Fálkinn


Fálkinn - 21.10.1963, Blaðsíða 26

Fálkinn - 21.10.1963, Blaðsíða 26
Eftir viku fékk ég skilaboð um, að ég ætti að fara heim klukkan hálf sex síðdegis. Klukkan fimm var ég klædd og tilbúin. Ég hafði þykknað meðan ég lá í rúminu og renni- lásinn á síðbuxunum komst aftur ekki nema hálfa leiðina. Ég fann til skjálfta, sem var sambland ótta og spennings. Það var þarna öruggt og vax- andi. Ég fór í regnkápu og bað um að fá að hringja. Það var Doris, sem svaraði. — Þetta er Jane Graham, sagði ég, ég var ekki viss um, hvað hún vissi og hvers konar móttökum ég gæti búizt við. — Ég kem heim í dag. — Já, einmitt. Það var in- dælt. Ég bað um að fá að tala við Toby. Ég'heyrði merkið fjórum sinnum. Hjarta mitt hagaði sér eins og ég væri að ganga fyrir dómara. Það leið nokkur stund áður en hann svaraði. — Góðan daginn, þetta er Jane. Ég get næstum ekki stun- ið upp orðunum. Það varð þögn, og ég gat heyrt hann draga djúpt and- ann. -—- Góðan daginn, sagði hann. „Ég kem heim í dag, eftir hálftíma. Mér fannst ég þurfa að hringja og skýra frá þvi. — Já einmitt, þakka þér fyr- ir. Það varð ný löng þögn. Ég andaði djúpt og það gerði hann einnig. Það var hræðilegt. — Verðurðu heima þá? spurði ég loks. Höndin, sem hélt um símtólið, skalf. — Ja, ég veit ekki, ég fer ef til vill út í kvöld, sagði hann k.æruleysislega. Svo kom annar tónn í röddina: — Ertu orðin góð? Áður en ég hafði svarað, sagði hann eins og hann væri reiður við sjálfan sig fyrir að hafa spurt: — Heimskulegt, annars hefðir þú ekki fengið að fara heim. Ég sótti í mig veðrið. — Elsku Toby, farðu ekki út. Ég vil að þú verðir þarna. Það kom ný þögn og svo sagði hann óstyrkur: — Allt í lagi. Röddin virtist fjarlæg, eins og hann hefði lagt hönd- ina yfir símann. — Hvernig hefur John það? — Ágætt. Það varð ný þögn og loks sagði ég: — Jæja, við sjáumst þá. — Já, sagði hann og bætti við kæruleysislega: — Hvernig ferðu heim? — í leigubíl. Við kvöddumst og ég fór og beið í forstofunni, þar sem jólaskrautið glitraði í litum. 26 FÁLKINN Tvær risastórar pappirsklukk- ur rauðar að lit hengu niður úr loftinu. Sjúkrahúsið og allt sem það táknaði var vin í hinni ömurlegu eyðimörk, þar sem ég varð að gera allt sjálf og ein. Nú þegar ég varð að yfir- gefa það, var ég hrædd. Bíllinn kom. Ég sat í horn- inu og varð daprari og daprari. Framundan voru alvarlegar ákvarðanir. Nú þegar ég hafði ákveðið að eiga barnið, varð ég að fara að skipuleggja. Nú þarfnast ég vinnu, sem ég gæti stundað í um fjóra mánuði — einhvers sem væri vel borgað, létt og snyrtilegt og meðal vinnufélaga, sem ekki litu neðar en í axlarhæð. Hið sorglega var það, að ég hafði enga löngun til að vinna. Ég vildi bara sitja með fæturna á skemmli og prjóna. Eg varð unrdandi þegar ég komst að því. Ég hlaut sannar- lega að hafa sætt mig við hugs- unina um barnið fyrst ég hugs- aði í alvöru um að sýsla með prjóna. Það var ekki um það að ræða. Ég varð að vinna og fá borgað fyrir það. Ég gat ekki lifað á rúmum hundrað pund- um. Bílstjórinn fylgdi mér upp stigann og ók þar næst leiðar sinnar. Ég stakk lyklinum í skráargatið og gekk inn. Á fjórðu hæð stanzaði ég, hurð Toby var opnuð og þarna stóð hann. Ég lagði frá mér töskuna, sem skyndilega var orðin mjög þung, og við stóðum og horfð- um hvort á annað. Hár hans var úfið, hinar löngu, mögru hend- ur héngu niður úr grænum erm- um