Fálkinn


Fálkinn - 16.10.1963, Blaðsíða 29

Fálkinn - 16.10.1963, Blaðsíða 29
og fingrafars látnu konunnar." „Ég vildi gjarna að það yrði gert,“ sagði Hamilton Burger. „Ágætt, ykkur er það heim- ilt, “ sagði Flint dómari. Mason rétti Tragg lautinant glerplötu, hann tók stækkunar- glerið úr vasa sínum, leit á hana, gekk síðan til ákærðu, tók mót af fingri hennar, sneri aftur að sýningarvélinni, tók úr henni plötuna, og lét í stað- inn plötuna með fingrafarinu, sem hann var að taka. „Jæja,“ sagði Mason, „ef til vilí vill lautinantinn segja okkur hvað hann finnur mörg samsvarandi atriði með þessu fingurfari, fingurfari látnu konunnar og fingurfari Dorrie Amblers." Tragg lautinant stillti mynd- ina, gekk síðan að skugga- myndinni. Alt í einu stanzaði hann: „Þau eru alveg eins,“ sagði hann. „Hvað er alveg eins?“ hreytti Hamilton Burger í hann. „Samsvörunaatriðin, sem ég dró upp með rauðum og græn- um blýanti falla við myndina, sem er nú á spjaldinu." „Nei, bíðum nú andartak!" hrópaði Hamilton Burger. „Ég krefst að við rannsökum þetta án þess að kviðdómurinn sé viðstaddur!“ „Við höfum athugað það hingað til í viðurvist kviðdóms- ins,“ sagði Flint dómari. „Ég tel að við eigum að komast að niðurstöðu í viðurvist kvið- dómsins ... jæja þá, lautinant, hvað táknar þetta eiginlega?“ „Ég veit það ekki,“ sagði Tragg lautinant. „Ég kem með þá tilgátu," sagði Mason, „að þýðingin sé sú, að fingurfarið, sem ég sýndi á spjaldinu hafi verið fingurfar ákærðu og að ásökun saksóknarans að ég hafi skipt um plötur og allar staðhæfing- ar hans um misferil af minni hálfu hafi verið úr lausu lofti gripið. Þessar ásakanir voru bornar fram í viðurvist kvið- dómsins og eru vítavert at- hæfi af hálfu saksóknarans.“ „Nú skulum við fá þetta alveg hreint," sagði Flint dóm- ari. „Lautinant, er það rétt, að það séu átján atriði eins í fingrafari ákærðu og fingrafari Dorrie Amblers?“ „Já, herra dómari.“ „Og hvað sannar það?“ „Það sannar,“ sagði Perry Mason þurrlega, „að annað hvort er fingrafarafræðin orðin markleysa eða að þessi kona á sakborningsbekk og Dorrie Ambler eru ein og sama per- Framhald á bls. 31. í Tónabíó er um þessar mundir að láta setja íslenzkan texta inn á átta kvikmynd- ir og meðal þeirra eru Dóið þér Brahms sem verður kynnt hér á eftir og Phaedra. Phaedra er lesendum Fálkans að góðu kunn þar sem hún hefur birzt sem fram- haldssaga í blaðinu í sumar. Verður mynd- in væntanlega tekin til sýningar í nóvem- ber. Það er óþarfi að kynna Francoise Sagan þar sem fjórar skáldsögur hennar hafa verið þýddar á íslenzku. Þær eru: Sumar- ást, Eftir ár og daga, Eins konar bros og Dáið þér Brahms. Tvær kvikmyndir eftir sögum Sagan hafa einnig verið sýndar hér, Sumarást og Eins konar bros. Sagan segir frá þrem persónum þótt fleiri komi þar við sögu. Það er Paula Tetssier, glæsileg kona um fertugt og hús- búnaðarsérfræðingur að starfi, Roger Dem- arest kaupsýslumaður sem undan farin ár hefur verið elskhugi Paulu og Philip sem er fimmtán árum yngri en Paula. Verður söguþráðurinn ekki rakinn hér en fólki bent á að lesa bókina og sjá myndina. Bókin kom út fyrir tveimur árum á for- lagi Odds Björnssonar á Akureyri í þýð- ingu Thors Vilhjálmssonar rithöfundar. Leikstjóri þessarar myndar er Anatole Litvak. Hann er kunnur listamaður á sínu sviði og hefur hlotið margháttaða viður- kenningu. Það var Litvak sem stjórnaði töku Anatasiu en fyrir leik sinn í þeirri mynd hlaut Ingrid Bergman Oscar verð- launin. Með hlutverk Paulu Tessier fer Ingrid Bergman það er óþarfi að fjölyrða um Ingrid Bergman því svo löngu er hún okk- ur kunn sem ein bezta kvikmyndaleikkona heimsins. Þetta er 21. kvikmyndin sem hún leikur í. Yves Montand fer með hlutverk Roger Demarest. Montand er fæddur á Ítalíu en ungur að árum flúði hann til Frakklands vegna harðstjórnar Mussolinis. Sautján ára gamall fór hann að skemmta með eftir- hermum og söng í kaffistofum í Marseille. Montand er ekki aðeins frægur sem kvik- myndaleikari heldur einnig sem söngvari og dansari. Kvæntur er hann frönsku leik- Framhald af bls. 43. FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.