Fálkinn


Fálkinn - 16.10.1963, Blaðsíða 37

Fálkinn - 16.10.1963, Blaðsíða 37
vildi lögreglan hafa skýringu á reiðum höndum á öllum at- riðum, og þar sem Jasper hafði tekið íbúð 805 á leigu og njósn- að um leigjandann í 907, hafði hann fjölda smáatriða á tak- teinum til að krydda með frá- sögn sína og gera hana senni- lega.“ Síminn hringdi. Della Street svaraði og sagði: „Henríetta Hull óskar að vita hver ómaks- laun þín eru.“ Mason brosti: „Segðu henni að þau séu hundrað og fimmtíu þúsund dollarar og að hún eigi að stíla ávísunina á barna- spítalann. Mér finnst ástæðu- laust að láta Mínervu sleppa of vel.“ ENDIR. Þér að segja Framhald af bls. 9. byrjað nýjan atvinnuveg og orðið að hrekjast þaðan undan ofurvaldi kapitalismans. Þá fer ég norður til Akureyrar og brýt ísinn þar, — og mala hann raunar líka í minni ágætu kvörn. Og nú er ég hrakinn burtu þaðan líka. Hvert átti ég nú að fara? Varð ég því reiðari, því lengur sem ég hugleiddi málið. Fer svo að lokum að ég gríp í hönd mikla hausasveðju, sem ég átti í dóti mínu, bjart vopn og biturlegt og áreiðanlega ekki minna heldur en sverðið, Einanpnargler Framleitt einungis úr úrvals gleri. — 5 ára ábyrgð. Pantið tímanlega. KORKIDJAIM H.F. Skúlagötu 57. — Sími 23200. sem Kolbakur þræll hafði þegar hann hjó til Þormóðs Kolbrúnarskálds við sauðahús- in forðum. Ekki fól ég vopnið inni á mér, heldur gekk með það í hendi mér upp bæinn og var nú förinni heitið opinber- lega upp á skrifstofu til Vil- hjálms Þór þeirra erinda að dekapítera hann. Tafði ekkert för mína fyrr en ég var kominn upp miðjan stiga í kaupfélagshúsinu. Þar mætti ég kunningja mínum, sem var innanbúðarmaður hjá Vilhjálmi, sem hafði reynzt mér vel. Hann spyr mig hvert ég sé að fara í þessum ham, og ég segi honum afdráttarlaust hvað ég hyggist fyrir. Kunningi minn brást þannig við, að hann bað mig þess í guðanna bænum að hætta við þetta voðaverk. Ég væri allt of góður drengur til þess og svo framvegis. Nú hefur það alltaf verið minn veikleiki, að hafa orðið fyrir mér göfug manneskja, þá hefur hún átt öll ráð yfir mér. Varð það úr, að ég lét þennan göfuga dreng telja um fyrir mér, lagði niður saxið og gekk leiðar minnar. Má það eins teljast til himn- eskrar forsjónar að svo fór, og táknrænt um það, sem á eftir kom, — að ég skyldi bera minn skaða óbættan og Vilhjálmur Þór sitt fjármálahöfuð óafskor- ið Og uni ég nú betur mínu hlutskipti. Þér að segja. Þó hefur það hvarflað að mér síðar, hversu mér hefði nú reitt af, hefði ég ekki mætt vini minum í stiganum hjá KEA, og þá helzt komizt að þeirri niðurstöðu að ég hefði hlotið náðun við Skálholtsvígslu Elleg- ar þá við forsetakjör. En því nafngreini ég ekki vin minn, þann er taldi mér hughvarf í stiganum forðum, að hann er nú látinn, vil ég ekki eiga á hættu að blettur falli á minningu svo göfugs drengs fyrir afskipti hans af þessu máli. Vinur vor, sjórinn Framhald af bls. 17. nýja vini sínum, hafinu, hvers vegna þetta var öðru vísi, í stað þess gat hann sagt sjálfum sér, að hann hefði ekki þurft að bíða eftir fyrstu sýn, að sjá framan í hana. Það augnablik, þegar augu hans sáu blaktandi pilsið, jafnvel áður en hann sá meira af henni, hvernig hún bauð storminn og sólskinið vel- komið — hljóð, sem hvorki var byssuskot né klukknahring- ing tilkynnti honum, að hún væri komin og að ástin væri komin til sögunnar. Ekkert af þeim hlutum, sem máli skiptir fyrir fólk, sem hefur uppgötvað hvort annað hafði skipt hann máli eða hana. Hún snupraði hann og ávitaði og svo hafði hún farið að leita að honum. Og þegar hún fann hann, var hann ekki undrandi. Það var auðvelt að trúa, að hann hefði búizt við henni allt lífið og hann trúði því. Hann myndi drekka með henni kokkteil, hann myndi hitta hana eftir kvöldverð, hann