Fálkinn


Fálkinn - 09.10.1963, Blaðsíða 24

Fálkinn - 09.10.1963, Blaðsíða 24
dagur, skrifstofur eru ekki opn- ar á sunnudögum. Hvert fer hún þá? Hann sagði: yfirmað- ur hennar hringdi og bað hana að koma í vinnuna. Ég sagði: Hvernig veiztu að það var yfir- maðurinn? Svo sagði ég frá barninu. Og þá, skilurðu, trúði hann. — Og svo fór hann leiðar sinnar? — Já.......Það varð þögn langa stund, svo sagði hann biðjandi: — Heldurðu ekki að hann komi aftur? — Ég veit það ekki, sagði ég þreytt. Hvers vegna hafði ég ekki sagt það sjálf ? Hvers vegna hafði ég ekki gert það? — En þú fyrirgefur mér? — Hvað? Já. Við sátum lengi í djúpri þögn. Það slokknaði á gasinu, og log- arnir urðu að fimm litlum ból- um, svo slokknaði alveg. Það varð of kalt í herberg- inu. Ég gat ekki hreyft mig. Ég sat í hægindastólnum, starði á rúmið, hugsaði döpur um, hvers vegna maður gæti bara ekki skriðið burt og falið sig á einhverjum stað, hvers vegna alls staðar væri fólk, nýjar manneskjur sem maður ruglaði saman reytum við, þannig að ný vandamál skytu upp kollinum, slys og ábyrgð. John flutti sig eftir hríð yfir gólfið til mín og loks var hann kominn svo nálægt, að hann lagði höfuðið í kjöltu mína eins og iðrandi hundur. Ég strauk hið stóra hrokkna höfuð hans og það varð þyngra og þyngra og mér varð ljóst, að hann svaf. í kyrrðinni gat ég hugsað skýrar. Toby vissi um barnið. Svo var John fyrir að þakka, að hann hafði fengið að vita allt — hann hafði einhverjar brjál- æðiskenndar hugmyndir um, að James væri elshugi minn. En gæti hann raunverulega haldið, að þegar ég færi í vinnuna klukkan tíu á hverjum morgni, þá væri ég raunverulega á leið- inni á eitthvert reglubundið stefnumót? Bersýnilega ekki. En á vissan hátt var kannske ekki erfiðara að trúa því en trúa sannleikanum. í fyrsta sinn skildi ég vel, að það yrði ekki unnt að lifa það, sem eftir væri ævinnar með múr í meðvitundinni milli barnsins og tilkomu þess. Hversu mjög sem ég hataði hugsunina, þá yrði ég fyrr eða síðar nauðbeygð að segja það einhverjum — ef til vill Toby — annað hvort að segja sann- leikann eða Ijúga. Því að það dugði ekki lengur, að láta sem það kæmi bara mér við. 24 FÁLKINN Meðan annar fótur minn dofnaði hægt undir þunganum af höfði John, ákvað ég að rifja upp samhengið fyrir sjálfa mig. Allan sannleikann, auðvitað, þá sæi ég, hvað áhrif hann hefði. Ef hann væri of beiskur, yrði ég að grípa til nothæfrar lygi þeg- ar í upphafi og halda mér við hana, þangað til ég færi ef til vill að trúa henni sjálf. Mér hafði aldrei fallið það sérlega vel að búa til skröksögur og hugsunin um að lifa í lygi skelfdi mig, en það var mikil- vægt, að ekki aðeins ég heldur einnig barnið bæri einhverja virðingu fyrir sjálfu sér við- víkjandi uppruna sínum. En það var ef til vill ekki þörf á neinni lygi. Þegar að kjarnan- um kom, varð eitthvað að vera, sem hafði knúið mig til þess. Ef ég færi vandlega yfir það, einu sinni enn, gæti verið, að mér yrði ljóst, að sannleikur- i_nn væri ekki svo skelfilegur. Ég gæti ef til vill fundið afsök- un handa sjálfri mér. X. Hvernig átti ég að byrja? Fyrir átta árum, þegar ég var tuttugu ára og ástfangin af leik- aranum við leikhúsið? Að minnsta kosti líktist það mjög ást þá og við þráðum innilega hvort annað. Við ræddum mál- ið, hann var áfjáður, en ekki leiðinlega ágengur, og það var nokkuð, sem jók ást mína. En það var nokkuð, sem hélt aftur af mér. Að nokkru leyti var það auðvitað uppeldi mitt, en einn- ig andrúmsloftið við leikhúsið. Félagar mínir upplifðu saurug ástarævintýri í austri og vestri. Þetta var ekki beinlínis