Fálkinn


Fálkinn - 16.10.1963, Blaðsíða 27

Fálkinn - 16.10.1963, Blaðsíða 27
Mér til undrunar var veit- ingahúsið opið. Ég pantaði svo mikið, að þjónninn varð fyrst undrandi. svo hrifinn og loks skelfdur. — Eruð þér vissar um, að þér getið borðað þetta allt? spurði hann áhyggjufullur. Það var ég, alveg viss, ég skelfdist ekki einu sinni, þegar hver rétturinn á fætur öðrum var borinn fram, þangað til borðið var hlaðið. inn tími til að stíga af og byrj- aði að ganga. Strætið var nógu skuggalegt með venjulegri lýs- ingu, nú batt það endi á kjark minn á nokkrum mínútum. Ég fálmaði mig áfram og hvert sinn, sem ég heyrði rödd eða fótatak, snarstanzaði ég og klemmdi mig fast upp að næsta vegg og hné næstum saman af skelfingu. Þegar ég beygði inn í það, sem ég hélt að væri mín eigin — Þakka yður fyrir, sagði ég og starði öskureið á mann- inn, þegar hann setti hæversk- ur stóra karöfflu með ísvatni á borðið. Fyrsti rétturinn var góður. Ég hraukaði upp hinum karrý- kryddaða mat, hvað sem hann irar nú, hellti yfir hann sósu 6g tók til óspilltra málanna. tg lauk við það án erfiðleika, bótt það væri ótrúlega sterkt. Svo réðst ég á næsta rétt. Svo var vatnskannan tóm og ég södd, en þjónninn brosti dulúð- Ígu brosi, svo að ég hámaði allt mig, einungis til að sýna, að ég æti það, ef ég vildi. Ég fékk mörg aðdáunarfull augnatillit, þegar ég borgaði reikninginn qg gekk út í þokuna. Hún hafði Írðið þéttari, meðan ég sat og orðaði. Að lokum fékk ég Strætisvagn, sem fór alveg að enda King’s Road, en svo urðu göturnar dimmari og vagninn varð að þreifa sig áfram gegn- tm þokuna. Ég bað vagnstjórann að segja til, þegar .við kæmum á minn stoppistað og hann sagði: — Haldið þér, að ég hafi þvergata, þögnuðu öll hljóð og auðvitað varð ég enn hræddari í kyrrðinni. Mér fór að líða mjög illa. Ljósblettirnir virtust synda á móti mér, lækkuðu og beygðu til hliðar, þegar ég nálgaðist. Fæturnir skulfu og mér varð sjóðheitt í andliti og samtímis spratt kaldur svitinn út á mér. Næst, þegar ég kom að Ijósa- staur, greip ég um hann. Hann var rakur og kaldur, en stóð kyrr og það var meira en neitt annað gerði. Ég lagði ennið að honum og hélt mér fastri með báðum höndum. Svo fann ég, að staurinn byrjaði að renna milli handa minna. Svo var eitthvað hart, sem skall á kné mín og ég fann sterkan þef af hundum. Svona, svona, litla vinkona, hjálpaðu svolítið — fram með höfuðið — svona, já. Er það betra núna? Komið núna, þér getið ekki setið hér alla nóttina. Þegar ég opnaði augun, starði ég á gangstéttarhluta milli tveggja hauga. Svo sá ég, að haugarnir voru hné mín og að höfuð mitt var á milli þeirra. — Sleppið mér. Þrýstingurinn á hnakkanum varð strax minni og ég rétti úr bakinu. Á hækjum við hlið mér sat Mavis og horfði angistarfull á mig. Hár hennar hékk í flyksum undir hattinum. — Það hefur víst liðið yfir yður, sagði hún skelfd. — Það var heppni, að ég átti leið fram hjá. Hvað hefur komið fyrir? Hafið þér fengið yður sopa? Ég gat ekki svarað. Kramp- inn í maganum hafði ekki batn- að við að ég settist upp. Ég þrýsti olnboganum fast að sárs- aukablettinum og beit á vörina. — Þér lítið illa út, sagði hún skyndilega. — Komið nú, þér getið ekki setið hér. Ég skal hjálpa yður — það er ekki langt. Upp með yður nú — dug- leg stúlka. Hún rykkti og togaði í mig og reyndi að fá mig á fætur. Ég hélt mér í hana. Með ann- arri hendi hélt ég um magann. Hún ýtti á mig og ég gat sett annan fótinn fram fyrir