Fálkinn


Fálkinn - 21.10.1963, Blaðsíða 16

Fálkinn - 21.10.1963, Blaðsíða 16
er veikt RAYMÖND RADIGUET JVý Iramhaldssaga ' hófst I síðasta blaði og verður hún sýnd í Kópavogsbíói þegar henni lýkur hér. * Þessi háværa manngæzka háfði ékki nema lítil áhrif á hópinn. Þeim leiddist hefðar- konari. Þeir hugsuðu ekki um neitt riema ná konunni. Slökkviliðsmennirnir sex um- kringdu húsið og klifruðu upp frá öllum hliðum. En jafnskjótt og einn þeirra birtist á þakinu, kallaði hópurinn í aðvörunar- skyni til fórnarlambsins. „Þegið þið,“ hrópaði hefðar- konan. Og þetta espaði aðeins áhorfendur til að hrópa: „Var- aðu þig. Þarna er einn. Þarna er annar.“ Við þessi hróp tók brjálaða konan tígulsteina og henti einum í hjálm fyrsta slökkviliðsmannsins, sem kom á þakið. Hinir fimm flýttu sér niður. Kjarkmeiri glæpalýðurinn kleif veggi og þyrptist saman á Maréchaudlóðinni til að fylgj- ast með eltingarleiknum, með- an gleðistaðirnir og salir Place de la Maire kvörtuðu undan fáum viðskiptavinum á kvöldi, sem hefði átt að færa þeim mikil viðskipti. Ég heí gleymt, hvað brjálaða konan sagði, en hún talaði með djúpri, þung- lyndislegri rödd, sem gefur henni þá sannfæringu, að mað- ur hafi á.réttu að standa og aliur hinn hluti heimsins hafí 16 fXlkinn á röngu að standa. Glæpamenn- irnir tóku þessa sjón fram yfir hátíðahöldin, en reyndu að sameina báðar skemmtánirnar. Hræddir við það, að brjálaða konan yrði handtekin í fjar- veru þeirra þutu þeir í burtu til að aka í hringekjunni. Aðr- ir, sem voru skynsamari, komu sér fyrir í greinum linditrjánna eins og til að horfa á hersýn- ingu í Vincennes og gerðu sig ánægða með að kveikja Bengal- ljós og flugelda. Það var auðvelt að gera sér í hugarlund slæma Ííðan Maré- chaudhjónanna, sem voru lok- uð inni í húsinu í miðjum öll- um þessum hávaða og látum. Bæjarstjórnarfulltrúinn, eig- inmaður hinnar göfugu hefðar- frúar, klifraði upp á lægri vegg- inn og flutti ræðu, sem fjallaði um hugleysi eigenda hússins. Honum var klappað lof í lófa. Brjálaða konan hélt að verið væri að klappa fyrir sér og hneigði sig. Undir báðum hand- leggjum var hún með tígul- steina og hún lét einn fljúga í hvert sinn, sem hjálmur kom í ljós. Með sinni ómennsku rödd bar hún fram þakkir fyr- ir að sér hefði loks verið sýnd- ur skilningur. Mér virtist hún véra undarleg, hugrökk stúlka, eins og skipstjóri, sem stendur einn á sökkvandi skipi sínu. Mannfjöldinn, sem var orð- inn dálítið þreyttur, byrjaði að dreifast. Mér fannst gaman að firina hjarta mitt berjast hratt og óreglulega. Lætin fyr- ir framan mig, sem voru svo skáldleg, véittu mér meiri ánægju. „En hvað þú ert fölur, sagði móðir mín við mig. Og ég hafði Bengalljósin mér til af- söknar. Þau gáfu mér, sagði ég, grænan lit. „Samt er ég hrædd um, að það hafi of mikil áhrif á hann,“ sagði hún við föður minn. „Ó,“ svaraði hann. „Enginn er eins lítið áhrifagjarn. Hann gæti horft á hvað sem væri, nema héra húðflettan." Faðir minn sagði þetta til að ég mætti vera kyrr. En hann vissi, að þessi sjón gerði mig æstan. Mér fannst hann sjálfur vera æstur. Ég bað hann að taka mig á háhest, svo að ég hefði betra útsýn. Raunveru- lega var að því komið að líða yfir mig. Fætur mínir gátu ekki lengur borið mig. Það voru nú ekki nema tutt- ugu marins, sem horfðu á. Við heyrðum í herlúðrunum, sem kölluðu í blysfarargöngu. Hundruð blysa vörpuðu skyndilega bjarma á brjáluðu konuna, eins og leifturljósin springa við að mynda nýja stjörnu eftir að dauf sviðljósin hafa verið kveikt. Og hún veifaði höndum í kveðjuskyni og hélt, að heims- endir væri kominn eða verið væri að handtaka hana og fleygði sér af þakinu og braut bogagöngin í fallinu og féll á steinþrepin. t Fram að þessu hafði ég gert mitt bezta til að standast þetta allt, jafnvel þótt öskrandi háv- aði væri í eyrum mínum og 4 hjartað brygðist mér. En þegar ég heyrði fólkið hrópa; „Hún er enn lifandi“ missti ég meðvit- undina og datt af öxlum föður míns. Þegar ég rankaði við mér, fór hann með mig niður að bökkum Marne. Þar lágum við í grasinu langa lengi þegjandi. Þegar við komum aftur, fannst mér við sjá hvíta skugga- mynd bak við járngirðinguna — vofu ungu vinnukonunnar. En það var bara faðir Mare- haud í bómullartreyju og var að athuga þser skemmdir, sem bogagöng hans höfðu orðið fyr- ir, tígulþak hans, garðflötur- inn, blómabeðin, hin blóði

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.