Fálkinn


Fálkinn - 16.10.1963, Blaðsíða 15

Fálkinn - 16.10.1963, Blaðsíða 15
þig. Þetta fannst mér gott hjá Gauknum ég hef heyrt sagt að ég talaði dálítið mikið. En það er svona þegar maður dettur á skemmtilegan punkt til að tala um þá vill þetta verða um- fangsmikið. — Er langt síðan þú lærðir? — Já, ég byrjaði 1941 og lærði hjá Pétri Ó. Jónssyni. Ef þú spyrð mig hvað við Valur séum búnir að vinna hér lengi saman þá opnuðum við stofuna 11. desember 1951. Og ef þú spyrð hvers vegna við Valur höfum farið að vinna Saman þá var það vegna þess að við vorum miklir vinir í æsku. — Eruð þið ekki vinir enn? — Jú, auðvitað erum við Valur vinir en við erum ekki lengur vinir í æsku því hún er liðin og maður er að komast á fimmtugs aldurinn. — Og hvernig fellur þér starfið? — Mér fellur það vel. Mönnum finnst það kannski einkennilegt að í þessu starfi skuli vera mikil tilbreyting en það er nú samt svo. Það eru engir tveir menn með eins hár og ekki heldur alveg sama höfuðlagið. Svo kynnist mað- ur alltaf nýju og nýju fólki. Það eina sem ég vildi bæta við þetta er það að ég hefði gjarnan viljað gera það að sérgrein minni að klippa kvenfólk. Það er miklu skemmtilegra að klippa kvenfólk en karlmenn. — Tekurðu mikið eftir hvernig fólk er klippt? Ð DANSA — Ég tek mikið eftir því hjá kvenfólkinu en að sjálfsögðu miklu minna hjá karlmönnunum. En þegar ég var að læra þá spekúleraði ég mikið í klippingu manna. — Ertu fæddur hér í bænum? — Já, ég er fæddur í Austurbænum en nú á ég heima í Vesturbænum og kann vel við mig vestan við lækinn. — Hvar lærðir þú að dansa Pétur? — Ég hef aldrei lært að dansa en ég hef alltaf haft gaman að dansi. Fyrstu sporin tók ég á jólaböllunum og þegar ég stækkaði þótti ég mikið fyrir böllin. Þá stundaði ég Gúttó og drakk ekki brennivín. — En þú sýndir dans hér áður fyrr? — Já ég sýndi dans í nokkur ár með henni Línu. Það hét Pétur og Lína og fólk á mínum aldri man áreiðanlega vel eftir því. Það var gott að dansa við hana Línu og alveg sama hvaða dansspor ég tók, hún fylgdist alltaf með. Svo fórum við að sýna dans, við Jón heitinn Gíslason. Við sýndum Mambo, Sömbu, Rúmbu og Tjútt. Þetta hét Ballerina dansparið og ég held að ég ljúgi engu þótt ég segi að það hafi verið mjög vinsælt. Loftur Guðmundsson tók af okkur tvær kvikmyndir sem hétu reykvískir skemmtikraftar og voru sýndar hér í kvik- myndahúsunum. Svo hættum við Jón að sýna og ég fór að leika á trommur. Seinna sneri ég mér svo að því sem við getum kallað fram- kvæmdastjórn hljómsveitar. — Hvenær var það? — Það var árið 1948 og þetta var hljómsveit Framhald á bls. 38.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.