Fálkinn


Fálkinn - 21.10.1963, Blaðsíða 6

Fálkinn - 21.10.1963, Blaðsíða 6
Vantar sjálfsala. Pósthólf Fálkans, Reykjavík. Eftir því sem mér skilst þá á að fara að loka „sjoppunum“ og öðrum slíkum fyrirtækjum nokkuð tímanlega á kvöldin. Ég sé ekkert athugavert við þessa ráðstöfun fyrst þessar stofnanir eru opnar svona tím- anlega á morgnana. Hitt er verra að með þessari ráðstöfun er loku fyrir það skotið að maður geti orðið sér út um sígarettur eftir klukkan tíu á kvöldin. Nú er það þannig með tóbaksnotkun að hún miðast ekki við lokunartíma sölubúða heldur það hvenær mann lang- ar í tóbakið og það getur verið á ýmsum tímum sólarhringsins meira að segja á nóttunni ef maður er þá ekki sofandi. Nú kemur það fyrir að maður vak- ir frameftir nóttu og þá um leið að maður verði tóbaks- laus. Slíkt skapar vanlíðan og ég er algjörlega á móti henni. En fyrir þessa vanlíðan er hægt að komast sé hægt að ná í tóbak. Og hvar á að ná í það þegar allt er lokað? Það er nú það. Ég hef sem sagt verið að velta því fyrir mér hvort ekki væri tímabært að setja upp í borginni nokkra sjálfsala sem seldu tóbak og þá vitanlega á kvöldin og nóttunni sem öðrum tíma. Og til þess að koma þess- ari hugmynd minni á framfæri rita ég ykkur þetta bréf. Með beztu kveðju, Tóbaksnotandi. Svar: Vissulega er þetta tímabœrt og astti raunar fyrir löngu aö vera komiö til framkvœmda. En ftaö eru mörg atriöi sem þurfa úr- lausnar viö í þessu máli áöur en þessir sjálfsalar eru komnir upp. Hugleiðingar um Útvarpið. Virðulegi Póstur. Er það satt að þeir sem þýða sögur fyrir útvarpið séu skyld- ugir til að lesa þær líka? Það bregst varla að þegar þulurinn kynnir upplestur að hann segi: Jón Jónsson þýðir og les. Getur útvarpið ekki vanið sig af þess- um leiða „kæk“. Oft á tíðum er það þannig að þýðandinn les í útvarp og því fer sem fer. Kvöldsaga ein sem verið er að lesa núna í útvarpinu er alveg dæmigerð. Þetta er spennandi og áhrifamikil saga en þýð- andinn spillir henni mjög. Hann les hana í sama tón og þulirnir nota þegar þeir lesa dánar- fregnir og jarðarfarir. Og ekki nóg með það heldur er hann sí og æ að sötra í sig vatn í tíma og ótíma, og berast því að eyrum hlustenda sífelldir dynkir þegar hann leggur frá sér glasið. Það er furðulegt að menn skuli ekki loka fyrir hljóðnemann þegar þeir fá sér að drekka. Einkennilegt finnst mér lika hvað lesið er stutt í senn. Skýringin er sennilega sú að vatnsþambið fari að segja til sín og þá kann lesandinn ekki við að segjast þurfa að skreppa frá í tvær eða þrjár mínútur. Mér finnst að hlust- endur eigi heimtingu á góðum upplesurum og við eigum marga góða upplesara. Að bjóða hlust- endum upp á lélegan lestur er svipað og þið hjá Fálkanum færuð að láta fjölrita blaðið enda þótt allar prentsmiðjur væru starfandi. Með beztu kveðjum. B. V. Svar: Nei, þýöendur eru ekki skyldug- ir til aö lesa sögurnar sjálfir B. V. en liins vegar gefur þaö auknar tekjur og þá er skýringin fundin. Og svo hafa margir gaman aö því aö koma fram i útvarpinu. En viö erum þér sammála í því aö leiöinlegur upplestur er ákaflega leiöinlegur en þaö mun stundum vera erfitt viö þessi mál aö eiga. Og annað til. Kæri Póstur. Ég sé ekki ástæðu til að vera að stjana undir þessa bakpoka- menn. Ég held að þeir geti borg- að fyrir sig eins og aðrir ferða- menn sem hingað koma. En mín reynsla af þessari tegund ferðamanna er sú að þeir séu oftast bæði frekir og erfiðir viðureignar. Það er til lítils að vera að auglýsa landið sem ferðamannaland ef uppskeran er ekki önnur en þessi. Með kveðju. Maður fyrir norðan. Svar: Þaö gœtir nú kannski nokkurs misskilnings i þessu bréfi hjá þér Maöur góöur. Sem betur fer eru þessir feröamenn ekki eina upp- skeran okkar l þessum efnum og eiga flugfélpgin sinn stóra þátt i því. Þau hafa veriö ákaflega dug- leg viö aö auglýsa landiö út á viö og ávöxtur þeirrar starfsemi er nú sem óöast aö koma í Ijós. Þá eiga feröaskrifstofurnar góöan hlut aö þessu máli. Og eitt enn: Innan um þessa bakyokamenn et. ágætis fólk. 6 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.