Fálkinn


Fálkinn - 21.10.1963, Blaðsíða 36

Fálkinn - 21.10.1963, Blaðsíða 36
Kvenþjóðin Framhald af bls. 35. Appelsínuhorn. 250 g hveiti 200 g smjörlíki Börkur rifinn af appelsínu 35 g pressuger 3 msk. sykur 1 egg 1 dl köld mjólk Appelsínumarmelaði. Myljið 50 g af smjörlíki saman við hveitið, gerið mulið saman við, eggið látið út í ásamt sykri og rifnum berki. Vætt í með mjólkinni, deigið hnoðað. Deigið flatt út í fer- hyrning, sem afgangnum af smjörlíkinu er dreift á. Deigið brotið saman í fjóra hluta, flatt út á ný, endurtekið 3—4 sinnum. Ef sést í smjörlíki er kartöflumjöli stráð á. Að lokum er deigið flatt út í kringlótta köku, sem skorin er út í 10—12 þríhyrninga. Á efri hluta hvers þríhyrnings er látin 1—2 tsk. marmelaði, vafið upp í horn, sem sett er á smurða plötu, Vitið þér að . . . TEDDY-nælongallinn með Scott FOAM BACK er heitur í kulda og svalur í hita. Efnið andar, þ.e.a.s. lokar ekki inni útgufun lik- amans. Fást í verzlunum um Iand allt látið lyfta sér í um 20 mínútur tilbyrgt á volgum stað. Smurt með eggi eða rjóma, grófum sykri og ef vill möndlum stráð yfir. Bakað við góðan hita, 250° í um 8 mínútur. Bananaterta Framh. af bls. 34. Aprikósurnar lagðar í bleyti, soðnar með sykri, þar til þær eru meyrar, síið allan safa frá (hann er alltaf hægt að nota) og merjið aprikósurnar gegnum fínt sigti. Setjið þetta mauk innan í nýbakaða tertuna, rað- ið bananasneiðum ofan á. Sprautið ofan á með marengs, sett inn í vel heitan ofn 3—5 mínútur. Kaka þessi er góð volg. Fegurð og snyrting Framhald af bls. 34. hárbroddana. Vindið stórt hand klæði upp úr sjóðandi heitu vatni (hafið gúmmíhanzka á höndunum), bindið það síðan þétt um hárið. Því næst er útbúið gufubað fyrir hörundið: Hafið tilbúið 'stórt handklæði, hellið sjóðandi kamillutei í fat. Hyljið höfuðið vel með handklæðinu og festið það vel kringum fatið. Verið minnst 5 mínútur í þessu gufu- baði, að minnsta kosti þar til gufan perlar á andlitinu bæði til að mýkja hörundið og opna andlitsholurnar. Þegar búið er að þerra hör- undið vel, að gufubaðinu loknu, eru bómullarflögur vættar í heitri möndluolíunni og lagðar á andlitið (hafið olíuna eins heita og þér þolið). Vætið einnig bómullarhnoðra í kam- illuteinu og leggið þá yfir augun. Hvílizt svona að minnsta kosti í 10 mínútur. Fjarlægið bakstrana og farið yfir hörundið með sundurskor- inni sítrónu — notast má við annan ávaxtasafa. — Jafn- ið heillri eggjarauðu yfir andlitið. Núið jafnframt 2—3 eggjarauðum 1 hárið. Síið kainelluteið. Þegar eggjarauðan hefur verið nokkrar mínútur á hörundinu, er það þvegið fyrst með volgu vatni og síðan kamiljuteinu. Hörundið þerrað vel, síðan borið á það andlits- vatn. Vætið hárið með volgu vatni, svo hinar þurru eggjarauður blotni, og hárið þvegið og síðan skolað vel. Að lokum er hárið skolað með afgangnum af kamilluteinu. Þá er hárið til- búið til að vera vafið upp á rúllur. Sé hárið þurrkað með hárþurrku, er gott að bera feitt krem á hörundið. Það krem sem hörundið hefur ekki drukkið í sig, þegar hárið er orðið þurrt, er fjarlægt með tissue. Að þessum kúr loknum er hörundið skært og mjúkt, hárið gljáandi og lifandi. En þrátt íyrir að þessi árangur sjáist eftir bara eitt skipti, er sjálfsagt að endurtaka hann nokkrum sinnum. — Annars er þetta kúr, sem allar konur um fertugt og þar yfir ættu að framkvæma einu sinni í viku. Við þetta má bæta, að það tekur ekki margar mínútur að snyrta hendurnar jafnhliða, fyrst allt er við hendina, sem til þarf. Núið dállitlu af eggja- rauðunum inn í hendurnar einnig sítrónusafa og látið