Fálkinn


Fálkinn - 16.10.1963, Blaðsíða 41

Fálkinn - 16.10.1963, Blaðsíða 41
PANDA DG TDFRAMAÐURINN MIKLI „Út með það,“ sagði Goggi strangur. „Sem gamall vinur þinn og kennari hef ég rétt til að fá að vita það. Hvers vegna varstu í fangelsi? Hefur Jollypop leitt þig út á glæpabrautina?" „Þvert á móti herra Góðgjarn,“ mótmælti Jollypop reiðilega. „Þessi óþægi- lega aðstaða okkar var töframanni að kenna...“ „Töframanni?" sagði Goggi hneykslaður. „Góði mað- ur, töframenn eru aðeins til í ævintýrum.“ „Það er dagsatt," sagði Panda. „Hann setti okkur alla í fang- elsi, af því að hann vildi finna kyrrlátan stað og...“ „Töframaður,“ tautaði Goggi og áhugi hans fór vax- andi. „Della. Og þó ... athyglisvert..“ Það væri þægilegt að hafa slíkan náunga hjá sér í öruggri gæzlu auðvitað...“ Bersýnilega var Goggi með eigin áætl- anir á prjónunum. Sagan af Plútanusi töframanni hafði vakið áhuga Gogga. „Mig langar til að kynnast þessari merkilegu persónu,“ svaraði hann. „En við viljum ekki hafa neitt meira saman við hann að sælda,“ hrópaði Jollypop og sneri sér við. „Komdu, Panda, við skulum fara heim.“ „Bíddu augnablik,“ kallaði Goggi og hélt í Panda. „Hvað um skyldu þína?“ „Skyldu mína?“ spurði Panda undrandi. „Hvað áttu við?“ „Sagðir þú mér ekki, að herra Plútanus hefði falið sig þér á vald? Sagðir þú mér ekki, að þú ættir að vera leið- sögumaður hans? Ætlarðu að yfirgefa þennan vesal- ings hjálparvana töframann?“ Jollypop hristi höfuðið dapurlega. „Ég þvæ hendur mínar af þessu öllu," sagði hann. „Við verðum að vera leiðsögumenn herra Plútanusar,“ hélt Goggi áfram. „Hann er alveg ókunnugur hér í ytra heimi. Hugsið ykkur hvað gæti skeð, ef glæpa- menn næðu tökum á honum. „En hvernig getum við fylgt honum eitthvað?“ spurði Panda. „Hann er í fangelsi." „Einfalt,“ svaraði Goggi og tók sér stöðu fyrir utan lögreglustöðina. „Láttu mig hafa stein, Panda.“ Panda hlýddi undrandi og Goggi hélt áfram: „Horfið á mig.“ Goggi mundaði steininn í hendi sér nokkra stund og kinkaði kolli til lögregluþjóns, sem horfði tortrygginn á hann. Skyndilega kastaði hann steininum gegnum gluggann á lögreglustöðinni. .. FÁLKINN 41

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.