Fálkinn


Fálkinn - 09.10.1963, Blaðsíða 41

Fálkinn - 09.10.1963, Blaðsíða 41
á gamla Dalamenningu er nú í heiðri haft. Auðmenn kaupa jafnvel gamla bæi, endurreisa þá í gamla stílnum óbreyttum og búa þá húsgögnum að forn- um sið, eru þetta eins konar byggðasöfn en miklum mun eðlilegri en byggðasöfn annars geta orðið, þar eð ekki er kom- ið fyrir öðrum hlutum en þeim sem raunverulega áttu heima á bænum. Sé Dalamálverk til á einhverjum vegg slíkra húsa er verkið fullkomnað og eig- andinn sýnir gestum þetta með meira stolti en húsverðir ráð- hússins sýna hið þekkta ráð- hús Stokkhólmsborgar. Dalabúum hefur skilizt að menningaþjóð má aldrei veikja þráðinn, sem tengir hana við fortíðina ef hún á ekki að bíða tjón á sálu sinni. Fornum hlut- um fylgja minningar um gamla siði og gamlir siðir geyma mat á manngildi og mannhelgi. hinn menntaði maður verður að ausa af lindum liðins tíma ef hann á að verða fær um að halda á brattann í þeirri stöð- ugu baráttu, sem fylgir því að lyfta fjöldanum á eins hátt þroska- og menningarstig og unnt er. í Dölunum býh nú efnuð þjóð, sem hagnýtir nútíma tækni á alla lund, enda eru Svíar komnir einna lengst allra Evrópuþjóða í hvers konar vél- væðingu. Eigi að síður gefa þeir sér tíma til að sinna því sem einu sinni var og vinna úr minningum þess það sem er og verður. Einangrunargler ^efijre Framleitt einungis úr úrvals gleri. — 5 ára ábyrgð. Pantið tímanlega. KORKIÐJAM H.F. Skúlagötu 57. — Sími 23200. Hispursmey Framh. af bls. 37. dyra og reyndi að koma honum burt:“ „Hvað gerðist þá?“ „Hann bara tróðst inn og Vildi fá að vita hvað væri á seyði. Og ákærð, sem þóttist vera Dorrie Ambler, sagði að einhver hefði verið að leita að einhverju, og þá var það, sem Billings reyndi að hræða hana. Hann sagðist ætla að taka sinn hlut af krásunum og sagði eitt- hvað um að hann væri ekki fæddur í gær og — og þá sagði hún: „Kanske ertu ekki fædd- ur í gær, en þú lifir heldur ekki til morguns! og þá heyrði ég skothvell og eitthvað detta.“ „Og hvað gerðuð þér?“ „Ég hljóp fram og sagði: Þú hefur skotið hann og hún sagði: Auðvitað skaut ég hann. Þessi rotta hefði haft okkur öll und- ir hælnum ef ég hefði ekki skot- ið hann. En það er engin hætta á að ég verði bendluð við það. Þetta er íbúð Dorrie Ambler og allir telja auðvitað víst að hún hafi skotið þennan þrjót og flú- ið svo borgina! „Og hvað gerðist svo?“ „Tja, hérumbil strax eftir það hringdi bjallan og ég þreif dýnuna og þaut fram í eldhús- ið og við skorðuðum hurðina aftur. Svo biðum við í eins og eina mínútu til að sjá hvað gerð- ist. Það var þá, sem ákærða missti stjórn á sér og fór að æpa. Ég varð að taka hana og halda fyrir munninn á henni.“ „Hvar var félagi yðar, Bar- lowe Dalton meðan þessu fór fram?“ „Hann var niðri í íbúð 805 að þjarma að Dorrie Ambler.“ „Haldið áfram. Hvað gerð- is?“ „Nú, þessir við dyrnar reynd- ust vera Perry Mason og þessi njósnari, Páll Drake. Þeir brut- ust inn í íbúðina, og þá forð- uðum við, ég og ákærð, okkur niður í íbúðina þar sem Bar- lowe Dalton var með Dorrie Ambler. Dorrie Ambler var meðvitundarlaus þegar við komum niður.“ „Haldið áfram,“ sagði Ham- ilton Burger. „Hvað gerðist eft- ir það?“ „Nú, við héldum þar kyrru fyrir þangað til seint um kvöld- ið, og þá sagðist ákærð ætla að fara í föt Dorrie Amblers og fara út, og ef öllu væri óhætt, þá ætlaði hún að blikka með bílljósunum við gangstéttina og við gætum komið niður með Dorrie Ambler.“ „Var Dorrie þá með meðvit- und?“ „Hún var með meðvitund, en undir áhrifum.“ „Hvað gerðist þessu næst?“ „Ja, ákærða fór út. Hún skildi eftir byssu hjá okkur — hlaupvídd 38.