Fálkinn


Fálkinn - 16.10.1963, Blaðsíða 6

Fálkinn - 16.10.1963, Blaðsíða 6
Avon cosmetics LONDON NEWYORK MONTRfiAL iVt/ sending: — Ilmkrem — 5 gerðir — Varalitir — Tízkulitir — Naglalökk — Tízkulitir — Shampoo, o. m. fl. REGNBOGINN s.f. Bankastræti 6 — Sími 22135 Sendum gegn póstkröfu. Bréfasamband við þýzka stúlku. Okkur hefur borizt bréf frá þýzkri stúlku, 16 ára, þar sem hún lætur í Ijós ósk sína um að komast í bréfasamband við jafnaldra sinn hérlendis, helzt stúlku. Hún segist hafa mikinn áhuga á íslandi og öllu er það varðar og segist hafa lesið tals- vert af bókum um ísland. Hún segist hafa mikinn áhuga á að koma hingað og dvelja hér nokkurn tíma. Biður hún þess að einhver jafnaldri sinn verði svo vingjarnlegur að stofna til bréfasambands. Auk þýzku skrifar hún ensku. Heimilis- fang hennar er: Hannelore Miiller, 7962 Wolfegg/Wúrttbg. Herrengasse 2. Germany. Enn um knattspyrnu. Háttvirta blað. Ykkur kann ef til vill að finn- ast það vera að bera í bakka- fullan lækinn að senda ykkur línu um knattspyrnu, en þar sem ég sé að hún hefur verið nokkuð rædd í Pósthólfinu leyfi ég mér að senda ykkur nokkrar línur um þetta efni. f haust háðum við tvo lands- leiki við Breta í þessari íþrótta- grein. Var fyrri leikurinn háð- ur hér heima en hinn erlendis syo sem öllum mun kunnugt. Útkoman úr þessum tveimur leikjum var ÍO—0 fyrir Breta. Ekki er hægt að kalla þetta hagstæð úrslit fyrir okkur og eru margir vondir af þessum sökum. Hafa menn haft uppi allavega glósur um okkar knattspyrnumenn og reynt að gera litið úr þeim á allan hátt. Það er allt í lagi að glósa ef þær glósur eiga rétt á sér en svo tel ég ekki vera í þessu máli. Knattspyrnumenn okkar búa við mjög erfiðar aðstöður og það er ekki hægt að krefj- ast þess af þeim að þeir standi sig eins og kollegar þeirra er- lendis. Og þá kemur spurn- ingin: Hvers vegna þá að vera að keppa við þá? og ég spyr á móti: Hvers vegna ekki að vera með? Það er ekki hægt að neita þeirri staðreynd að á leikjum sem þessum læra okkar menn talsvert. Hitt er svo annað mál hvort þeir hafa aðstöðu til að notfæra sér þann lærdóm. Og svo kemur hér að lokum spurn- ing sem hinir reiðu menn skulu hugleiða með sjálfum sér: Hvers vegna ekki að reyna að skapa knattspyrnumönnum okkar viðunandi aðbúnað svo þeir geti staðið sig á erlendan mælikvarða? Með þökk fyrir birtinguna. Knattspyrnuunnandi. Vesen. Kæri Fálki. Mig langar til að segja þér eina sögu sem kom fyrir mig um daginn og mér fannst held- ur leiðinleg. Ég fór í kvik- myndahús á níusýningu og þegar ég var setztur í það sæti er miðinn sýndi með kærustuna mér við hlið og myndin er byrjuð kemur þarna maður sem segir að ég sitji í sætinu sínu. Mér þótti þetta nú heldur mikið af því góða og náði í stúlkuna sem vísar til sætis. Það kemur þá á daginn að miðar okkar beggja hljóða á sama sæti. Þessi aðkomni var frekur og sagðist hvergi sitja nema í þessu sæti sem miði hans hljóðaði upp á og hann fékk vilja sínum framgengt. En mér var bolað frá kærustunni og settur í sæti annars staðar í salnum það eina sem var autt. Þetta þykir mér nú heldur mikið af því góða. Svonalagað er að mínu viti óþarfa vesen og leiðinlegt til afspurnar. Gestur. Svar: Viö getum svo sem skiliö aö þú haföir oröiö vondur út af þessu, sérstaklega aö hafa veriö stíaö frá kœrustunni en þar léstu fara illa meö þig. Áreiöanlega liefur þetta veriö óviljaverk en mistök geta álltaf átt sér staö ekki síöur ( kvikmyndahúsum en annars staö- ar. Peningar út í vindinn. Kæri Fálki. Mér datt í hug að skrifa þér nokkrar línur og segja frá reynslu sem ég varð fyrir um daginn og sem sýnir að margt þarf að athuga og taka með í reikninginn. Ég fór inn í ágæta verzlun hér um daginn og keypti mér skyrtu og þegar ég hélt heim var ég fyllilega ánægður með hana. En þegar heim kom uppgötvaði ég að á henni voru engir brjóstvasar en það er talsverður galli í mínum augum vegna þess að í þeim vösum er ég vanur að geyma þá peninga sem ég hef á mér hverju sinni. Jæja, ég fór nú í skyrtuna um kvöldið og fór í bíó. Hafði ég nú allt handbært fé í jakkavösunum í stað hinna fyrrgreindu vasa. En þetta átti eftir að koma mér 6 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.