myndi finna lítið borð, þar sem þau gætu talað saman, meðan hinir farþegarnir dönsuðu. Hann myndi fara að segja henni, að líf hennar yrði ekki óslitin röð Rúmena og flótti frá Rochester, og tala við hana um vaxandi hatur níu ára stúlku og hina ósegjanlegu eymd, sem hún sá fram á. Hún myndi ekki þurfa að muna eftir honum, hann myndi vera þarna. í kvöld myndi hann fara sér hægt, því að það, sem hann ætlaði að segja henni, þyrfti að segja henni með sömu orð- um, sem hún hafði heyrt áður. En þeim lá ekki á, það myndi þurfa að líða ár, áður en hann gæti yfirgefið Madeleine. Og svo var það bankinn. Nú minnt- ist hann athugasemdar, sem yfirmaðurinn gerði, sem var lykill að því, að hann var tekinn fram yfir tvo aðra umsækjend- ur um starfið í London. Það var fyrir sex mánuðum, en þeir hljóta þá þegar hafa verið að ákveða manninn. „Don, okkur líkar, hvernig þú tekur ákvarð- anir og heldur þig við þær,“ hafði yfirmaðurinn sagt. jæja bankinn myndi komast að því að hann var ákveðinn hvað Constance viðkom. Constánce. Fyrsta skiptið, sem hann hafði hugsað um hana með nafni. Það var undarlegt nafn á vör- um hans og sem nafn var það ekki enn í hjarta hans. En í hennar augum var hann Don- ald Fisher fullt nafn. Allt var nýtt og þau voru ekki að flýta sér. Þau höfðu ekki tekið eftir, hvað tímanum leið eða að viðáttan hafði dökknað. En viðáttan var ekki sú sama og hún hafði verið. Sjórinn var enn vinur hans, en hann var ekki lengur einn. Hann þakkaði sjónum fyrir að hafa verið vinur sinn, en hann myndi aldrei framar þurfa á þeirri vináttu að halda. Hann gekk í skrautsalinn sinn og var ánægður að sjá, að þjónninn naiöi tekið fram sam- kvæmisfötin hans. Þetta minnti hann á helgina á sveitasetri yfirmannsins, þegar hann vissi að farið var að ræða um hann í starfið í London. Þetta var í annað sinn í lífi hans, sem samkvæmisfötin hans höfðu verið tekin til fyrir hann. Ó, það myndi vera mikið af nýjum hlutum héðan í frá. Hann fór í baðherbergið til að láta renna í baðkerið og komst að því, að það hafði þegar verið látið renna í það. Rakvél, sápu- kústur á salerninu, allt tilbúið handa honum, en hann gat komizt af með að raka sig ekki aftur. Hann fór úr fötunum og fór í baðkerið, en vatnið var rétt nægilega heitt. Hann bar á sig ensku sápuna og þegar hann hafði hreinsað af löðrið, lá hann í hvíldarmóki, sem var betra en svefn. í þessu ástandi tók hann ekki strax eftir, að vatnið í bað- kerinu var gjörsamlega hreyf- ingarlaust. Hann uppgötvaði þetta og tók eftir að allt var kyrrt, að það sem vantaði voru titrandi drunur vélanna. Og þá vissi hann, að skipið hafði stöðvast. Hann steig upp úr baðker- inu og hringdi á þjóninn. Nú þegar hann var kominn út úr baðherberginu, gat hann heyrt til fólks í ganginum fyrir utan herbergið. Það var allt að tala, en hann gat ekki komizt að því, hvað það var að segja um leið og það fór framhjá dyrum hans. Hann hringdi í þjóninn og eftir eina eða tvær mínútur var bar- ið á dyr hans og þjónustustúlk- an kom inn. „Engin ástæða til ótta, herra,“ sagði hún. „En vélarnar hafa stanzað,“ sagði hann. „Já, herra. Þeir eru að láta bát síga niður, herra,“ sagði hún. „Láta bát niður? Hvað er þetta eins konar æfing?“ „Nei, herra. Mér þykir leitt að segja það, herra, farþegi vírðist hafa stokkið fyrir borð. Þetta er allt, sem ég get sagt yður, herra. Mér líst ekki á möguleika hans í myrkrinu. Ég ætlaði að segja, það er ekkert tunglskin, er það? „Möguleika hans? Það var karlmaður?“ „Ég veit það ekki, herra. Ég veit ekki mikið um það. Bara það, sem mér var sagt. Var það nokkuð fleira, herra?“ „Nei, þetta var allt, þakka yður fyrir,“ sagði hann. Einhver vesalingur, hugsaði Framhald á næstu sfðu. FÁLKINN 37

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.