Fálkinn


Fálkinn - 21.10.1963, Blaðsíða 37

Fálkinn - 21.10.1963, Blaðsíða 37
um, svo að hann eftirléti ríkinu erfingja. Það varð árið 1515 að kon- ungur fékk sér til drottningar Elísabetu af Habsburg, ætt- stóra konu. Hún var systir Karls 5. keisara, eins valda- mesta þjóðhöfðingja siðskipta- tímans. Þau eignuðust nokkur börn. En þrátt fyrir það hélt konungur uppi frillulífi sínu með Dyveku hinni fögru. Sið- ferðispostulum í ríki hans þótti nóg um, og ekki sizt klerka- stéttinni og aðlinum, sem voru svarnir fjandmenn konungs. Torben Oxe hét maður. Hann var ríkur lénsmaður, og hafði þegið tekjumikil lén af kon- ungi. Hann var hinn mesti skálkur og illmenni og lét ekk- ert tálma sig, ef hann ætlaði að koma vilja sínum fram. Svo bar við árið 1517, að Dyveka hin fagra, konungs- frilla, veiktist og lá á sóttar- sæng í nokkra daga. Torben Oxe greip þá tækifærið til að losa ríkið við hina fögru frillu konungs. Hann sendi henni nokkur kirsuber. Eftir að Dyv- eka hafði neytt berjanna lézt hún. Konungur varð þess brátt vís, að Torben Oxe var valdur að dauða hinnar fögru ástmeyj- ar hans, sem hann harmaði ó- stjórnlega. Konungur lét háls- höggva Torben Oxe opinber- lega í Kaupmannahöfn og varð hálfu verri eftir þessa atburði en nokkurn tíma áður í garð aðals og klerka. Móðir Dyveku, Sigbrit að nafni, hafði fylgt henni til Kaupmannahafnar. Hún varð brátt í miklum metum hjá kon- ungi og leitaði hann oft til hennar um ráð, því að hún var vitur kona. Eftir dauða Dyv- eku varð Sigbrit önnur hönd konungs til ráða í ríkinu. Hún réði öllu sem hún vildi ráða og er talið, að hún hafi að mestu séð um tollamál lands- ins. Þeir sem sóttu um embætti ill sigur og bar góðan ávöxt. Þau Sigbrit og Ögmundur lögðu á ráðin, hvernig hentug- ast yrði að ná fundi konungs, svo að fullur sigur fengist í málum biskupsefnis. Ögmund- ur gaf Sigbrit stórgjafir og þar á meðal annan lúðurinn góða. Dáðist hún mjög að lúðrinum, því að hún hafði glöggt auga fyrir listrænni smíði. Ögmund- ur hafði verið vitandi þess, þeg- ar hann lét sm,ða lúðrana, að Kristján 2. hafði mikið yndi af listasmíði, enda var hann undir áhrifum fornmenntastefnunn- ar, hvað áhrærði skoðanir á listum og listaverkum. Hafði konungur kynnzt slíku gegnum viðskipti sín við Niðurlönd. Hann var mikill aðdáandi Al- brechts Dúrers, málarans og myndskerans fræga, sem er einn af frumherjum forn- menntastefnunnar í iistum á Vesturlöndum. Þar kom máli þeirra Sigbrit- ar og Ögmundar, að frúin bað hann vera viðbúinn hvenær sem væri til að ganga á fund konungs. Hún ætlaði að gera honum viðvart, þegar hún teldi heppilegt, að hann hitti kon- ung. Liðu svo fram stundir um sinn. Svo rann upp sá dagur, að Sigbrit gerði Ögmundi boð, að hann mætti koma til fundar við sig og konung. Ögmundur var allra manna höfðinglegastur og þekkilegur ásýndum. Hann var bleikhærður og fagureygður, augun blá, smá og snör. Hann var manna karlmannlegastur á vöxt og limu, stór vexti og spengilegur. En í dagfari var hann allra manna hirðulausast- ur um klæðnað sinn, og var venjulega heldur tösulega klæddur, eins og títt er um skapmikla og einbeitta menn. Þegar Ögmundur hafði feng- ið boðin frá Sigbrit, klæddist hann hefðarbúnaði, og í það eina sinn á allri ævinni kenndi hann geigs nokkurs, er hann átti að ganga á fund Kristjáns konungs. Varð honum þá það til ráðs, þrátt fyrir að með því bryti hann klausturheit sitt, er hann hélt í miklum heiðri, að hann lét færa sér vín og drakk af þrjá sopa, og munu soparnir ekki hafa verið smáir, enda gerðir að tölu og til fulltingis í minningu heilagrar þrenning- ar guðdómsins. Að því búnu fór hann á fund konungs og var fús að taka því sem að höndum bæri, hvort heldur væri biskupstign eða líflát. Framhald á næstu síðu. í konungsgarð, urðu að koma sér vel við Sigbrit og gefa henni stórgjafir til að mýkja skap hennar og fá hana til að tala máli sínu við konung. Var Sigbrit því voldugasti maður Danaveldis og réði mestu um mörg mál, sem miklu skiptu. Þegar Ögmundur Pálsson kom til Kaupmannahafnar, fór hann fljótlega á fund Sigbritar og kom sér í mjúkinn hjá henni með gjöfum vegleg- um. Tókst honum með glæsi- mennsku sinni og hofmann- legri framkomu, að komast svo í vinfengi við Sigbrit, að hún hét honum fullum styrk til að fá samþykki konungs til bisk- upsvígslunnar. Þetta var mik- RAÐ S Ó FI húsgagmarkitekt SVEINN KJARVAL litið & húsbúnaðinn hjá húsbúnaði « « « EKKERT HEIMILIÁN HÚSBÚNAÐAR SÁMBAND HÚSGAGNAFRAMLEIÐENBA laugavegi 26 simi 209 70 FALKINN 37

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.