fingurgómana liggja ofan í möndluolíunni, meðan þér hvíl- ist með bakstrana. Þetta er engu tímafrekara, krefst bara dálítillar fyrirhyggju. Fyrst minnst er á tíma, þá á það ekki að taka nema rúman klukkutíma að framfylgja þess- um kúr. Þá skal grípa gæs Framhald af bls. 9. rostungstennur, allvænar. Hann tók það nú til ráðs, að hann sendi tennurnar tveimur smíða- högustu mönnum á landinu, og fékk þeim til forráða að gera af þeim lúðra. Þetta yrði' að vera listasmíð, fagurlega smíð- uð og skreytt af kunnáttu með hinum fegursta útskurði, sem smiðir hefðu hugvit til. Tveir prestar voru þá smíða- hagastir á íslandi. Voru það síra Ólafur Símonarson í Kálf- holti í Holtum og síra Filippus Jónsson í Selárdal við Arnar- fjörð vestra. Þeir smíðuðu báð- ir af tönnunum fagurskreytta lúðra, og mátti vart milli sjá, hvor væri fegurri að allri smíði og skreytingu. Voru þetta hinir mestu kjörgripir og vart meiri dýrgripir til eignar, þó víða væri leitað. Næsta vor sigldi Ögmundur Pálsson og varð sæmilega reið- fari. Hann náði til Noregs og fékk góðar viðtökur hjá fyrir- mönnum þar í landi. En þyngsti hjallinn var eftir, þar sem var að fá samþykki Kristj- áns Danakonungs til biskups- vígslunnar. Ögmundur varð vel vitandi þess, meðan hann dvaldi í Noregi, er hann hafði að vísu grunað áður, að óvinir hans höfðu afflutt hann mjög ,í konungsgarði, og að konung- ur yrði alls ófús að samþykkja biskupsvígslu hans, og í kon- ungsgarði myndi hans ekkert bíða annað en dauðinn. En Ög- mundur var ekki slíkur maður, að hann gæfist upp við svo bú- ið. Kjarkur og áræði skip- stjórnandans og óbilandi vilji, knúðu hann óhikað á konungs- fund, þó honum væri búin þar hin þyngsta hegning og jafnvel líflát. 3. í Kristján 2. tók konungstign í Danaveldi að föður sínum ■ látnum. Hann var þriðji kon-'- ungur Dana af Aldinborgarætt, en hún var að uppruna þýzk og situr enn við völd í Dana- veldi. Hann var mikill herkon- ungur og var síðasti Danakon- ungur, er réði yfir ríkjunum þremur, Danmörku, Noregi og; Svíþjóð. Hann var nýunga- gjarn um margt. Hann hafði* ungur orðið fyrir áhrifum frá borgarastéttinni, bændum og'- alþýðumönnum. Hann varð' svarinn andstæðingur aðalsý lénsvalds og klerka, en fyrst og fremst Hansakaupmanna, er réðu í þann mund mestu íf verzlunar- og viðskiptamálum Norðurlanda. Hann var hrifinn af hinni ungu borgarastétt, er í þann tíma var mjög í uppsigl- ingu til aukinna áhrifa á Vest- urlöndum í sambandi við auk- in viðskipti og verzlun eftir landafundina miklu. Kristján 2. fékk það hlut- verk ungur að fara til Noregs og setja þar niður deilur. Hon- um tókst það vel og varð síðar landsstjóri í Noregi um skeið. Um 1507 kynntist hann á dans- leik í Björgvin ungri hollenskri stúlku, er Dyveka hét. Hún var allra kvenna fegurst, og gædd’ óvenjulegum yndisþokka, svo að næstum minnti á gyðjur; fornaldar. Konungur varð' strax ástfanginn af hinni ungu' mey og með ráðum móður' hennar náði hann ástum Dyv- eku. Eftir að hann varð kon- ungur í Danmörku flutti hann' Dyveku hina fögru, frillu sína, með sér til Kaupmannahafnar og bjó henni veglegan og ríku-1 legan bústað á Hviteyri. Þang-; að heimsótti konungur hana og dvaldi þar langdvölum eftir1 vild. Hvert einasta mannsbarn í ríkinu vissi um ástir þeirra,’ og þótti sumum nóg um frillu- líf konungs. Sennilegt er, að konungi hafi1 verið næst skapi að gera Dyv- eku að drottningu sinni. En það var ekki leyfilegt. Fyrir- menn rikisins suðuðu sífellt í konungi, að hann yrði að fá sér drottningu af tignum ætt- 36 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.