Fálkinn


Fálkinn - 21.10.1963, Blaðsíða 8

Fálkinn - 21.10.1963, Blaðsíða 8
Um aldamótin 1500 var talsverður kurr í sunnlenzkum sveitum gagnvart danska umboðsvaldinu á Bessastöðum. Torfi í Klofa fór að Lénharði fógeta, þegar fógeti tók gistingu að Hrauni í Ölfusi og drap hann. Biskupinn í Skálholti lét þetta verk óátalið að mestu. En danska umboðsvaldið var svo lemstrað lengi á eftir. að það fékk ekki rönd við reist. Torfi Jónsson sýslumaður í Klofa, var ekki heldur þægur ljár í þúfu biskupsvaldsins. Hann var sýslumaður í Árness- og Rangárvallasýslum. Hann var mikill valdsmaður og stóð Stefáni biskupi Jónssyni í Skálholti nokkur stuggur af veldi hans. Sennilegt er, að biskup hafi viljað fá jafnoka Torfa í rangæskum sveitum, og þar kom líka brátt, að biskup setti prest á ríkasta staðinn í tekjumesta brauðið í Rangárvalla- sýslu, sem var fullkominn jafnoki Torfa í Klofa. En til þess kom eigi, að þeir eldu saman grátt silfur. Þar um skiptu örlög ill. Torfi í Klofa lézt á bezta aldri, um fimmtugt, niðri í Landeyjum í þingferð sennilega eftir langa brennivíns- drykkju. Presturinn, sem Stefán grjótbiskup setti austur í Rangár- þing, var síra Ögmundur Pálsson. Hann fékk Breiðabóls- stað í Fljótshlíð, eitt bezta prestakall landsins. Ögmundur auðgaði Breiðabólsstað mikið meðan hann var þar prestur, bæði af jörðum og lausu fé, svo að í preststíð hans, varð Breiða- bólsstaður ríkasta og tekjumesta prestakall landsins og var það lengi síðan.Síra Ögmundur Pálsson var vel menntaður maður. Hann nam skólalærdóm hér á landi og sigldi síðan til Englands og Belgíu til framhaldsnáms. Hann var alinn upp á Vestfjörðum við sjó og sjómennsku. Hugur hans stefndi mjög til farmennsku að loknu skólanámi. Stefán biskup fékk mikið álit á Ögmundi og fékk honum vegleg verkefni til að leysa í þágu Skálholtsstaðar. Hann gerði hann að skip- herra á Þorlákssúðinni, kaupskipi Skálholtsstaðar. Það var vandasamt starf og þurfti mikla karlmennsku til, að vera góður skipstjórnarmaður á 16. öld. Sjómennska ekki sízt í norðurhöfum, var enginn leikur. Þar reyndi á hörku og harðfengi, stjórnsemi og framúrskarandi skipstjórnar hæfileika. Það var annað en gaman að vera í illabúnu smá- skipi á Atlantshafi, siglingatækjalaus að heita, og þar að auki var á þessum árum krökt af sjóvíkingum, ræningjum og reyfurum á hafinu, sem voru búnir til alls. Sá, sem stjórn- aði slíkri fleytu, varð að hafa óbilandi kjark og ótakmark- að vald yfir skipshöfn sinni, og oft á tíðum að beita hörku og valdi. Vald hans yfir sjómönnum varð að vera án misk- unnar og hlífðar — þar mátti aldrei beita eftirgjöf né hiki. — Ögmundur Pálsson var mikið karlmenni, einbeittur og framúrskarandi viljasterkur. í allri stjórn hans síðar meir, kemur greinilega fram andi sæfarans, einbeitt skapgerð, hispurslaust fas og einbeitt stefna. Honum urðu allir að hlýða, án miskunnar og undanfærslu. Hann var allra manna stór- orðastur við undirmenn sína, ef eitthvað fór úrhendis og hirtingasamur. Sjómaðurinn var svo ríkur í honum, að allt annað var hismið eitt. Skipstjórnandi Þorlákssúðar annaðist margs konar viðskipti og kaupskap fyrir Skálholtsbiskup. Hann var send- ur í garð höfðingja og valdsmanna utan lands til ýmissa erinda og komst því í nokkuð náin kynni við stórmenni ríkisins, jafnt í Noregi og Danmörku. Einnig annaðist hann alls konar verzlun fyrir biskup og staðinn. Varð hann því vel að sér um alls konar viðskipti. Þetta varð Ögmundi hollur

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.