hið á- kjósanlega umhverfi fyrir unga ást. Seinna var ég mjög glöð yfir, að við skyldum hafa látið það eiga sig, því að ég var á þeim aldri, að ég trúði á gildi mey- dómsins. En ég gifti mig ekki vegna þess að hörgull væri á tilboðum, heldur af því að þau komu alltaf frá vitlausum manni. Sannleikurinn var sá, að ég fann aldrei aftur til þeirra töfra, sem ég hafði orðið fyrir með leikaranum. Og árin liðu. Dag nokkurn var ég skyndilega tuttug og sjö ára og hin litla innri rödd hætti að fúlsa við hverjum manni, sem ég mætti og fór að segja: „Á það að halda svona á- fram til eilífðar? Hugsaðu um það, að þú giftist aldrei, og ef þú heldur áfram að vera svona vandlát, verður aldrei neitt úr neinu.“ Ég ég grét stundum á nóttunni án annarrar ástæðu en þeirrar, að ég vildi hafa mann við hlið mér — hvaða mann sem væri, hugsaði ég við og við. Ég hugsaði mikið um leikar- ann. Ég hafði ekki hitt hann í sjö ár, þótt ég heyrði stundum talað um hann — samkvæmt skotpónafréttum hafði hann far- ið út í útgáfustarfsemi og var ungt ljón í nýju útgáfufyrir- tæki, sem gaf út verk hinna ungu, reiðu manna. Hann h'afði kvænzt, hjónabandið farið út um þúfur. Hann bjó einn í litlu húsi í Highgate. Hann átti eng- in börn. Síðdegis fór ég eitt sinn út í lítil, fábrotin gistihús, þar sem maður gat farið fram í eldhús og valið matinn. Ég gekk um rykugar göturnar og lá í sól- inni og beið. Og auðvitað kom hann. Við hittumst kvöld nokkurt, þegar ég kom út úr kaffihúsinu eftir kvöldmat. Hann kom gang- andi niður hina bröttu, mjóu götu niður að sjó með hendur í vösum og opið skyrtuhálsmál og leit í kringum sig með þeim sérstæða svip, sem Englend- ingar setja upp, þegar þeir koma á stað erlendis, sem þeim fellur í geð. Hann var alveg eins og hann hafði verið. Highgate og gekk fram hjá hús- inu. Það var mjög venjulegt, eitt í röð líkra húsa, garðurinn var í niðumíðslu. Dyrnar voru gular. Það var sami litur og á pilsi, sem ég hafði einu sinni átt og sem hann hafði verið mjög hrifinn af. Ég ímyndaði mér ekki, að hann hefði valið litinn á dyrnar af þeim sökum, en mér fannst gaman að dyrn- ar skyldu vera svona á litinn. Ég sneri heim aftur alveg sann- færð um, að ég hefði ekki haft sömu tilfinningar í garð neins annars. Fyrst ég átti nú skyndilega að vera ærleg, þýddi ekki að láta eins og ég hefði farið í or- lof til fiskiþorpsins Collioure af neinni annarra ástæðu en þeirri, að ég hafði heyrt, að hann væri vanur að vera þar. Það var heldur engin tilviljun, að ég tók mér leyfi í septem- ber. f Collioure var stór kastali niður við sjó, og litlir bátar og feitar konur í svörtum sokk- um. Þar var fiskigarn sem allt- af varð að vera að geri við og Hjarta mitt sló ört af spenn- ingi, þegar hann nálgaðist. Það gat ekki staðið betur á. Ég hafði dvalið viku í þorpinu og hafði hresst mig á góðum mat og hálfflösku af víni. Ég var sólbrennd og full sjálfstrausts og vellíðunar. Hann sá mig standa þarna og bíða í birtunni frá kaffihúsinu og hann hikaði augnablik, svo gekk hann nokkur skref, stanz- aði og leit í kringum sig. Við stóðum og horfðum hvort á ann- að lengi, svo nálgaðist hann hægt. — Nei, ert það þú, sagði hann. Það var gleðihreimur í röddinni. Andlit hans hafði mjög ó- skiljanlegt aðdráttarafl á mig. Ég sá að hann rannsakaði and- lit mitt einnig og skyndilega roðnaði ég. — Vissir þú, að ég myndi koma hingað? spurði hann. Ég hafði að minnsta kosti fj ögur mismunandi svör við spurningunni á reiðum hönd- um, en öll brugðust þau. Ég leit niður og kinkaði feimin kolli.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.