Fálkinn


Fálkinn - 16.10.1963, Blaðsíða 13

Fálkinn - 16.10.1963, Blaðsíða 13
að ég var álitinn góður nem- andi. Ég fór aftur inn í kennslu- stofuna. Kennarinn kallaði mig upp frá því í háði Don Juan. Mér fannst þetta mikið skjall, að nokkru leyti af því, að hann nefndi titil á bók, sem ég hafði lesið, en ekki bekkjarbræður mínir. Það, sem hann sagði: „Góðan daginn, Don Juan,“ og bros mitt, breytti allri afstöðu bekkjarins til mín. Ef til vill vissu þeir þegar, að ég hafði látið nemanda í neðri bekk hafa bréf til „kvenmanns“ eins og skólapiltar segja á mállýzku sinni. Krakkinn var kallaður Sendiboðinn, ég hafði ekki val- ið hann vegna nafns hans, en engu að síðru hafði þetta nafn aukið álit mitt á honum. Klukk- an eitt sárbændi ég skólastjór- ann um að segja föður mínum ekkert, klukkan fjögur dauð- langaði mig að segja honum alla söguna. Á því var engin nauðsyn svo að játning mín getur talizt til hreinskilni. Þar sem ég vissi, að pabbi yrði ekki reiður, var ég áfjáður að kynna hreysti mína fyrir honum. Ég játaði og bætti stoltur við, að skólastjórinn hefði lofað að halda þessu algjörlega leyndu (eins og ég hefði verið fullorð- inn maður). Föður minn langaði til að vita, hvort þessi ástasaga mín væri ekki hrein skröksaga, og hann fór til skólastjórans. Með- an á heimsókn hans stóð, minntist hann á það, sem hann hélt að væri grín. „Hvað?“ sagði skólastjórinn undrandi og mjög gramur. „Hann sagði yður frá þessu? Hann bað mig að halda því leyndu, sagði að þér mynduð drepa hann.“ Lygin, sem skólastjórinn sagði, afsakaði hann, hún jók karlmannlegt stolt mitt. Þar og þá vann ég virðingu félaga minna og viðurkenningu kenn- arans. Gkólastjórinn duldi reiði sina. Vesalings maðurinn vissi ekki það, sem ég vissi þegar: að faðir minn, sem var hneyksl- aður á hegðun hans, hafði á- kveðið að láta mig ljúka við skólaárið og taka mig svo úr skólanum. Það var þá snemma í júní. Móðir mín, sem vildi ekki, að þetta hefði áhrif á verðlaun mín, beið með að segja hug sinn, þangað til eftir úthlutun. Dagurinn rann upp og svo var óréttlæti skólastjór- .ans að þakka, sem óttaðist af- leiðingar lygi sinnar, að ég einn úr bekknum hlaut „Cou- ronne d’Or“ verðlaunin, sem að réttu áttu að fara í skaut þess, sem hlaut Prix d’Excel- lence“ varðlaunin. Þetta var slæmur dómur, skólinn missti við þetta tvo beztu nemendur sína, því að faðir hins drengs- ins tók sinn son líka úr skól- anum. Nemendur eins og við vorum notaðir sem tálbeita til að draga aðra að. Móður minni fannst ég of ungur til að fara í menntaskól- ann Henri IV. Ég var í tvö ár heima og las utanskóla. Ég hlakkaði til, því að ég gat gert það á fjórum klukku- tímum, sem fyrrverandi skóla- bræður mínir gerðu á tveimur dögum. Þetta gaf mér frjálsræði meira en hálfan daginn. Ég reik- aði einn um meðfram Marne. Ég fór jafnvel í bát pabba, þó að hann hefði bannað mér það, en ég réri ekki og játaði ekki, að ótti minn var ekki í því fólg- inn að óhlýðnast honum, held- ur var hreinn ótti. Ég lá í bátn- um og las. Árið 1913 og 1914 las ég um tvö hundruð bækur, ekki þessar svokölluðu lélegu bækur, heldur þær beztu, ef ekki hvað andann snerti, þá að minnsta kosti, hvað viðkom verðleikum. Löngu síðar, þegar æskan fyrirlítur Rosebóka- safnið, fékk ég smekk fyrir barnalegum töfrum þeirra, en þá myndi ég ekki hafa lesið þær, hvað sem í boði væri. Ókostur þess að blanda skemmtun saman við vinnu var mér falskt orlof. Þótt dagleg vinna mín væri lítil og þótt ég ynni styttri tíma en hinir, vann ég á frídögum þeirra. Raunverulegi orlofstíminn nálgaðist, og ég hugsaði lítið sem ekkert um það, því að í mínum augum var það eitt og hið sama. Augu kattarins voru á ostinum undir glerhylkinu. En stríðið brauzt út. Það braut glerhylkið. Húsbændurnir höfðu um annað að hugsa og þeir yfirgáfu köttinn fagnandi. Ef sannleikurinn er sagður, fögnuðu allir í Frakklandi. Börn með verðlaunabækur undir handleggnum hópuðust utan um auglýsingaspjöldin. Hysknir skólastrákar notuðu sér ringulreiðina á heimilun- um. A hverjum degi um kvöld- verð, fórum við til stöðvarinn- ar við J... ., tvo kílómetra frá heimili okkar, til að sjá her- flutningalestirnar fara fram hjá. Við tíndum blóm á leiðinni og hentum þeim til hermann- anna. Konur í víðum kápum heltu víni í tóma hermanna- brúsa á blómum skrýddum j árnbrautarpallinum. Allt þetta minnir mig á flugelda. Aldrei var svo miklu víni eytt til spillis, svo mörg visnuð blóm. Við urðum að breiða fyrir gluggana á húsi okkar. Eftir nokkra hríð fórum við ekki lengur til J.... Bræðr- um mínum og systrum fór að verða illa við stríðið — það dróst svo á langinn. Það svipti þau sjávarströndinni. Þau voru vön að sofa fram eftir, og 'nú urðu þau að fara á fætur klukk- an sex til að kaupa blöð! Léíeg skemmtun En um 20. ágúst kviknaði von í brjóstum þess- ara skrímsla. í stað þess að yfir- gefa borðið, þar sem fullorðna fólkið sat, sátu þau kyrr og Framhald á bls. 40.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.