Fálkinn


Fálkinn - 16.10.1963, Blaðsíða 23

Fálkinn - 16.10.1963, Blaðsíða 23
CLAUOIA CARDINALE Hér um bil allt við C. C. er stórkostlegt — hinar 23 for- síðumyndir af henni í evrópskum tímaritum samtímis, hinar 100 milljóna líra, sem hún fær fyrir mynd og barmur hennar. ítalir hugsa um hana sem dökkhærða, brjóstamikla, ill- gjarna og nautnasjúka konu, sem noti öll meðöl til að koma sér áfram. Hún leikur mest gálur, þótt hún geti einnig leikið nunnur og drottningar, og henni hafa verið boðin flest hlut- verk í sögu kvikmyndagerðar í Evrópu. Hún hefur leikið vændiskonu í ,,La Viaccia" og „Þegar maður eldist“, undir stjórn Mauro Bologini. Hún hefur leikið systur Napoleons, Paulin Borghese í „Lafayette“ og óhamingjusama eiginkonu í „Rocco og bræður hans.“ Hún hefur sagt: „Metnaður minn er að þekkja hvert orð í ítölsku, hafa fullkominn framburð og læra allt um Chopin.“ Alberto Moravia er að skrifa bók, þar sem hann ber líkams- vöxt hennar saman við sum listaverk Michelangelo. Claudia er sérstök á Ítalíu, kannski sérstæður og fallegur fugl í kvikmyndaheiminum, því að hún hefur orðið stjarna án þess að hafa áður verið smástjarna eða koma til Hollywood með nýtt nafn, ný föt, hár, tennur, persónuleika og lyft brjóst. Hún segir, þegar einhver gengur of langt í að lýsa fegurð hennar: „Sjáið til, ég er með einkennilegt andlit, svo einkennilegt að þangað til nýlega skammaðist ég mín fyrir það.“ Hún hylur munn sinn og segist vera vansköpuð. „Eyrun standa út — sjáið þið það ekki? Þau blakta næstum í roki og verða rauð. þegar ég er taugaóstyrk eða æst. Ég hef mikil brjóst og langan álkulegan háls. Hendur mínar eru hrjúfar. Efri vörin er minni en sú neðri, og sú neðri skagar fram. Nefið gerir það að verkum, að ég virðist þrjózk, þegar ég er það raunverulega ekki.“ Bella, Claudia, Bella! fm■ ■ s sas ■ K! ■■ . * m-r?. ■

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.