Fálkinn


Fálkinn - 09.10.1963, Blaðsíða 38

Fálkinn - 09.10.1963, Blaðsíða 38
Tízkuhúsið Framh. af bls. 31. seinni hluta dagsins við að taka upp alveg dásamlega fallegar golftreyjur og pils, sem voru að koma með Queen Elizabeth. Og vitið þér hvað? Áður en sólarhringurinn er lið- inn, verður þetta allt uppselt!" Hún sveiflaði hægri hendinni út í loftið, og hreyfingin var svo táknræn, að herra Gregg sá í anda þessar blessaðar flík- ur hverfa, eins og kanínurnar niður í hatt töframannsins. „Prjónapeysur, — leyfið mér að sjá prjónapeysur,“ sagði frú Gregg og virtist vera ákaflega hugsi. „Nei annars, ég ætti víst heldur að líta á eitthvað ann- að.“ Hún renndi augunum eftir verzluninni, sem leit raunar fremur óvenjulega út, því frú Vermeulen hafði mjög lítið af vörum sínum frammi. Aðeins dálítið af veskjum og sjölum. „Ég held bara ekki að mig vanti neitt meira af peysum. Hvað heldur þú, Arthur?" Herra Gregg, sem sá, að hann myndi nú umsvifalaust og ó- undirbúinn dragast inn í um- ræðurnar, fór strax í vörn. „Ég hef í rauninni enga hugmynd um, hvað þig vantar. Ég hélt bara, — ég á við, þú sagðist ætla að . ..“ „Ef til vill ætti ég að fá að líta á hvað þér eigið, svona yfirleitt,“ flýtti frú Gregg sér að segja. „Má ég það?“ „Já, með ánægju," sagði frú Vermeulen alúðlega og renndi til skothurð. „Þér vitið náttúr- lega, hvað þeir segja í París: Ef þér eruð í vafa, þá veljið svart. Nú skuluð þér sjá aðal- uppáhaldið mitt, cocktailkjól úr svörtu tafti, með ísaumuðum gullþræði, — þó að ég sjái blóð- ugum augum eftir honum. Þegar ég fékk hann hingað — finnst yður hann ekki alveg himneskur? — ákvað ég strax að taka hann sjálf, en svo kom í ljós að hann er númer fjórtán en ég — ó hvað ég var agalega svekkt yfir því! — ég nota númer sextán. Um leið og þér komuð inn, þá sagði ég við sjálfa mig: „Ég hef hræðilegan grun um, að þessi kona noti ein- mitt númer fjórtán.“ „ Hef ég ekki á réttu að standa?“ Frú Gregg staðfesti, að hún notaði númer fjórtán og að kjóllinn væri dásamlegur. „Þetta er vilji örlaganna," sagði frú Vermeulen og nú með lotningu í röddinni. „Vilji örlaganna, hvorki meira né minna. Ef til vill getið þér not- 38 FÁLKINN að hann án nokkurra breyt- inga!“ „Mig langar agalega mikið til þess að máta hann,“ sagði frú Gregg. Herra Gregg var dolfallinn. Hvers vegna í ósköpunum hafði Alice búið til allt þetta fjas frá flúnelspilsinu, sem hún þyrfti að fá sér við gamla græna jakkann? Það hafði ber- sýnilega aðeins verið tylli- ástæða, hugsaði hann rauna- mæddur. Honum var meinilla við allt þess háttar. Ef hana langaði í cocktailkjól, gat hún bara sagt honum það, þá hefði hann strax gert sitt til að reyna að skilja aðstæðurnar og hjálpa henni. „Er mig að dreyma, eða fæ ég loksins að sjá þennan kjól á einhverri, sem virkilega get- ur borið hann?“ spurði frú Veremeulen hrifin. Frú Gregg lagði af stað í átt til mátunarklefa, sem var fyrir enda verzlunarinnar. Á leiðinni kinkaði hún kolli til manns síns, og sagði, að hann mætti ómögulega ver með þennan eymdarsvip, og frú Vermeulen stakk upp á því, að hann fengi sér sæti og léti eins og hann væri hexma hjá sér. Herra Gregg svaraði með því að sperra brýrnar og kinka kolli. Hans vegna mátti Alice svo sem hegða sér hégómlega og hlægi- lega ef hún vildi, en hann vildi sýna þeim, að hann væri yfir þess háttar vitleysu hafinn. Það litla, sem hann hafði enn séð af kjólnum, féll honum alls ekki í geð, og honum var skapi næst að snúa þegar aftur til Barclay- hótelsins. Og enn síður féll hon- um það, að kona hans hafði ekki komið hreint fram við hann og sagt eins og var, að hún vildi fara hingað til þess að kaupa sér einhverskonar kjól en ekki neitt flúnelspils. Þreyttur og úrillur tyllti hann sér á skemil — um stól var ekki að ræða — og tók að skoða hina gráu veggi. Eftir stutta stund komu kon- urnar aftur. Kjóllinn var, al- veg eins og herra Gregg hafði óttast, það sem hann var vanur að kalla bjálfalegur, og fór konu hans bersýnilega hvergi nærri vel. Frú Gregg skoðaði sig í vængjaspegli, og tautaði eitt- hvað um það, að hún hefði allt- af kunnað ljómandi vel við svart. „Það er það eina, sem alltaf er hægt að nota,“ hvein í frú Vermeulen. „Ég segi alltaf, að þegar og ef ég lendi í himna- rílci, þá ætli ég að biðja þá, sem þar ráða, að leyía mér að ganga í svörtu. Og þá gullþræð- irnir — ja mér finnst þeir allt- af eitt af því allra fallegasta, sem hægt er að prýða föt með.