við mælumst til þess, að rétturinn brýni fyrir kviðdómendum að taka ekki mark á þessum upplýsing- um.“ „Við vitum mjög vel hvað við erum að fara,“ sagði Prama við Flint dómara. „Okkur er heimilt að færa sönnur á hvaða afbrot sem verkast vill, ef í þeim felst ástæða til morðsins, sem þessi sakborningur er ákærð- ur fyrir.“ Flint dómari sneri máli sínu til kviðdómendanna: „Lögin mæla svo fyrir, að sakborningur, sem svarar til saka fyrir eitt afbrot, megi ekki teljast sekur í krafti vitnisburðar um annað af- brot. Vætti um slík afbrot er heimilt til að færa sönn- ur á ástæður til þess afbrots, sem málið fjallar um. Sak- sóknarinn telur þannig á- statt hér. Ég brýni fyrir yður, að þér eigið ekki að taka neina afstöðu til vættis um nein önnur afbrot, sem þessi sakborningur er talinn hafa drýgt, nema að svo miklu leyti sem þau kunna að varpa ljósi á það mál, sem hér er til meðferðar, morðið á Marvin Billings." Hann sneri máli sínu að sak- sóknaranum: „Haldið áfram, herra fulltrúi og gerið svo vel að gæta þess að tak- marka ummæli yðar.“ „Ég er alveg að ljúka máli mínu, herra dómari." Parma snéri sér að kviðdómendun* um: „Við viljum sýna fram á, að Dunleavey Jasper gat rakið stolna bílinn til á- kærðu, að ákærða komst að því, að Dunleavey Jasper var dæmdur afbrotamaður og bíllinn • var stolinn, að hún samdi við Jasper um að ræna Dorrie Ambler til að losna við hana sem hugs- anlegan kröfuhafa að hluta af eignum Harpero Mindens og láta líta svo út, sem Dorrie Ambler hefði ekið bílnum, sem slysið hlauzt af. Við ætlum líka að færa sönnur á, að Marvin Bill- ings komst á snoðir um þetta ráðabrugg meðan það var á döfinni. Framburður vitna mun líka leiða í ljós, að hann bar kápuna á báð- um öxlum. Marvin Billings 16 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.