Fálkinn


Fálkinn - 16.10.1963, Blaðsíða 8

Fálkinn - 16.10.1963, Blaðsíða 8
ÞÉR AB SEGJA Meðal bóka þeirra, sem Ægisútgáfan sendir á jólamarkaðinn í ár, verður ævisaga Péturs Hoffmanns Saló- monssonar, sem ber nafnið Þ£R AÐ SEGJA. Kennir margra skemmtilegra grasa, sem vænta má, og ekki spill- ir það fyrir, að Stefán Jónsson fréttamaður befur skráð ævisöguna eftir Pétri. Við birtum hér upphaf tólfta kapítula bókannnar, þar sem segir m. a. frá viðskiptum Peturs við ýmsa storlaxa 1 fisksölumálum. XII. KAPÍTULI Nú er frá því að segja, sem á eftir fór bardaga mínum við Suður- nesjamenn: Ekki tókst mér að bregða fæti oftar fyrir Finnboga í Gerðum en í þetta sinn á vori 1932. Hann hélt viðskiptunum við formennina og byrjaði fiskútflutninginn fyrir þá og þrengdist þá heldur hagur minn. Þó hélt ég áfram að salta karfa og selja til Noregs, og þeim við- skiptum hætti ég ekki fyrr en leiðin þangað lokaðist á stríðsárunum. Einnig hélt ég áfram að kaupa fisk þar sem ég fékk hann og flytja hann út ísaðan. Einkum voru það Akurnesingar, sem héldu við tryggð. Hjá þeim var ég margar vetrarvertíðir og hafði þá stassjón hjá Haraldi Böðvars- syni. Ég fluttist upp eftir strax í janúarbyrjun og bjó um mig í ver- búðunum hjá Haraldi. ísinn sótti ég upp í tjarnir í Skipaskaga og malaði hann í taðkvörn. Reiðufé hafði ég alltaf tvö til fjögur þúsund krónur, en togara- farmur af ýsu og þorski kostaði á níu til tíu þúsund krónur. Þá upphæð þurfti ég aldrei að borga fyrr en eftir sölu ytra. Vinna við ísun kostaði um tvö þúsund og ísinn sem var 40 til 50 tonn, kostaði um þúsund krónur. Vinnan hjá mér var aðallega á kvöldin og gekk ég þar sjálfur fram fyrir skjöldu í vinnugalla mínum, en starfsfólk mitt var af Skaganum, harðduglegt fólk. Gekk mér vel að fá verkafólk, því yfirvinnan var eftirsótt. Vinnubrögðum var hagað öðruvísi í fiskaðgerð á Akranesi fyrst eftir að ég kom þangað heldur en ég var vanur af Vesturlandi. Þegar fyrstu aðgerð var lokið hjá mér ætluðu karlarnir að drífa sig strax úr göllunum. En ég stöðvaði þá og sagði: Nei, vösku vinir. Þið háttið ykkur ekki strax! Og hvað er að? — spurðu þeir. Gera hreinan vinnusalinn, — segi ég. Þeir urðu hissa. Hvort ég ætlaði að- láta gera hreint aðgerðar- húsið í eftirvinnu? Já, já, já, já,. Ég hef ekki alizt upp við annað en gera hreint eftir aðgerð, bæði á sjó og landi. Annað tíðkaðist ekki hjá Vestfirðingum. Þessu höfðu þeir ekki vanizt á Akranesi, heldur létu þeir vaða á súðum alla vertíðina. En hinn mikli maður, Haraldur Böðvarsson, var ekki lengi að veita þessu athygli og fyrirskipaði nú þegar sams konar hreinlæti í aðgerðarhúsum sínum, og eftir honum tóku svo aðrir Skagamenn. Það eru margir lifandi enn í dag, sem unnu hjá mér þessi árin á Akranesi og enginn þeirra mun andmæla því, að það hafi verið eg, sem innleiddi þessa umgengni í ver'búðunum þar í bæ. En ekki græddist mér fé í fiskverzluninni. Þegar græddust 1500 krónur á fisksendingu töpuðust þúsund á þeirri næstu. Mánaðarlaun mun ávallt hafa fengið sæmileg. Svo seig æ meir á þá hliðina, að stórlaxar, sem innangengt áttu í bankana, boluðu mér frá fiskikaupum og hækkaði fiskurinn þá svo í verði að lítinn ágóða var að hafa af smærri kaupunum. Var svo komið vorið 1934, að ég fékk ekki lengur fisk á Suður- landi heldur hrökklaðist þaðan norður til Akureyrar og var þar á túna- slætti við að flytja út ísvarða rauðsprettu. Flutti ég þangað með mér stóra kvörn, sem gekk fyrir rafmagni og malaði fimm tonn af ís. ís- inn fékk ég hjá Kaupfélagi Eyfirðinga á Oddeyri. Þar fékk ég einnig aðgang að frystiklefum og aðra vinnuaðstöðu hjá Kaupfélaginu. Ég notaði sérstaka aðferð við ísun á fiskinum. Hafði enginn notað 8 FÁLKINN hana fyrr, og enn mun hún ekki notuð, þótt ein- föld sé: Ég lét kolann fyrst í frystinn og lét hann frjósa svo að uggarnir urðu hvítir. Augu máttu ekki frjósa, enda þola þau meira frost. Þegar fiskurinn var kominn akkúrat í þetta ástand, þá tók ég hann og ísaði. Og þegar ísmulningurinn kom á frosinn fiskinn þá hljóp allt saman í einn klaka. Með þessu var hægt að koma kolanum óskemmu- um á Englandsmarkað þótt skipið kæmi við á Siglu- firði, ísafirði og í Reykjavík. Vestur í Selvör helzt alltaf einn blettur grænn, þótt alveg óskaplega mikið kvennafar í svona litlu húsi,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.