Fálkinn


Fálkinn - 16.10.1963, Blaðsíða 31

Fálkinn - 16.10.1963, Blaðsíða 31
Hispursmey Framhald af bls. 29. sóna, og sé svo, þá hefur aldrei nein Dorrie Ambler verið til, og framburður vitnisins Dun- leavey Jaspers um að hann hafi séð þessar tvær konur saman, er ...“ Flint dómari hrópaði: ,,Vörð- ur, ,stöðvið þennan mann! Sjáið um að hann komizt ekki út úr rét arsalnum.“ i asper var kominn hálfur út um dyrnar þegar vörðurinn náí i honum. í réttarsalnum ætl- aði allt um koll að keyra. 1 lint dómari hrópaði: „Á- he; rendur setjist niður! Kvið- dó: íendur setjist niður! Það veíður gert fimmtán mínútna réttarhlé." Þegar réttur var aftur settur, var svo hljótt, að heyra hefði rnátt flugu anda. Mason reis á fætur. „Með leyfi réttarins," sagði hann, „þar sem í ljós hefur komið, að aldrei hefur nein Dorrie Ambler verið til og með hliðsjón af því, aðsaksókn- arinn hefur nú í höndum játn- ingu um meinsæri af hálfu Dunleavey Jaspers, krefst ég þess, að kviðdómurinn úrskurði skjólstæðing minn ekki sekan og leysi hana úr haldi.“ „Hefur saksóknari eitthvað fram að færa?“ spurði Flint dómari. Hamilton Burger reis sein- lega á fætur. „Hvað snertir kröfu verjanda, þá skal það staðfest, að Dunleavey Jasper hefur gert játningu.“ „Mér finnst,“ sagði Flint dómari, „það mundi skýra mál- ið ef efni þeirrar játningar yrði láfin fylgja þessu máli. Vilduð þér gefa skýrslu þar að lút- andi, herra saksóknari?“ „Svo virðist," sagði Burger, „sem Dunleavey Jasper, Bar- lowe Dalton og ung kona að náfni Flossie Hendon hafa stolið Cadillacbíl og lagt leið sína suður á bóginn. Síðar frömdu þau fleiri glæpi, meðal þeirra vopnað rán í banka í Santa María. Tíu þúsund dollarar af þessu þýfi voru geymdir í geymsluhólfi hins stolna bíls. Þau fóru til Montroseklúbbs- ins í því skyni að fremja þjófn- að í fatageymslunni þar. Þau skildu Flossie Hendon eftir undir stýri í bílnum. En hún stóðst ekki freistinguna að gægjast inn í klúbbinn. Mínerva Minden virðist hafa verið svipt ökuleyfi fyrir að aka bíl undir áhrifum áfengis nokkrum mánuðum áður. 1 því skyni að fá annað skírteini, tók hún sér annað nafn, Dorrie Ambler og tók á leigu íbúð i Parkhurstbyggingunni. Þegar hún fór á dansleikinn í klúbbnum og lenti í deilum við dansherra sinn, hljóp hún út úr klúbbnum í því skyni að ná sér í leigubíl. Hún sá stolna Cadillacbílinn með vélina í gangi stökk upp í hann og ók burt. Hún virðist hafa lent í því að aka á mann og forðað sér af slysstaðnum, en ekið bílnum síðan inn í bílskúrinn, sem fylgdi íbúð hennar í Park- hurstbyggingunni. Það sem síðar gerðist, virðist hafa verið varpað hulu yfir vitandi vits. Skiljanlega var bófunum þrem mikið i mun að ná aftur þessum tíu þúsund dollurum, sem geymdir voru í hólfinu. Þeir röktu feril bílsins til Dorrie Ambler og síðan feril Dorrie Amblers til Parkhurs- byggingarinnar og fóru þangað til að leita í íbúðinni, eftir að hafa tekið íbúð númer 805 á leigu sem bækistöð. Meðan þau voru í íbúð 907, kom Marvin Ballings að þeim óvörum. Barlow Dalton skaut hann með skammbyssunni, sem þau fundu í ibúðinni, þar sem þau líka fundu aðra hlaupvíðari byssu. Þá var það að Perry Mason og Páll Drake komu að dyrum íbúðarinnar og heyrðu Flossie Hendon, ungt glæpakvendi, sem hafði slegizt í félag með bófunum tveim á glæpaferli þeirra, hljóða af hræðslu yfir morði Marvins Billings. Og nú segir Jasper, að félagi hans, Barlowe Dalton hafi farið með hana í bíltúr og myrt hana. Framh. á bls. 36. Sjdn er sögu ríkani OMO skilar Sjón er sögu ríkari-þér hafið aldrei séð hvitt lín jafn hvítt. Aldrei séð litina jafn skæra. Reynið sjálf og sannfærizt. OMO sþarar þvottaefnið OMO er kröftugra en önnur þvottaefni, og þar sem þér notió minna magn, er OMO notadrýgra. Reynió sjálf og sannfærizt! hvítasta þvottinum! FALKINN 31

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.