“ „Töluðuð þér nokkuð við hana um það, sem gerðist eftir þetta?“ „Hún sagist hafa lent í lyftu með konu sem var með hund, og þau voru þar þegar hún kom inn. Hún sagði að hundur- inn hafi rekið trýnið í pilsið hennar og lærið á henni og dinglað rófunni og að hún hafi verið með lífið í lúkunum út af því:“ „Vitið þér hvað varð um ung- frú Ambler?“ „Ekki nema það sem Barlowe Dalton sagði mér.“ „Fylgdust þér ekki með Dal- ton?“ „Nei. Hann sá um Dorrie, og ég fór yfir íbúðina með olíu- vættum klút og skildi engan stað eftir, þar sem fingraför gætu verið. Við gerðum það sama í ibúð Dorrie Amblers þegar við vorum að leita i henni.“ „Jæja þá,“ sagði Hamilton Burger. „Loks er hér spurning, sem þér getið svarað játandi eða neitandi: Sagði Barlowe Dalton yður hvað hann hafði gert við Dorrie Ambler?“ „Já.“ „Tilkynntuð þér síðan lög- reglunni hvað Barlowe Dalton sagði yður. Ég er ekki að spyrja um hvað Barlow Danlton sagði yður. Ég er bara að spyrja um hvað þér gerðuð." „Ég sagði Tragg lautinant hvað Barlowe Dalton hofði sagt mér.“ „Hvar er Barlowe Dalton núna?“ „Hann er dauður.“ „Hvenær og hvernig bar dauða hans að höndum?“ „Hann beið bana þegar lög- regluþjónn stóð hann að vopn- uðu rán.“ Hamilton Burger sneri sér að Perry Mason og hneigði sig. „Þér megið gagnspyrja,“ sagði hann. Mínerva Minden þreif í ermi Masons, fór með munninn fast að eyra hans og sagði: „Þetta er eintóm lygi. Ég hef aldrei á ævi minni séð þennan mann.“ Mason kinkaði kolli, stóð á fætur og gekk nær vitninu. „Hvernig vitið þér að félagi yðar, Barlowe Dalton, er dauð- ur?“ spurði hann. „Ég sá þegar hann var drep- inn.“ „Hvar var hann þegar hanr var drepinn? „Við Nu-Cash kjörbúðina.“ „Og hvað voruð þér að gera þar?“ „Við vorum að ræna búðina.“ „Félagi yðar beið bana og þér voruð fluttur í fangelsi?“ „Já.“ „Og hvað löngu á eftir hand- töku yðar sögðuð þér lögregl- unni allt sem þér vissuð um á- kærða og Dorrie Ambler?" „Það voru — ja kannski tveir eða þrír dagar.“ „Hafið þér verið dæmdur fyrir afbrot?“ „Já, herra." „Hvað oft?“ „Þrisvar sinnum.“ „Þér vissuð að þér munduð fá ævilangt fangelsi sem ófor- betranlegur glæpamaður?“ „Já,“ svaraði Jasper. Framh. í næsta blaði. Gluggi að götunni IVamhaid at bls 27 væri, að ég skyldi ímynda mér, að ég gæti alið upp barn alein. Ég átti ekkert fé. Ég átti ekk- ert heimili. Ég hafði enga vinnu. Og það, sem var mikil- vægast af öllu: Ég hafði ekki siðferðilegt hugrekki. Ég vildi ekki eiga barnið, ég var alls ekki viss um, að mér myndi þykja vænt um það einu sinni — móðurástin var ef til vill ekki einu sinni til í mér. Ef ég bara hefði fallizt á tillögu lækn- isins, þá hefði það verið afstað- ið núna — algjörlega og sárs- aukalaust afstaðið og ég hefði nú verið laus við hina hugsan- legu sektartilfinningu. Nú heyrði ég aftur allt samtal okk- ar eins greinilega og það hefði verið talað inn á segulband. Það var barnið, er maður varð fyrst og fremst að taka tillit til, hafði hann sagt og hvað gat ég boðið því, sem réttlætti að ég lét það koma í heiminn? Ekkert. Auk þess hafði ég ekki orku til þess. Ég hafði þjáðst nóg vegna víxlspors míns. Eitt ein- asta lítið víxlspor. Hvílíkt ó- hemju óréttlæti að vera dæmd til ævilangrar refsingar fyrir það! Ég leit á klukkuna. Mér til undrunar vantaði hana aðeins fimmtán mínútur í sex. Mér fannst ég hafa setið hér alla nóttina. En þetta var ágætt — ekki sex enn — Graham læknir var ef til vill á skrifstofunni enn. Og nú varð að hafa hrað- ann á. Ég hafði einhvers staðar heyrt, að ekki væri hægt að 41 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.