flaueisjakkans eins og hann vissi ekki, hvað hann ætti að gera við þær. Skært ljósið var bak við hann, en ég gat samt séð skuggana í andliti hans. Þeir voru dekkri en nokkru sinni fyrr og ég gekk með þá fíflalegu flugu í höfðinu að ég gæti þurrkað þá út, ef ég stryki þá með fingurgómunum. Sam- tímis var ég svo þreytt, að mig langaði til að halla andlitinu að jakka hans og loka heiminn úti. Svo slokknaði ljósið og ég sá móta fyrir andiiti hans í skugganum. Ég gat ekki lengur séð andlit hans greinilega, nú var hann bara vera í dyragætt- inni, tákn heimkomu. Ég úti- lokaði staðreyndirnar og hugs- aði fíflalega; Ég treysti á ást- ina. En þegar ég tók utan um háls hans stóð hann bara án þess að hreyfa sig. Ég dró mig strax í hlé og stamaði: Mér þykir það svo leitt. Hann sagði hljómlaust: — Það þykir mér líka. Hann tók töskuna sína ag bar hana upp síðasta stigann, nam staðar fyrir utan dyr mín- ar og sneri sér að mér. Ég gat ekki horft á hann. — John hefur unnið dálítið í herberginu, sagði hann. — Hann fékk lykilinn hjá Doris. Hann hefur unnið þar hvern einasta dag, meðan þú varst í burtu. Hann vildi, að þetta kæmi þér á óvart, og ég segi sjö ára. Hélztu að ég væri jómfrú? Fyrst þetta kom fyrir með þér, hvernig gaztu þá haldið, að þetta hefði ekki getað kom- ið fyrir með öðrum? Og ef þú getur viðurkennt það, hvers vegna gerir barn þá hlutina verri? Barn getur verið afleið- ing einnar einustu nætur. Það gat verið afleiðing þess, sem skeði milli okkar, jafnvel þótt við hefðum aldrei séð hvort annað framar. Toby sagði lágt: — Ég veit, að það er ekki ing um réttlæti, það er spurn- ing um réttlæti, það er spunr strax frá því til að þú haldir ekki, að það sé, sem hef gert það. Ég vildi óska, að ég hefði fundið til eftirvæntingar, en mér stóð alveg' á sama, hvort John hefði notað vikuna til að breyta herberginu í kristals- höll. — Toby, sagði ég. — Nei, sagði hann. — Ég get ekki talað um það. — Hugsaðu þér, að það hefði verið þitt barn. Hefðir þú þá einnig litið á mig sem gleði- konu. — Haltu þér saman, sagði hann með undarlegri, hálf- kæfðri rödd. — Þú hlýtur að hafa vitað, að þú varst ekki sá fyrsti. Það virtist ekki skipta þig máli. Gaztu ímyndað þér, að það væri þá ekki satt? — Hvers vegna getum við ekki hætt að tala um það? — Af því að ég elska þig, sagði ég. — Og þetta er ekki réttlátt. Áður en við fengjum tíma til að íhuga þessa játningu, sem kom jafnvel mér á óvart, hélt ég áfram: —Ég er tuttugu og ing um tilfinningar. Þú berð barn annars manns undir belti. Það er allt, sem ég get hugsað um. Þú segist elska mig. Ég elska þig einnig. Hvernig myndi þér finnast það, ef ég segði þér, að til væri önnur stúlka, sem ætti von á barni með mér — önnur stúlka, ó- kunnug? Ef þú getur ekki skil- ið, að barn skipti miklu máii, þá get ég ekki útskýrt það fyr- ir þér. Hann reyndi að komast fram hjá mér niður stigann, en ég stöðvaði hann. — Elsku Toby, bíddu. Ef við elskum hvort annað, getum við ráðið fram úr þessu. — Hvað þá? Viltu að ég gift- ist þér? Þjáningarnar höfðu komið í hann beiskju, en það skildi ég ekki þá. Ég dó aðeins litlum dauða vegna orða hans og tóns. Ég dró mig í hlé og fann kuld- ann spertta út um líkamann eins og ég væri að deyja raun- verulegum dauða. Hann stóð kyrr augnablik, og svo sagði hann dálítið vingjarn- legar;

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.