Fálkinn


Fálkinn - 16.10.1963, Blaðsíða 28

Fálkinn - 16.10.1963, Blaðsíða 28
jiispursmey Framh. af bls. 11. mundi dæma Mínervu seka hvað sem því líður.“ „Ef ég held rétt á spilunum,“ sagði Mason, „þá ræður dómar- inn kviðdómnum til að kveða upp sýknudóm.“ Hamilton Burger var risinn upp jafnskjótt og réttur hafði verið settur morguninn eftir. „Með leyfi réttarins,“ sagði hann, „þá hef ég enn sönnunar- gagn hér. Ég hef hérna staðfest afrit úr hinni opinberu skrá um vopnasölu, sem sýnir, að Mínerva Minden hefur keypt Smith and Wesson skamm- byssu með hlaupvídd 38, númer C-48809. Slík skrá um vopna- sölu er lögboðin, og ég tel ó- yggjandi sönnun um það, sem þar er greint. Ég legg afritið fram sem gagn í málinu.“ Páll Drake hraðaði sér inn í réttarsalinn og með honum Jerry Nelson. Þeir gátu vakið eftirtekt Masons á sér, og hann sagði: „Má ég biðja réttinn að hafa mig afsakaðan andartak?“ Og þegar Flint dómari kink- aði kolli, gekk Mason yfir til njósnaranna. Drake sagði lágri rödd: „Nel- son hefur allt, sem vitað er um Santa María bankaránið, Perry. Það voru þrjár manneskjur viðriðnar það, tvennt í bank- anum og ein í undankomubíln- um. Vitnin náðu hluta af núm- erinu og gat lýst bílnum. Það er sami bíllinn og olli slysinu þann sjötta, og ...“ „Ekillinn," sagði Mason, „var það kvenmaður?“ Drake setti upp undrunar- svip. „Hvernig vissirðu það?“ spurði hann. „Já það var kona.“ „Nokkuð annað svipaðs eðlis?“ „Já vinverzlun í Bakersfield. Það var vopnað rán. Sennilega sömu bófarnir aftur, — ljósleit- ur Cadillac og kona við stýrið.“ „Þakka þér fyrir,“ sagði Mason. „Meira þarf ég ekki.“ Hann sneri sér við og sagði við Flint dómara: „Með leyfi réttarins, þá hef ég eina eða tvær spurningar um fingraför, sem ég þarf að leggja fyrir Tragg lautinant áður en sak- sóknarinn leiðir næsta vitni sitt. Ég óska heimildar réttar- ins til að halda áfram gagn- spurningum.“ „Rétturinn heimilar spurn- ingarnar. Lautinant Tragg komi í vitnastólinn til að svara gagn- spurningum.“ Þegar Tragg gekk fram, kinkaði Mason kolli til Dellu 28 FÁLKINN Street. Hún opnaði leðurtösku, tók upp þrífót, stillti honum upp fyrir framan vitnið, kom lítilli skuggamyndavél fyrir á honum og setti upp sýningar- tjald. ,,Á þetta að vera sýning?“ spurði Flint dómari. „Ég þarf bara að sýna fingra- för, svo að það komi fram í nákvæmlega réttri stærð,“ sagði Mason, „og spyrja Tragg lautinant um samsvarandi at- riði.“ „Jæja haldið áfram.“ Mason kveikti á sýningar- vélinni, gerði tilraun með Ijós- depil á tjaldinu, sagði síðan: „Lautinant, ég ætla að taka far af þumalfingri ákærðu á þessa glerplötu, sem er sérstak- lega smurð í því skyni.“ Mason gekk yfir til Mínervu Minden rétti fram höndina og tók í þumalfingur hennar og þrýsti honum á glerplötuna, sagði síðan afsakandi við rétt- inn: „Það getur verið að ég þurfi að endurtaka þetta, þar sem ég er ekki vanur að taka fingraför.“ Hann gekk að sýningarvél- inni, lét plötuna í, stillta fjar- lægðina og sagði: „Ég er smeyk- ur um að ég hafi klesst þetta.“ Hann tók aðra plötu úr vasan- um, tók aftur fingrafarið, sneri síðan að sýningarvélinni. „Nú ætla ég að stilla svo til, að þessi þrjú för séú sem næst jafn stór, það er að segja, far- ið til vinstri, sem er eftir þum- alfingur Dorrie Amblers; það í miðjunni, sem er eftir þumal- fingur látnu konunnar, og til hægri, þetta, sem ég kem með.“ „Aðeins andartak," sagði Hamilton og reis á fætur. „Þessi skuggamynd er óáþreifanlegt málsgagn, sem við getum ekki handleikið. Hin fingraförin eru stækkaðar myndir, sem er hægt að leggja fram sem málsgögn." „Nú jæja,“ sagði Mason, „þér getið fengið þessa gler- plötu sem málsgagn, látið hana í umslag og merkt hana eins og málsskjal." „Ágætt,“ sagði Flint dómari, „við skulum halda áfram.“ „Jæja þá, lautinant,” sagði Mason, „þessar myndir eru all- ar af svipaðri stærð. Ég vek athygli yðar á þessari skugga- mynd og spyr hvort þér getið fundið samsvarandi atriði með henni og fingraförum látnu konunnar. „Gerið svo vel að koma nær myndunum og bend- ið okkur á samsvarandi atriði, sem þér finnið.“ Tragg leit á fingraförin, hugs- andi á svip, sagði síðan: „Ég ætla aðeins að fara i línurnar með penna, ef ég má, af þvi að þegar búið er að slökkva á sýningarvélinni, er ekkert eftir til að sýna samsvörunina.