Fálkinn


Fálkinn - 09.10.1963, Blaðsíða 30

Fálkinn - 09.10.1963, Blaðsíða 30
LITLA SAGAN EFTIR WILLY BREINHOLST BANKARÁNID MIKLA Veröldin er barmafull af ó- réttlæti. Tökum til dæmis pen- ingana. Hvað eru þeir svo sem annað en nokkrir pappírsnepl- ar, misjafnlega stórir? Ef þeir væru nú prentaðir á pappa, eins og spilin! Þá gæti maður gengið inn í verzlun og keypt 52 fimmhundruðkrónaspil og spilað lomber með þeim, áður en maður breytti þeim í vín, víf og söng. En þannig er það alls ekki, af því að svo mikið óréttlæti er í heiminum. Og þetta himinhrópandi óréttlæti leiðir til þess, að meðan ríkir karlar sitja heima við gljáandi póleruð skrifborðin og telja peningaseðla og raða þeim í stóra stafla, sem þeir setja svo inn í stóra peningaskápinn, sem er innmúraður bak við Rembrandt-málverkin, þá verða aðrir, eins og til dæmis hann Kína-Kalli, sem við heyrum nú um, bókstaflega að snúa við öllum vösunum til þess að finna fimmkall fyrir kaffi. En nú átti því loks a8 vera lokið. Kína-Kalli hafði gert róttæka áætlun. Hann vissi alveg upp á hár, hvemig maður gat nælt sér í eins og eina milljón og stungið henni í vasann. Hann leit svo sem alls ekki út fyrir það að vera orðinn milljóneri eftir stutta stund. En Kína-Kalli var ekki allur, þar sem hann var séður. Hann hafði oft setið inni í nokkur ár vegna sinna ágætu hugmynda, því alltaf getur eitt- hvað brugðizt, þótt hugmynd- irnar séu prýðilegar, og satt að segja hafði oftast nær eitthvað klikkað í sambandi við hug- myndir Kína-Kalla hingað til, þótt skömm sé frá að segja. En ekki í þetta skipti: Nú hafði hann undirbúið allt út í yztu æsar. Það var bókstaflega ekkert, sem klikkaði núna. Vikum saman hafði hann fylgzt með bankanum í gegnum glugg- ann á litla kaffihsúinu, og hann fiafði fundið út, að bezti tíminn væri milli 11 og 12. Hann hafði einig oft skroppið inn í bankann og skipt þar fimmkallL Þetta var ekki neinn stórbanki, og það myndi reynast mjög auð- velt að ýta byssuhlaupinu á bumbuna á gjaldkeranum, án þess að hitt starfsfólkið tæki eftir neinu óvenjulegu. Og þá var bara eftir að rétta pokann fram og skipa gjaldkeranum að fylla hann með stórum seðlum. Og þegar pokinn væri orðinn fullur, var bara eftir að forða sér í snarheitum. Setjast síðan inn á einhverjum rólegum stað og telja peningana og henda öllum skítugu og kámugu fimm- köllunum og byrja síðan að leika fínan mann, leigja sér svítu á fínasta hóteli borgarinn- ar, kaupa stóra vindla, viða að sér kvenfólki og gefa kampavín á báða bóga. Já, þannig skyldi það verða. Úr því að þjóðfélagið vildi ekki sjá um það, að gæðum lífsins 30 FALKINN væri réttlátlega skipt niður & þegnana, varð maður að taka til sinna eigin ráða og láta Mamm- on karlinn hafa örlítil viðskipti, Því það voru sko alls ekki pen- ingar, sem heiminn vantaði. Það var skynsamleg dreifing þeirra, svo þeir væru ekki allt- af að hrúgast upp á jafn leiðin- legum stöðum og þessum bönk- um og sparisjóðum, þar sem engin lafandi sála hafði neina ánægju af þeim. Kína-Kalli leit á klukkuna yfir barborðinu. Hana vantaði fimm mínútur í hálf tólf. Nú skyldi það gert. Hann stakk pokanum í annan vasann og skammbyssunni í hinn. Svo kallaði hann á þjóninn. — Hversu mikið skulda ég þér, Óskar? — Það eru orðnar fimmtán krónur alls. — Geturðu ekki beðið með það í kortér? Þá gef ég kampa- vín yfir alla línuna! Óskar gat ekki beðið. Hann vildi bara fá beinharða pen- inga og það strax. Þá sneri Kína-Kalli vösunum við og gat loks — með því að lauma nokkrum buxnatölum með — skrapaði upphæðina saman. — Gerðu svo vel, þetta pass- ar. Svo stóð hann upp til þess að skreppa í bankann og ná í milljónina. Um leið og hann gekk inn, fór eini viðskiptavinurinn, sem inni hafði verið, út. Heppn- ari gat hann ekki verið. Kína- Kalli flýtti sér ákveðnum skref- um beint að gjadkeranum. — Jæja lcomdu þá með aur- ana vinurinn. Fylltu hann þennan, og vertu fljótur að því,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.