Fálkinn


Fálkinn - 16.10.1963, Blaðsíða 12

Fálkinn - 16.10.1963, Blaðsíða 12
RAYMOND RADIGUET er veikt JVý framhaldsiaga hefst í þe§sn blaðl og verður liúii §^nd í Kópavogsbíói þegar henni IVkiir hér. I Ég er um það bil að leggj^st flatur fyrir mörgum ásökun- um. En hvað get ég að því gert? Var það mér að kenna, að ég varð tólf ára nokkrum mánuð- um áður en stríðsyfirlýsingin var gefin? Það leikur ekki neinn vafi á því, að þetta und- arlega tímabil olli mér truflun- um, sem bam á mínum aldri hafði aldrei orðið fyrir. Þrátt fyrir útlitið, hefur samt ekkert í heiminum vald til að gera okkur gamla og það var sem barn, að ég varð þátttakandi í œvintýri, sem hefði vel getað komið róti á fullorðinn mann. Ég var ekki sá eini. Félagar mínir munu eiga um þetta tíma- bil minningar, sem eru ólikar minningum fullorðinna. Látum þá, sem þegar eru mér fjand- samlegir íhuga, hvað stríðið var mjög mörgum ungum drengjum: fjögurra ára leyfi. Við bjuggum í F....á bökk- um Marne. Foreldrar mínir voru á móti því, að drengir og stúlkur væru saman. En holdlegheitin, sem 12 FÁLKINM búa í okkur frá fæðingu, þótt þau séu dulin, jukust með mér frekar en að dofna. Ég var aídrei úraumóramað- ur. Það sem yirtist draumur í augum annarra, sem voru trú- gjarnari en ég, var mér eins raunverulegt og ostur er ketti þrátt fyrir glerhúsið, sem er yfir honum. Húsið er þar samt þrátt fyrir állt. - Ef húsið brotnar, hlýtur kött- urinn vinninginn, jafnvel þótt það sé húsbóndinn, sem brýt- ur það og sker sig á höndunum. Ég man ekki til að hafa daðr- að fyrr en ég var tólf ára nema við litla stúlku, sem hét Carem- en, sem ég sendi ástaryfirlýs- ingu yngri drengs. Ég bað hana um að koma á stefnumót. Hún fékk bréfið frá mér um morg- uninn áður en hún fór í skól- ann. Ég hafði valið eina litla stúlku, sem líktist mér svolítið: hún var hrein, og hún fór í skólann í fylgd litlu systur sinnar eins og ég fór með litla bróður mínum. Til að þagga niður í þessum tveimur vitn- um hugsaði ég mér einhvern veginn að gifta þau. Svo að með bréfi mínu setti ég annað til ungfrú Fauvette frá bróður mínum, sem var ekki einu sinni skrifandi. Ég útskýrði þetta fyrir bróður mínum og hversu hamingjusamir vorum við ekki að hafa kynnzt tveimur systr- um á sama reki og við, sem hétu svona sjáldgæfum nöfn- um. Ég varð fyrir þeim vonbrigð- um að komast að því, að ég hafði ekki haft á röngu að standa varðandi gott uppeldi Carmen, þegar ég fór aftur í skólann eftir að hafa borðað hádegisverð með hinum hrifnu og mildu foreldrum mínum. Varla höfðu bekkjarbræður mínir setzt við borð sín, þegar skólastjórinn kom inn. Ég var að ná í bækur úr kompu bak við skólastofuna, en þann starfa hafði ég sem afbragðsnemandi og bækurnar átti að lesa upp- hátt. Nemendurnir risu á fætur. Hann hélt á bréfi. Fætur mínir skulfu svo mikið, að bækurnar duttu og um leið og skólstjór- inn talaði við kennarann lagðist ég á fjóra fætur til að tína þær upp. Nemendurnir í fremstu bekkj- unum höfðu heyrt nafn mitt hvíslað, teygðu úr sér til að sjá mig þar sem ég stóð eld- rjóður fremst í bekknum. Loks kallaði skólastjórinn á mig og óskaði mér til hamingju fyrir að hafa skrifað tólf línu langt bréf, án þess að hafa skrifað eina einustu villu. Hann spurði mig hvort ég hefði skrifað það hjálparlaust og svo bað hann mig að fylgja sér á skrifstof- una. Við fórum ekki svo langt. Hann ávítaði mig í garðinum í rigningunni. Hugmyndir mínar um siðferði voru mjög ruglað- ar og sökurn þess að hann taldi það eins alvarlegt mál að hafa skrifað ungri stúlku (foreldrar hennar höfðu látið hann fá bréf mitt) og að hafa stolið skrif- pappír. Hann hótaði því að senda bréfið heim. Ég bað hann um að gera það ekki. Hann samþykkti það að lokum, en sagði mér, að hann myndi geyma bréfið og ef mér yrði aftur á í messunni, yrði hann að láta fjölskyldu mína vita um hina slæmu hegðun mína. Þessi blanda óskammfeilni og feimni hjá mér sló alltaf ryki í augu foreldra minna og blekkti þau alveg eins og í skól- anum orsakaði þægð mín, sem var í raun réttri leti, það,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.