Fálkinn


Fálkinn - 21.10.1963, Blaðsíða 19

Fálkinn - 21.10.1963, Blaðsíða 19
Þekkið þér Rigólettu? Ef þér gerið það ekki, vil ég gjarna kynna hana. Rigóletta var stúlkubarn, sem með útliti sínu einu saman fékk mann til að brosa. Hið kringluleita and- lit hennar var rautt eins og haustmáninn, hún var með stór og uppglennt augu og munnur hennar minnti á skurð- inn, sem ávaxtasalinn sker í melónu til að sýna, að hún er þroskuð. Hrokkinn hárlubbi flaksaðist aftur eins og hún gengi sífellt á móti vindi. Líkami hennar var eins og sófapúði sem var hertur saman í miðju, og fætur hennar voru traust- legir og hún var dálítið hjólbeinótt. Foreldrar hennar voru ávaxtasalar. Þau ráku verzlun sína á miðju blómatorginu, og hún gekk skínandi vel. Þau höfðu alið Rigólettu upp eins og yfirstéttarstúlku. Hún var ekki í búðinni, heldur drap tímann eins og ung dama, það er að segja með því að gera ekkert. Þér skiljið, ég þekki hana mjög vel og þér haldið kannski að það hafi verið eitthvað á milli okkar eins og maður segir, en það er ekki rétt. Við bjuggum nálægt hvort öðru, vorum jafn gömul og höfðum leikið okkur saman á Via Pettinari. Rigóletta hafði hjálpað mér dálítið þegar við vorum bæði sextán ára: Hún gaf mér appelsínur og epli, sem hún hnuplaði úr körfum föður síns, hún gaf mér einnig 100 lírur, sem ég.eyddi í bíóferð eða keypti mínar fyrstu síga- rettur fyrir. Nú þetta var barnaleikur — að minnsta kosti hvað mig snerti. Hvað Rígólettu viðkemur get ég ekki ábyrgzt, að hún liti svona á það, því að hún hafði óvenjulega hæfileika til að lifa í óska- draumum og horfa framhjá raunveruleikanum. Hún hafði tak- markalaust hugmyndaflug. Oft hefði ég viljað gefa mikið fyrir að vera í hennar sporum, að minnsta kosti að sjá heiminn einn dag eins og Rigóletta sá hann. Hver veit ef til vill hefði ég séð allt stækkað eða minnkað, útvíkkað skælt eða snúið eins og í speglaherberginu í Tívolí. í stuttu máli: Rigóletta leit alltaf út fyrir að vera ölvuð, ekki af víni, heldur af hinu mikla hugmynda- flugi sínu. í nokkur ár vann ég sem rafvirki, svo fékk ég gott starf í kvikmyndaverum, ég lifði mig alveg inn í þetta umhverfi og varð loks aðstoðarmyndatökumaður. Rigólettu sá ég aðeins stöku sinnum á Via Pettinari. Við vorum nú — þótt ég hefði alltaf vissan áhuga á henni — aðeins góðir kunningar. Morgun nokkurn, þegar ég var að vinna í vinnustofunni, kom vinur til mín og sagði með íbyggnu brosi: — Þú, Gigi, það er falleg stúlka að spyrja eftir þér. Þér getið örugglega skilið, að mér datt margt í hug því að maður hefur alltaf áhuga á fallegum stúlkum, þegar maður er ungur. Eftirvæntingin breyttist í skömmustutilfinningu, þegar ég kom auga á Rigólettu. Það var september, það var heitt, og hún var í hvítum, felld- um kjól með hertu belti, sem myndaði mikla andstæðu við hina brúnu, grófu húð hennar. Hinir kraftalegu, dökku, nöktu hand- leggir, sem voru loðnir eins og flauel, gátu komið inn hjá manni þeirri hugsun, að hún væri karlmaður, sem hefði dulbúið sig sem kona. Ég spurði aftur: — Hvað ertu að gera hér? Hún svar- aði: — Komdu, við skulum fara þangað, það er dálítið, sem ég ætla að segja þér. Við vorum úti milli kvikmyndatökusalanna. Kringum okkur voru tjöld úr tré, gipsi og pappír, sem átti að nota við töku á egypzkri mynd: hof með breiðum tröppum og súlur, en höfuð þeirra litu út sem nautshausar. Við fórum bak við eina af þess- um súlum og svo sagði hún: — Gigi, ég hef aldrei beðið þig um neitt áður — en nú verður þú að gera roér greiða. —- Hvernig greiða? — Kynna mig fyrir kvikmyndaframleiðandanum. — Hvers vegna það? — Ég hef heyrt, að hann sé að leita að leikkonu í myndina, sem hann ætlar að fara að byrja á, og ég er viss um, að hann ræður mig, strax og hann hefur kynnzt mér. Satt bezt að segja, þá varð ég svo undrandi, að ég í augna- blikinu vissi ekki yfirleitt, hverju ég átti að svara. Hún hélt áfram: — Hvað er að þér. Heyrðirðu ekki hvað ég sagði? Framhald á bls. 38. FÁLKINN 10

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.