Fálkinn


Fálkinn - 09.10.1963, Blaðsíða 40

Fálkinn - 09.10.1963, Blaðsíða 40
Tízki»hús^ Framh. af bls. 38 mér,“ sagði frú Gregg róleg en ákveðið. „Já, ég vil endileg., fá að líta á eitt svoleiðis.11 Herra Gregg varð að viður- kenna með sjálfum sér, að frú Vermeulen tók sigrinum eins og sönnum íþróttamanni sæmdi, þegar hún sá, hvað verða vildi. Henni tókst meira að segja að æsa sig upp í dá- litla hrifningu yfir pilsunum — fremur vesældarlega að vísu. Á örstuttum tíma hafði frú Gregg valið sér það pils, sem hún vildi kaupa, og talið upp nokkrar breytingar, sem hún vildi láta gera á því. Og áður en herra Gregg hafði áttað sig gekk hann út á götu við hlið konu sinnar, sem sagði: „Hefurðu nokkru sinni á ævinni séð svona asnalega kjóla?“ „Nei, í sannleika sagt“ viður- kenndi hann hæversklega. „En Alice hvers vegna í ósköp- unum gaztu fengið þig til að ^áta allt þetta bull út úr þér við essa konu? Bla-bla-bla og hún hlaðraði fullum fetum á móti.“ Frú Gregg yppti öxlum. „Æ — þú veizt, á svona stöðum,“ sagði hún, „maður gerir þetta alltaf þar. En í alvöru, Arthur, tókstu eftir hvað hún hafði hræðilegan smekk? Það var sama hvað var: Annað hvort voru kjólarnir hræðilega bjána- legir í sniðinu, litirnir allt of æpandi, eða þá eitthvað enn annað var að. Nei, Millie sagði svo sannarlega sannleikann um þessa verzlun. Það gerði hún. „Þar fást pils fyrir tólf dali,“ sagði hún, „og þau eru pening- anna virði, en hitt er hreinlega bjálfalegt, eins og Arthur er vanur að segja.“ Þetta sagði hún, og þar sagði hún satt.“ Herra Gregg fann, að þetta var mikið hól um han. En samt var einn hlutur, sem hann gat ómögulega skilið. „Já, en úr því þeir voru nú svona bjálfalegir, hvers vegna í skrattanum varstu þá endalaust að máta þá?“ spurði hann „Auðvitað af því að ég hafði hina fullkomnu afsökun," sagði kona hans sigri hrósandi. „Ég var alltaf ákveðin í því að fara ekki svo út að ég ekki keypti eitthvað — skilurðu það ekki?“ Herra Gregg skildi það nú í rauninni alls ekki. En hann minntist þess, að oft má satt kyrrt liggja. Biblíufólk Framhald af bls. 13. myndir beint úr sænsku þjóð- lífi og náttúrumyndir, bar þar einna mest á blómamyndum og meðal blómanna var ein planta, sem hét sérstöku nafni en sem ekki er finnanleg í neinni grasafræði. Planta þessi er skrautleg og sterkleg og teygir sig markvisst mót himni, með henni hafa húsgögn oft verið skreytt en atburðarás biblíunn- ar komst þar sjaldan fyrir og er biblíumyndanna því einkum að leita á veggjum. Allir vita að tízkan er þrátt fyrir töfra sína oft nokkuð vafa- söm drós. Afskifti hennar af Dalamálverkunum urðu Dala- menningunni harla lítill afl- vaki. Seint á nítjándu öldinni og snemma á þessari komust Dalamálverkin alveg úr tízku og menn voru jafnvel hæddir fyrir að hafa þau í húsum sín- um. Tóku þá margir til þeirra örþrifaráða að eyðileggja mál- verkin með öllu en yfir önnur var málað með venjulegri húsamálningu. Nú er stórfé eytt i það að hreinsa veggmálninguna af þeim málverkum, sem enn haldast heil. Allt sem minnir Uppsátur fyrir skip allt að 220 tonn stærðir fyrir 15—20 báta. Viðgerðir alls konar skipa og báta. — Nýsmíði fiskibáta og alls konar mann- virkjagerð. EFNISSALA. — Framleiðum Iéttbáta úr „Deborine“-tefjapIasti til notkunar við síldveiðar með kraftblökk. Skipasmíðastöð Njarövíkur hf. Ytri-Njarðvík. — Símar: 1250 — 1725. 40 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.