hinn. Sársaukinn hvarf augnablik, svo kom hann aftur sár eins og svipuhögg. Nei, langaði mig til að hrópa, nei, ég ætlaði það ekki. Ég vildi ekki láta hana hjálpa mér lengra en að dyrunum. Ég beið, þangað til sársaukinn hvarf og sagði, að nú væri ég alveg hress. — Alveg víst, litla vinkona? Ég skal gjarna koma með upp. — Nei, mér líður vel núna. Þúsund þakkir fyrir að þér funduð mig. Mér tókst að koma lyklinum í hurðina og gleymdi strax björgunarmanni mínum. Ég þreifaði mig upp á fyrsta stiga- pall, áður en krampinn neyddi mig til að setjast á gólfið. Ég fann, að heimurinn var að hverfa aftur, en í þetta sinn vissi ég, hvað ég átti að gera. Og er ég lagði kinnina við lino- leumið, varð ég næstum strax skýr í kollinum. Krampinn leið hjá og ég stóð strax upp með aðstoð hand- riðsins og komst upp á annan stigapall. Ef ég gæti bara komizt upp í herbergið mitt..... Einhvern veginn tókst mér að komast upp á þriðju og fjórðu hæð í einni lotu. Ég hafði kveikt ljósið og ég var ekki lengur viss um, hvar ég var — ég vissi bara að líkn og öryggi var einhvers staðar hæst uppi. Svo sá ég ljósgeisla. röntgenaugu eða eitthvað slíkt? Ég get ekki séð stoppistaðinn betur en þér. Loks fannst mér vera kom- — Guð minn góður, stundi ég og reyndi að rétta úr mér, reyndi að létta á hinum óþol- andi þrýstingi á innyflin. Hann var í hæð augnanna áður en ég settist á gólfið og ég skreið í áttina að honum í þeirri örvæntingarfullu trú, að ljós- geislinn væri tákmarkið. Þega. ég kom að hurðinni, krafsaði ég mig upp aftur, sneri snerl- inum og reikaði inn. Toby stóð við borðið og rað- aði pappír, á stólnum stóð opin ferðataska. Hann sneri sér snöggt við og starði á mig. — Jæja, ertu að flytja, sagði ég. — Ég braut einmitt heilann um það hvort þú kæmir og sæktir dótið þitt. Ég skal fara, svo að þú getir pakkað í friði. Eg sneri mér til að fara, en allt snerist fyrir mér aftur og ég rak höfuðið í dyrastafinn. Rödd Toby var nálægt. Hún var há og þurr. — Hvað er að þér? Ertu fun9 — Það spyrja allir að þv_, sagði ég. Nei, staðreyndin er sú, að ég er að hugsa um að láta eyða fóstri. Þetta var hið síðasta, sem ég hafði viljað segja, sérstaklega í þessum f íf lalegakæruleysislega tón. Á sama augnabliki komu kvalirnar aftur og ég þreifaði eftir Toby í myrkrinu, náði í hendur hans, þær héldu fast um mig og ég stundi. — Ég vil ekki. Stöðvaðu það, Toby. Láttu það hætta. Toby bar mig að rúminu. Ég var ekki lengur dugleg, áreynsl- an við að komast upp stigann hafði bundið endi á mína síð- ustu góðu hegðun. Ég grét og bað. Þegar kvalirnar komu, engdist ég eins og maðkur, en þvingaði sjálfa mig til að öskra ekki. Með hálfri meðvitund skildi ég, að ég varð að komast hjá að draga fjölda fólks að. í fyrsta sársaukalausa hlé- inu leit ég hið skelfda andlit Toby, sem var boginn yfir mér. Ég reyndi að brosa til hans, en skildi, að það var ekki svo gott, svo að ég klemmdi hönd hans. — Ég skal sækja læknl, sagði hann. Með erfiðismunum dró hann hönd sína úr taki mínu. — Ekki fara frá mér, sárbað ég. — Bara til að hringja....... — Eftir augnablik stundi ég. — Eftir þetta. .... Kastið kom yfir mig, en var ekki eins sársaukafullt. Ég kreisti hönd Toby fast og hann kreisti á móti. Þegar því fór að slota, sagði ég: — í þetta sinn var það ekki svo hættulegt — heldurðu, að það sé það kahnski ekki? — Hefur þú komið þessu af stað? Framhald á bls. 43. rÁLKINN 27

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.