Fálkinn


Fálkinn - 21.10.1963, Blaðsíða 13

Fálkinn - 21.10.1963, Blaðsíða 13
LEYNIVOPNID farið í vitlausa átt og jafnvel hitt kafbátinn. En við vorum ekki hræddir...“ Nokkrum sekúndum eftir að fyrsta eldflaugin var ræst, ráku mennirnir í landi upp fagnaðaróp. Eldflaugin kom upp úr sjónum og þaut upp á við móti Eystrasaltshimninum í 45 gráðu halla. Fréttin var send síðdegis til hinna djörfu um borð í Z-45. Og hinum eldflaugunum var einnig skotið — einni af annarri — og með sama árangri: allar fóru þær rétta braut að marki sínu fleiri kílómetra í burtu. Fyrir Von Braun var þetta nýr sigur á sviði eldflaugarannsókna. Dornberger hershöfðingja var þetta ný fjöður í hattinn, og hann brosti að þeirri hugsun, hvílík ánægja það yrði fyrir hann, að skýra flotaforingjaráðinu og hinum háu herrum í Berlín frá hinu nýj# þýzka undravopni. Og kafbátsforinginn Steinhoff neri saman hönd- unum af gleði og talaði stanzlaust um þau mörk, sem hann ætlaði að hæfa — New York, Boston, New Orleans, Glasgow, Liverpool — jafnvel líka London. Sérfræðingarnir í Peenemiinde fóru nú að ræða líkurnar á því að smíða eldflaugavopn handa kafbátum Þýzkalands. Ýmsar gerðir af eldflaugum voru athugaðar, bæði með fljótandi og föstum brennsluefnum og herfræðingar sátu sveittir við að reikna út á hvaða mörk mætti skjóta kafbátaeldflaugum. Samtímis luku Stein- hoffbræðurnir við hinar tæknilegu skýrslur sínar og Dornberger hershöfðingi gat loks snúið sér til yfirstjórnar Hitlers í Berlín og tilkynnt, að hinir ágætu sérfræðingar hans hefðu fundið upp nýtt hefndarvopn — hræðilegra og áhrifameira en bæði V—1 og V—2. Hér hafði Þýzkaland eignazt V—3, vopnið sem myndi sköpum skipta í styrjöldinni og koma þýzkum sigri heilum í höfn. Sérfræðingarnir og Steinhoff kafbátsforingi fengu strax skipun um að mæta hjá flotaforingjaráðinu í Berlín og bak við luktar dyr hófust samningar og viðræður um hið nýja vopn. Þess var krafizt, að allar áætlanir og útbúnað allan, sem kom frá stöð hersins í Peenemúnden. yrði að láta tilraunastöð landgöngu- liðsins í té til nánari rannsóknar. Dornberger hershöfðingi hélt því fram, að þetta þýddi seinkanir. Þýzkaland vantaði hið nýja vopn streix. Og hér var unnt að setja framleiðsluna í fullan gang á skömmum tíma, ef áætlunin væri einungis lögð undir Peenemúnde. Þar hafði herinn tækifæri til verksmiðju- framleiðslu og fleiri þúsund manns af verkfræðingum og tæknifræðingum. Nei, kemur ekki til mála, sögðu flotaforingjarnir. Það vantaði nú bara að þýzki flotinn léti landkrabba amíða fyrir sig vopnin. Hinir stoltu og íhaldssömu flotaforingj- ar gáfu það fyllilega í skyn, að það væri ekki einu sinni til umræðu, það væri algjörlega óhugsandi. Þeir kröfðust þess, að herinn léti flotann strax hafa áætl- unina — án frekari umræðna. Því að tilraunin hafði verið gerð á kafbáti flotans og raunverulega var það yfirsjón af Steinhoff lautinant að snúa sér til Peenemúnde á bak við hina háu herra í Berlín. Framhald & bls. 28. Þannig hugsar brezkur teiknari sér brezkan Polariskafbát. Fyrsti brezki eldflaugakafbáturinn verður tilbúinn 1968. Kafbát- urinn verður 7000 tonn og á að vera búinn sextán Polarisskeytum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.