Fálkinn


Fálkinn - 09.10.1963, Blaðsíða 18

Fálkinn - 09.10.1963, Blaðsíða 18
Þau voru ein á sjónum, höfðu alltaf verið ein og myndu alltaf vera það. Smásaga eftir JOHN O’HARA Fyrri hluti Á öðrum degi lauk Donald Fisher við vinnu sína, hið daglega starf, sem hann hafði tekið að sér, klukkan ellefu. Það var varla unnt að kalla það vinnu, þar sem það var að miklu leyt’fól#ið í að lesa meiri og minni trúnaðarævi- skýrslur manna og kvenna, sem hann var í sambandi við í London. Það var auðvelt að lesa skýrslurnar, þar sem einhver nafnlaus náungi í starfsmannadeildinni hafði undirbúið þær, en hann tók léttar á málunum en bankinn leyfði sér venjulega að gera og trúnaðareðli skýrslanna veitti höf- undinum nokkurt skjól. „McPherson," samkvæmt einu uppkastinu „hefur komið sér í mjúkinn hjá hinum ensku vinum okkar með hinum dálítið djörfu sögum sínum. Hann er snjall í því að tala eftir kvöldverð.11 Donald Fisher var ekki viss um, að sér myndi falla McPherson vel í geð. Á hinn bóginn hlakkaði hann til að hitta Rathburn, sem hann þekkti aðeins gegnum bréfaviðskipti skrifstofunnar. Ratburn hafði samkvæmt skýrslu hans dvalið í Englandi eftir stríð. Hann hafði útskrifazt úr Harvard 1916 og hafði dvalið í Oxford í eitt ár og notað sér tækifærið, sem banda- rískum liðþjálfum bauðst, og hafði komið í bankann 1920. Rathburn var með- limur Sunningdale og lék golf. Kvæntur. Átti fjóra syni. Nokkurs konar sér- fræðingur í verðbréfaviðskiptum, en það vissi Donald Fisher þegar. Rathburn virtist vera sú manngerð, sem félli honum í geð. „Reyndu ekki að lesa þetta allt í einu,“ hafði yfirmaður hans sagt. „Tvær á dag ætti að vera nóg og þá ruglastu ekki í þeim. Og það eru aðeins tíu menn, sem þú þarft að vita um til að byrja með. Það eru þeir, sem þú munt umgangast mest. Það var athyglisverte, að á fyrsta degi, sem hann las, féll honum einn maður vel í geð og annar illa. Það væri enn athyglisverðara að komast að því hvernig þessi hugboð reyndust eftir ár. Hann óskaði þess, að hann vissi, hvað raunverulega vakti fyrir bankanum með því að senda hann til London. VIIITVR 1T «sii ***! >• V-*'" , « «*<■ Wm , m 1 ..-■■■' y ' ' |

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.