Fálkinn


Fálkinn - 16.10.1963, Blaðsíða 30

Fálkinn - 16.10.1963, Blaðsíða 30
Enn þá einu sinn hafði verið gerð stjórnarbylting í litla og óróasama Suður-Ameríkurík- inu, Equaraquay, og öllum er- lendum sendimönnum í land- inú hafði borizt boð um að mæta í veizlu í forsetahöllinni, ar sem hinn nýji einvaldur, José Gonzaloy Quintanilla, hershöfðingi ætlaði að kynna ráðherra sína. Brezka stjómin hafði nýlega skipt um sendifulltrúa í land- inu. Sá nýskipaði hét William Henderson, og var nú í óða önn að undirbúa sig fyrir veizl- una, en vegna þess hve nýr hann var af nálinni, var hann heldur fákunnandi í veizlusið- um þeirra Suður-Ameríku- manna. — Þér ættuð að skilja þetta eftir heima, sagði James Parker, sem hafði um langan tíma verið siðameistari í sendi- ráðinu, þegar hann sá mr. Henderson stinga fallegu gull- vindlaveskinu sínu í vasann. — Af hverju í ósköpunum þá? Af því að þér gætuð tap- að því í veizlunni, herra. Þess- um svartskeggjuðu bófum er trúandi til alls. Henderson leit mjög ávítandi á siðameistara sinn. — Well, sir, sagði James og bukkaði sig, þetta var aðeins hu^jsað sem vinsamleg aðvörun. En mr. Henderson lét hana sem vind um eyrun þjóta. Hann lét ná í bílinn sinn, og tveim tímum síðar, þegar borð- haldinu í forsetahöllinni var lokið stórslysalaust, og menn höfðu hópazt saman í söl- um hallarinnar, varð hann skjótt miðpunktur í hópi svartklæddra equaraquaýískra stjórnarráðherra og jafn svart- klæddra kvenna þeirra, enda var hann óspar á lýsingar á hinum spennandi störfum sín- um, sem leyniþjónustuforingi í stríðinu. — Hinar þýðingarmiklu upp- ljóstranir mínar björguðu raun- verulega margóft lífi forsætis- ráðherrans, óg mér var einmitt gefið þetta fallega gullvindla- veski til launa fyrir störf mín þá, sagði hann. Mr. Henderson leyfði kon- unum fyrst að dást góða stund að veskinu, en síðan fór það til innanríkisráðherrans og gekk þaðan frá manni til manns, þar til Henderson missti alveg sjónar af því. Hann var þó ekki hið minnsta hræddur um, að hann fengi það ekki aftur fyrr en síðar í veizlunni, þegar allir hefðu dázt nægju sína að framlagi brezka forsætisráðherrans til gerðar vindlaveskja. En kvöldið leið, án þess að veskið kæmi aftur, og Hender- son fór að verða ofurlítið tor- trygginn. Ef til vill hefði hon- um verið nær að hlusta á að- varanir siðameistara síns? Hann velti lengi vöngum yfir því, á hvern hátt æskilegast væri að vekja athygli viðstaddra á óhappi hans. Þegar menn höfðu drukkið síðustu skál einvalds- ins og gestirnir tóku að sýna á sér fararsnið, sá hann enga aðra leið en að draga lögreglu- stjórann, Alfonso Gualberto Pérez, afsíðis, og segja honum frá öllum málavöxtum. Si, si, senor embajador! Þeíta skal ég alveg sjá um! Cón mucho gusto! sagði lögregiu- stjórinn og hneigði sig bros- andi og hvarf síðan innan um ráðherrana, sem höfðu hópazt utan um einvaldinn. Fimm mínútum síðar var lögreglustjórinn kominn aftiir til Henderson. Bros hans var enn breiðara en áður, þegar hann laumaði vindlaveskinu f höndina á sendifulltrúanum.' — Þúsund þakkir, sagði Henderson og létti stórum, — hvar funduð þér það? — f vasanum innan á jak^ka José Gonzalo y Quintanillas, hershöfðingja senor embajadór. Lo siento Mucho! — Og hvað sagði einvaldúr- inn, þegar þér báðuð hann um að afhenda það? Lögreglustjórinn leit aðeins undan augnaráði sendifulltrú- ans og stakk báðum höndum sínum í flýti aftur fyrir bak. — Ég er ekki viss um, að hans hágöfgi hafi nokkuð tekið eftir því, þegar ég tók það, senor embajador! Willy Breinholst. FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.