“ Herra Gregg dæsti, djúpt og áberandi, en kona hans lét eins og hún heyrði það ekki. Hún sagði við Vermeulen, að hún kynni alltaf vel við svarta kjóla, en í sannleika sagt lang- aði sig enn frekar í svarta dragt. Frú Vermeulen næstum skrækti. „Er það virkilega? Meinið þér þetta virkilega?" kallaði hún upp. „Ég skal nefni- lega segja yður, að ég hefi ein- mitt svarta klæðis-coctaildragt með silfur-ofinni blússu, sem ég hefi gætt sem sjáaldurs auga míns, skal ég segja yður, í von um það, að sú eina rétta myndi einhvern tímann koma til þess að kaupa hana,“ Fyrir hálftíma eða svo hefði herra Gregg harðneitað, að nokkuð það væri til, sem héti cocktail-dragt. Nú sá hann samt eina slíka með eigin augum. Honum fannst hún enn meira fráhrindandi en kjóllinn. En frú Gregg tautaði eitthvað um, að hún væri dásamleg, rétt eins og hún skemmti sér við að gera hann alveg ruglaðan. Enn hurfu konurnar tvær inn í mátunarklefann, og á leiðinni þangað hældi frú Gregg frú Vermeulen stöðugt fyrir hina dásamlega smekklegu og góðu verzlun hennar, og frú Verme- ulen lýsti því yfir, að það væru einmitt viðskiptavinir eins og frú Gregg, sem gerðu verzlun svo skemmtilega. Þegar þær komu aftur í þetta skipt, spurði frú Vermeulen herra Gregg, hvort honum fyndist ekki bók- staflega mega lesa orðið París allsstaðar út úr dragtinni. „Haldið þið, að það verði nokk- urn tíma hægt að framleiða nokkuð eins agalega flott og þessa cocktainl-dragt, hérna í Ameríku?“ spurði hún. Herra Gregg hugsaði um það hvernig staðið gæti á því, að orðin nokkuo eins skyldi allt í einu ergja hann í dag, þótt þau hefðu aldrei gert það áður. Hann hlaut þó að hafa heyrt þau oft áður. „Ég bókstaflega elska svart klæði,“ sagði frú Gregg glað- lega,“ það klæðir alltaf svo vel.“ „Já, nú skal ég segja yður hversvegna þér eigið einmitt að kaupa þessa dragt,“ sagði frú Vermeulen og lagði nú þann tón í röddina, sem heimilis- vanar aldavinkonur nota, og hún virtist nú álíta sig hafa áunnið sér rétt til að nota einn- ig: „Þér eruð neínilega svo silldarvel vaxnar. Þér hafið allt það til að bera, sem setur punktinn yfir i-ið, hvorki meira né minna!“ Hún leit til herra Gruggs og brosti sigurvissu brosi. Frú Gregg var farin að þukla á laxableikum kvöldkjól. „Fellur yður við þennan?" spurði frú Vermeulen og tók hann fram. Mér kemur ekkert á óvart, þótt þér væruð ein af þeim, sem verða óðar og upp- vægar í hvert skipti, sem þér sjáið eitthvað laxableikt, því það fer einmitt vel við hára- og hörundslit yðar.“ Frú Vermeulen og frú Gregg fóru í enn eina rannsóknarferð- ina inn í mátunarklefann. Svo fóru þær þangað enn tvisvar. Það er ekki gott að segja, hversu oft herra Gregg stóð upp af skemlinum, og hversu oft hann hlammaði sér aftur niður á hann með uppgjafar- svip. Eina ánægjan, sem hann gat veitt sér, var að líta öðru hverju á úrið sitt og gleðjast yfir því, að í rauninni var lýgi- lega stutt síðan þau hjónin höfðu komið inn í búðina. Klukkan var nefnilega ekki meira en tvær mínútur gengin í sjö, þegar frú Gregg, svona rétt af tilviljun spurði, hvort frú Vermeulen ætti ekki eitt- hvað til af gráum flúnelspils- um. „Heilmikið,“ sagði frú Ver- meulen skeytingarlaust. Frú Gregg var þá einmitt að máta purpurarauðan samkvæmis- kjól og frú Vermeulen snar- snerist kring um hana og dáð- ist að henni frá öllum hliðum. „Ef ég ætti að segja mitt álit, myndi ég segja, að þessi flík væri bókstaflega sniðin á yður, og yður eina.“ „Mig langar afskaplega til þess að líta á eitt, sem er að- skorið og alveg einlitt, ef það skyldi vilja svo dásamlega til að þér ættuð eitt slíkt einmitt af minni stærð ,“ sagði frú Gregg. „Af hverju? Ó-meinið þér flúnelspilsum?“ Rödd frú Ver- meulen var dálítið hikandi and- artak. „Ég skal auðvitað finna eitt slíkt fyrir yður, áður en þér farið.“ Svo náði hún aftur sínu fyrra öryggi í röddinni, og hélt áfram: „Jæja, en svo við höld- um áfram að tala um þessa dá- samlegu kjóla — ef til vill hefði nú verið betra að halda sig við þessa tvo svörtu ,eða hvað hald- ið þér?“ „Ég veit ekki — grátt flón- elspils þarf ég all avega að fá Framhald á bls. 40.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.