Fálkinn


Fálkinn - 16.10.1963, Blaðsíða 9

Fálkinn - 16.10.1963, Blaðsíða 9
Er mikill munur á því að kæla fiskinn fyrst allt niður fyrir frostmark og ísa svo, þvi þá bræð- ir hann ekki af sér ísmulninginn. Fyrir þennan ág'æta kola fékk ég mjög gott verð í ■ Englandi, fjögur og fimm sterlingspund fyrir kassann, sem var mjög hagstætt. Þóttist ég nú sjá brosa við mér mikla hagsæld í mynd Eyja- fjarðarsólar og gerðust margir, sem fréttu hversu vel gekk, til þess að óska mér til hamingju. Líður nú á sumarið og er einsýnt orðið að nú var helzta vandamálið það að hvetja karlana til meiri stundunar, því þegar kemur fram í ágúst stórvaxa líkurnar fyrir því að koma fiskinum óskemmdum á markaðinn í heilum skipsförmum og fá þá gott verð ekki síður fyrir ýsu og þorsk en fyrir kolann. Svo er það einn morguninn að ég geng niður á bryggju og tilkynni körlunum að nú hafi ég ákveðið verð á kolanum úr 25 aurum kílógrammið í 35 aura, svo eins gott sé fyrir þá að stytta svefn- tímann og verða ríkir. En það fannst mér undarlegt, að þeir skyldu ekki spretta upp í bátum sínum við þessi tíðindi, fiskimenn við Oddeyrartangann, og slá sér á lær, heldur hímdu þeir á þóftunum og svöruðu með miklum semingi: Ja, nú stoðar ekki að hækka verðið, Pétur minn. Við megum ekki selja þér lengur kolann. Okkur er bannað það. Jæja? og hver bannar það? Hann Vilhjálmur Þór. Kaupfélagið ætlar að fara að senda út. Við þessar fréttir þagnaði ég og þóttist nú sjá að mínir dagar væru taldir á Þeim Eyraroddanum. Var mér vandi á höndum, því eignir mínar lágu að miklu leyti í fyrrnefndri ískvörn og svo eitthvað hundrað fiskikössum. Þó vildi ég sannfrétta þetta af munni Vilhjálms Þór sjálfs og fór til hans. Og ekki þurfti ég að inna hann lengi tíðindanna. Hann hafði komizt að því hvern hagnað ég hefði af fiskútflutningnum og afráðið að láta Kaupfélagið nýta sjálft ísinn og aðstöðu á Oddeyri til útflutnings. Spyr ég hann þá, fyrst svo sé komið málum, hvort hann vilji þá ekki kaupa af mér fiskikassana, sem ég fékk að sunnan, og eins kvörnina. En hann vildi hvorugt kaupa á sannvirði og ég neyddist til að ganga að því sem hann bauð þótt ég stórtapaði: Og því er ekki að neita, að heldur bar ég þungan hug til Vilhjálms Þór kaupfélagsstjóra þann daginn. Ég keypti mér eina flösku og sötraði úr henni meðan heiftin sauð í mér. Það var búið að gera útaf við mig. Ég hafði rutt brautina syðra og Framhald á bls. 37. allskyns vinnuvélar umbylti öllu. Það er bletturinn sem hús Péturs Hoffmanns stóð. Stefán sagði við Pétur: Það hefur mátt vera að það skuli grænka undan því endalaust.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.