Fálkinn


Fálkinn - 21.10.1963, Blaðsíða 17

Fálkinn - 21.10.1963, Blaðsíða 17
drfnu þrep og orSstír hans, sera beðið hafði hnekki. Ef ég virðist leggja of mikla áherzlu á slíkan atburð, þá er það af því, að hann sýnir betur en nokkuð annað hið undarlega tímabil stríðsins og sýnir hversu miklu meiri áhrif ljóð- rænan hafði á mig. ) III Við gátum heyrt fallbyssu- skotin. Það var barizt nálægt , Meaux. Það var jafnvel sagt, að einhverjir Uhlanbúar hefðu verið handteknir nálægt Lagny, fimmtán kílómetra frá okkur. Frænka mín hafði sagt sögu af vini, sem orðið hafði að flýja í byrjun, eftir að hafa grafið sardínur í garði hennar, og ég spurði föður minn, hvernig við gætum farið burt með allar gömlu bækurnar okkar, en mér hefði verið verst við að skilja þær eftir. En þegar við vorum að undir- búa okkur undir flóttann, sögðu blöðin okkur að hann væri til- gangslaus. Systur mínar fóru til J.... til að flytja særðum perukörf- ur. Þær höfðu fengið bætur, litlar að vísu, fyrir allar áætl- anir sínar, sem kollvarpað hafði verið. Þegar þær komu til J.... voru körfur þeirra næstum tóm- ar. Ég átti að fara í menntaskól- -ann Henri IV, en faðir minn ákvað að halda mér eitt ár í viðbót í sveitinni. Eina skemmt- un mín þennan leiðinlega vetur var að hlaupa á blaðasölustað- únn og kaupa Le Mot, blað, sem ,!þótti skemmtilegt og kom út á áhverjum laugardegi. Á þeim degi vikunnar fór ég aldrei tseint á fætur. s Vorið kom og fyrstu uppá- tæki mín gáfu því svip. Undir -því yfirskyni að fara í söfnun- 'i at'ferð, fór ég nokkrum sinn- !um þetta vor, klæddur í sunnu- dagssparifötin með unga konu *mér við hægri hönd. Ég bar söfnunarbaukinn og hún blóma- körfuna. Eftir seinni söfnun- ina, kynntu félagar mínir mig fyrir kostum þessara frelsisdaga sem höfðu fleygt mér í fang lítillar stúlku. Upp frá þessu flýttum við okkur á morgnana að safna öllu fé, sem tiltækilegt var, létum velgerðarkonuna hafa það um hádegi, og eyddum því, sem eftir var dagsins með þvi að reika um hæðir Chennevie- res. í fyrsta skipti átti ég vin. Mér þótti gaman að safna með syst- ur hans. í fyrsta skipti kom mér vel saman við dreng, sem var eins bráðþroska og ég sjálf- ur og dáðist jafnvel að fríðleik hans og óskammfeilni. Gagn- kvæm vanþóknun okkar á öðrum á okkar reki færði okk- ur jafnvel nær hvorum öðrum. Við álitum, að við einir værum færir um að skilja alla hluti, og loks, að við einir værum verð- ugir kvenna. Við álitum sjálfa okkur þegar fullvaxna menn. Við ætluðum ekki að skilja. René var nemandi við mennta- skólann Henri IV og ég átti að vera í hans bekk. Hann hafði ekki ætlað sér að lesa grísku, en mín vegna færði hann þá miklu fórn, að telja foreldra sína á að leyfa sér að lesa hana. Þannig myndum við alltaf vera saman. Þar sem hann hafði ekki lesið hana fyrsta árið, þýddi þetta einkakennslu. For- eldrar René skildu þetta ekki, því að árið áður höfðu þau látið eftir honum og samþykkt að hann þyrfti ékki að lesa grísku. En í þessu sáu þau hin góðu áhrif, sem ég hafði á hann, og ef þau þoldu hina félaga hans, var ég að minnsta kosti vinur, sem þau tóku góðan og gildan. í fyrsta skipti leiddist mér ekki einn dagur af leyfinu þetta ár. Ég lærði, að enginn getur flúið aldur sinn, og fyrir- litning mín bráðnaði eins og ís jafnskjótt og einhver kom fram við mig á þann hátt, sem mér fannst viðeigandi. Fyrsta daginn í skóla reynd- ist René óviðjafnanlegur leið- sögumaður. Þegar ég var með honum, varð allt að skemmtun og ég sem steig aldrei framar en nauðsynlegt var, þegar ég var einn, hafði ánægju af að ganga með honum tvisvar á dag frá Henri IV að Bastillestöðinni, þar sem við fórum í lestina. Þannig liðu þrjú ár án ann- arrar vináttu og án annarrar vonar um skemmtun en fimmtudagssamkvæmin — með litlu stúlkunum, sem foreldrar René útveguðu'okkur með því að bjóða vinum sona sinna og leikfélögum í te — og þessu litla, sem við hnupluðum frá þeim og þær hnupluðu frá okk- ur. IV Þegar góða veðrið kom, þótti föður okkar gaman að fara með okkur í langar gönguferðir upp í sveit. Ein eftirlætis leið okkar var til Omesson með því að fylgja Morbrasánni, fara yfir blómum vaxin engi, en þau blóm vaxa hvergi annars stað- ar og ég hef gleymt nafninu á þeim. Breiður af hrafnaklukku og myntu huldu staðinn þar sem vatnið átti upptök sín. Á vorin bar áin burt þúsundir rauðra krónublaða, sem höfðu fallið af trjánum. Sunnudag nokkurn í apríl Framhald á bls. 43.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.