Fálkinn


Fálkinn - 21.10.1963, Blaðsíða 9

Fálkinn - 21.10.1963, Blaðsíða 9
skóli, enda varð hann einn mesti fjársýslumaður samlíðar sinnar og fékk að nokkru svip af hinni ungu borgarastétt, sem þá var að rísa til aukinna áhrifa í vestanverðri Norður- álfu. Þrótt fyrir sjómennsku á sumrum, vígðist Ögmundur til prests. Hefur hann sennilega gengt einhvers konar prests- skap á vetrum, enda kemur hann oft við gjörninga Stefáns biskups á þeim árstíma. En árið 1504 er Ögmundur orðinn prestur á Breiðabólsstað í Fljótshlíð og varð þar atkvæða- mikill. Stefán biskup gerði hann að prófasti í Rangárþingi skömmu síðar, og hefur það ekki dregið úr áhrifum hans og valdaaðstöðu. Sá atburður varð árið 1509 eða 1510, að umboðsmaðurinn á Bessastöðum hóf ferð austur um sveitir við sjöunda mann, og barst mikið á, eins og slíkra var venja, þó að ekki beitti hann eins miklum yfirgangi og Lénharður fógeti forðum. Kom umboðsmaður austur í Rangárþing. Hitti hann heimamenn frá Breiðabólsstað úti á Hálsinum og varð þeim sundur- orða. Bessastaðamönnum þótti Breiðdælingar vera heldur digurbarkalegir og hröktu þá, svo að Þeir leituðu undan heim til staðarins. Þegar heim kom flúðu Breiðdælingar inn um karldyrnar. En heimamenn urðu brátt varir hrakfara þeirra og leituðu út um bakdyr og réðust á Bessastaðamenn. Varð þar slagur nokkur og særðu Breiðdælingar Bessastaðamenn og drápu einn eða tvo af mönnum umboðsmanns, og léku hina mjög grátt. Þessi atburður sýnir vel, hvaða andi ríkti á heimili Ögmundar prests um þetta leyti, enda fékk hann að kenna á þessu síðar. Þrátt fyrir stórbrotið skap og aðsópsmikla framkomu, var Ögmundur Pálsson sannur trúmaður og einlægur kirkjunnar ur prestur kvað þetta jarteikn og lét skipta fuglinum meðal fátækra næsta rúmhelgan dag. Ögmundur Pálsson var allra manna orðhagastur og vel snillimæltur, svo að í sögnum aldanna eru varðveittar eftir honum setningar. Svo er mælt, að hann hafi mælt, þegar fuglinn var orðinn fastur í netinu af völdum kýrinnar og sárindi harðindanna og bjargarleysi almennings kröfðust, þrátt fyrir upprisuhátíð frelsarans, að taka fenginn og nýta: „Þá skal grípa gæs, er gefst“. Er þessi saga og orðskviður skýrt dæmi þess hve ósamrýmanleg er þörf hins fátæka manns og siðvendni og helgihald hinnar ströngu trúar. Þrátt fyrir auðlegð Breiðabólsstaðar og miklar tekjur brauðs- ins, girntist Ögmundur Pálsson meiri völd og meiri vonir til enn meiri tekna og metorða. Honum gafst bráðlega kostur á því, að verða sér úti um ríkulegra embætti. Árið 1515 varð hann ábóti í Viðey og prófastur í Kjalarnesþingi. Ögmund- ur hafði gott lag á að auðgast allvel, meðan hann var prestur og ábóti, þrátt fyrir það að klaustramenn máttu ekki eiga neinar eignir. Sýnir það vel hve ýmis heit kirkjuleg voru illa haldin hér á landi, þegar ábótinn í Viðeyjarklaustri, sem var algjörlega undir handarjaðrinum á Skálholtsbiskupi, reyndi á allan hátt eins og framast gat, að ná undir sig sem allra mest af veraldlegum auði. Ögmundur Pálsson stefndi líka að hærra marki. eins og brátt verður sagt, en til þess að ná því, þurfti hann á miklu fé að halda. Hann neytti auð- legðar sinnar vel, þegar þar að kom. 2. Stefán biskup Jónsson í Skálholti hafði kjörið Ögmund ábóta í Viðey sér til eftirmanns á biskupsstól í Skálholti. Árið Éslemsk frúsögm eftir Jóm Gíslmsom - maður,þó hann ætti stundum allerfitt að greina á milli, hvað væru vegir hins andlega valds og hins stórbrotna mikil- úðuga höfðingja um veraldleg efni. Eftirfarandi saga er skýrt ^dæmi um það. Vorið 1508 var hart og var víða á kotbæjum ónægt um björg. . Eins og kunnugt er var það lengi venja á flestum bæjum, er standa undir eða meðfram hlíðum og fjöllum í Skafta- fells- og Rangárvallasýslum, að hafa uppi snörur eða net, til að veiða í bjarg- eða jafnvel sjófugl sér til matar. Harðinda- , vor þetta var haft uppi fuglanet á Breiðabólsstað og var netið spanið upp á tíninu. Á páskadag um vorið var netið ’uppspanið og bar svo til, að fugl allmikill kom í látrið. Presti : var sagt frá, að fugl væri kominn í látrið, en hann vildi ekki láta taka fuglinn á slíkum hátíðisdegi, og kvað slíkan dag vera til minningar um líf og frið meðal allra skepna. En annað varð til. Kýr sleit sig upp í fjósinu og fékk galsa allmikinn er hún kom út undir beran himininn og hljóp um túnið. kom hún á hlaupunum, þar sem netið var spanið og snerti hún nettogið, svo að netstöngin skrapp við það upp, svo að netið slóst yfir fuglinn og varð hann við það fastur í því. Var fuglinn síðan tekinn og drepinn. Fékkst þar á fjórða hundrað af fugli allvænum, og var hinn bezti fengur, Ögmund- 1518 lézt biskup og var Ögmundur þegar kvaddur til biskups- embættis. Var hann síðan kosinn til biskups árið 1519 og rituðu fyrirmenn landsins á alþingi þá um sumarið meðmæla- bréf til Kristjáns konungs 2 um að hann fengi biskupsvígslu. Sumarið 1519 tók Ögmundur sér far með Þorlákssúðinni. Hreppti hann andbyr og hið versta veður og lenti í sjóvollci miklu og varð afturreka um haustið, eftir að hafa hrakið undir Grænland. Varð hann að dvelja hér á landi um veturinn. Ögmundur fékk fregnir af því, að Kristján konungur bar til hans þungan hug fyrir vígið forðum á Breiðabólsstað, og' þar að auki átti Ögmundur óvildar- og öfundarmenn, sem affluttu hann í konungsgarði. Hann var því vitandi þess, að ráðum þyrfti að beita og slunginni málafylgju, ef hann ætti að koma fram málum sínum, þegar til Kaupmannahafnar kæmi. Ögmundur var ráðsnjall maður og vissi það af forn- um kynnum við höfðingja utan lands. að sá sem hafði fé nóg og dýrgripi til gjafar í garði höfðingja gal komizt langt. Brögðum þurfti að beita og kunnáttu og vita vel, hver væri sá dýrgripur, sem að mestum notum yrði, þegar miðla þyrfti á réttri stund. Sagnir herma að Ögmundur biskupsefni hafi áskotnazt tvær Framh á bls. 36. FÁLKINN 9

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.