“ „Það er ágætt,“ sagði Mason. „Myndinni er varpað á hvítt pappírsblað.“ Tragg lautinant tók penna úr vasa sínum, fór ofan í lín- urnar athugaði teikninguna, fór ofan í fleiri línur. Loks gekk hann aftur á bak frá teikningunni. „Jæja, hvað finnið þér mörg samsvarandi atriði?“ spurði Mason. „Sex,“ svaraði Tragg laut- inant. „Alveg jafnmörg og þér funduð á mynd af fingrafari Dorrie Amblers,“ sagði Mason. „Mér finnst, lautinant, að það sé fremur augljós sönnun þess, að ekki sé hægt að byggja ó- yggjandi verund á sex samsvar- andi atriðum. Nú hafið þér sannað, að ákærða er látna konan, sem þér funduð.“ Mason slökkti ljósið á sýn- ingarvélinni, tók burt plötuna og sagði: „Nú átti víst að merkja þessa plötu sem réttar- gagn.“ Hann lét plötuna í um- slag og rétti hana réttarskrif- aranum. Hamilton Burger athugaði línurnar, sem Tragg lautinant hafði dregið. Hann gaf bend- ingu, og Tragg, sem var að ganga niður úr vitnastúkunni, hinkraði við og þeir hvísluðust á, hann og saksóknarinn. Nú, þegar búið var að slökkva á sýningarvélinni, komu hin sex samsvarandi at- riði fram ótrúlega greinilega. Allt í einu ýtti Hamilton Burger Tragg lautinant frá, stökk á fætur og sagði: „Andar- tak, lautinant. Gerið svo vel að koma aftur í vitnastúkuna ... Jæja, herra dómari, lítið á þessa pappírsörk með teikning- unni og lítið svo á Ijósmynd- ina af fingraförum Dorrie Amblers. Það var ekki nóg, að Tragg lautinant fyndi sex sam- svarandi atriði milli skugga- myndarinnar og fingrafs látnu konunnar, heldur eru þau ná- kvæmlega sömu atriðin og í fingraförum Dorrie Amblers.“ v,Ég er hræddur um að ég skilji yður ekki,“ sagði Flint dómari, „Jæja, en ég skil,“ sagði Hamilton Burger. „Þetta fingra- far á örkinni var alls ekki fingrafar ákærðu, Perri Mason tók fingrafar hennar, lét sem það væri klesst, fór aftur til að taka annað mót og fékk þannig tækifæri til að skipta um gler. Fingrafarið, sem hann hafði í vélinni var eftir Dori w Ambler, sem hann hefur látið gera ljósmyndaplötu eftir, þannig, að það sæist ekki mun- ur á því og nýju fingrafari. „Ég krefst þess, að leitað verði á herra Mason. Ég krefst að hin glerplatan verði tekin af honum áður en honum gefst tækifæri til að eyðileggja hana. Þetta er fölsun fyrir réttinum, tilraun til að stinga gögnum undan og glæpsamlegt athæfi.“ „Svona nú andartak,“ sagði Flint dómari. „Við förum að ' þessu á skipulegan hátt. Herra réttarskrifari, viljið þér gjöra ‘ svo vel að láta plötuna aftur í sýningarvélina ... herra Mason, rétturinn mælist til að þér takið hina plötuna úr , vasa yðar og afhendið réttinum 1 hana.“ Mason stakk hendinni í vas- ann og lagði fram plötuna. „Jæjaþá,“ sagði Flint dóm-“ ari, „þá skulum við aftur skoða plötuna, sem lögð var fram áðan.“ Réttarskrifarinn stillti sýn- ingarvélina. Hamilton Burger sneri sér að Tragg. „Jæja, lautinant," sagði hann, „skiptið yður nú ekki af fingrafari látnu konunnar. Lít- ið á skuggamyndina af fingra- farinu og ljósmyndina af fingra- fari Dorrie Amblers, og merkið með þessum blýanti þau atriði, sem þér finnið eins í báðum.“ Tragg lautinant gekk að myndinni, tók að draga línur með rauðum blýanti. Eftir fá- einar mínútur sagði hann: „Ég er þegar búinn að finna átján samsvarandi atriði. Tólf eru nóg til öruggrar vissu.“ „Og hvað táknar það,“ spurði,, Flint dómari. „Það táknar það, að fingra- farið í sýningarvélinni er alls, ekki fingrafar hinnar ákærðu, heldur fingrafar Dorrie Amb-, lers.“ Flint dómari sneri sér að;. Perri Mason. „Herra Mason,“ sagði hann, „þér eruð sakaður um mjög alvarlegt brot fyrir,, þessum rétti, afbrot, sem gæti. vel orðið til að svipta yður rétti til málflutnings. Nú spyr ég, yður, herra Mason, hvernig á því stóð, að þér þóttust taka fingrafar ákærðu, en skiptuð um og settuð plötu með fingra- ' fari Dorrie Amblers í staðinn?"' „Ég legg bara til,“ sagði Mason, „til þess að koma í veg fyrir öll mistök, að Tragg laut- inant verði falið að taka mót af þumalfingri ákærðu. Síðan verði því fingrafari varpað á spjaldið og Tragg lautinant skeri svo úr um samsvör þess

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.