Fálkinn


Fálkinn - 09.10.1963, Blaðsíða 22

Fálkinn - 09.10.1963, Blaðsíða 22
drottningin okkar hefur lagt sinn skerf til þeirra. Myndiðn hefur tekið myndirnar, sem notaðar eru í auglýsingarnar, en Helga Sveinbjörnsdóttir, auglýsingateikn- ari hjá SÍS, hefur unnið þær auglýsingar, sem við birtum mynd af. Á fyrstu síðunni sjáum við andlitsmynd af Guðrúnu, og á sú mynd ekkert skylt við auglýsingu. En á næstu síðu sjáum við tvær myndir, sem notaðar eru við prjónavélarauglýsingu. Á neðri myndinni er Guðrún að prjóna með gömlu aðferð- inni, en eins og oft vill verða, hefur garnið hlaupið í flækju og útlitið er ekki glæsi- legt, eins og svipurinn lýsir bezt. En auð- vitað er vandinn leystur með því að fá sér prjónavél, þá er engin hætta á því að garnið flækist og afköstin margfald- ast, — enda er svipurinn nú ólíkt ánægju- legri. Efst til vinstri sjáum við Odd Ólafsson, annan ljósmyndara Myndiðnar hagræða saumavél fyrir framan Guðrúnu, áður en myndatakan hefst. Þá mynd tók Þorvaldur Ásgeirsson, auglýsingastjóri SÍS. Hægra megin er svo mynd af Singer-saumavél- inni, sem nota á í auglýsinguna. Hér til hliðar sjáum við svo margar myndir af Guðrúnu, sem teknar voru á 35 mm filmu. Ein þessara mynda var svo stækkuð upp og notuð í saumavélarauglýsinguna. Við sjáum þá mynd stækkaða til vinstri efst á næstu síðu og svo efst til hægri á síðunni sjáum við árangurinn, þegar þessum tveim myndum hefur verið skeytt saman. Þannig er auglýsingin tilbúin og þannig munuð þið vafalaust eiga oft eftir að sjá hana, lesendur góðir. Neðan á síðunni er svo mynd af auglýs- ingu á Smith-Corona rafmagnsritvél. Til hægri á síðunni. sjáum við upprunalegu myndina. Síðan er myndin „spegluð“, svo hún minnir mjög á spil og texti settur inn á. Þannig er auglýsingin tilbúin, eins og myndin til vinstri á síðunni ber með sér. Þanng urðu þessar auglýsingar til, og vafalaust eigið þið oft eftir að sjá þær og taka eftir þeim, enda er sá tilgangur góðr- ar auglýsingar. 22 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.