Fálkinn


Fálkinn - 21.10.1963, Blaðsíða 38

Fálkinn - 21.10.1963, Blaðsíða 38
Þegd. ■guiUiiviui kom á kon- ungsfund, féll hann honum til fóta, og gaf líf sitt og eignir í vald hans, og rétti honum lúð- urinn góða. Konungur tók þeg- ar lúðurinn, og rétti Sigbrit hann, og spurði hana, hvar hún heíði séð slíkan grip. En hún duldi ekki hins sanna og sagð- ist séð hafa. Konungur rengdi hana og var allsófús að trúa. Þráttuðu þau um þetta góða stund. Kom loks þar, að þau veðjuðu. Að því búnu brá Sig- brit hinum lúðrinum á loft og greindi frá, hvar og hvernig hún hefði fengið hann. Studdi hún síðan fast mál Ögmundar við konung og samþykkti hann biskupsvígslu hans 30. maí 1521. Ögmundur Pálsson gekk Kristjáni konungi algjörlega á hönd, og hét að styrkja um- boðsmenn hans í hvívetna, þar sem ekki yrði gengið á hlut kirkjunnar. Jafnframt fékk hann konung til að samþykkja að hlífa bændum við fjölmenn- um yfirreiðum valdsmanna og láta helmingadóm ganga, jafnt presta og lögréttumenn, ef sannaðist á biskup jarðakaup til kirkjunnar undan konungi. Eftir þetta fór Ögmundur til Noregs, þar sem hann hlaut biskupsvígslu um haustið. Dróst biskupsvígslan úr hömlu, vegna þess, að í þenna mund var ófriðvænlegt milli Noregs og Svíþjóðar. Varð biskup því enn að eiga vetrarsetu utan lands. Vorið eftir sigldi Ög- mundur biskup frá Björgvin til íslands. Hreppti hann hina mestu hrakninga, og ef til vill hefur aldrei reynt eins á skip- stjórnarhæfileika hans og sigl- ingarþekkingu og í þeirri för. Eins og kunnugt er, varð Ög- mundur Pálsson einn atkvæða- mesti biskup, sem setið hefur Skálholtsstað. Hann var hvor- tveggja í senn mikill höfðingi Illadið DA€IJR er víðlesnasta blað, sem gefið er út utan Reykjavíkur. BLAÐIÐ DAGUR, Akureyri. Áskritasími 116 7. 38 FÁLKINN og mikill stjórnandi. En hið stórbrotna skap hans og ein- hliða sjónarmið urðu honum að vissu leyti að falli, þó að hann léti aldrei bugast að fullu. Heimildir: Biskupaannálar, Saga Islendinga, Menn og menntir, Is- lenzkt Fornbréfasafn, Islenzkar æviskrár, Dansk Biografisk Lexi- kon og Danmarks Historie. Rigoletta Framh. af bls. 19. Ég stamaði út úr mér: — Jú, jú, ég heyrði það — þú vilt verða kvikmyndaleikkona. — Alveg rétt. Margar stúlk- ur, sem alls ekki standa mér á sporði fara í kvikmyndirnar, hvers vegna skyldi mér þá ekki takast það. Auk þess hef ég mikla framsagnarhæfileika. — Er það? — Já, það getur þú verið viss um. Og sjáðu hérna. Ég hef tekið með myndir. Ljós- myndari, sem vinnur fyrir stjörnurnar, hefur tekið þær. Hún tók um tíu myndir upp úr töskunni og sýndi mér þær. Hugsið yður bara: Hún hafði látið mynda sig í baðfötum, aðeins andlitið var á nokkrum myndanna, allur líkaminn á öðrum. Það voru einnig mynd- ir, þar sem hún teygði úr sér endilangri á teppi í djörfum stellingum með hárið úfið, hönd á höku, brjóstin þrýst niður að gólfi og þunglyndis- legt augnaráð. Ég var virkilega skelfdur. Og þar sem ég vissi ekki, hvað ég átti að gera, tók ég um handlegg hennar og sagði: — Geymdu þessar myndir, það er ekki ég sem á að sjá þær, heldur framleiðandinn. Hún sendi mér ástleitið augnaráð: — Taktu þessa hönd burtu. Undrandi hlýddi ég og hún hélt áfram: — Það er alveg skýrt, að þú gerir mér þennan greiða ó- keypis. Án „borgunar", sem annars er venja meðal kvik- myndafólks? Ég svaraði rugl- aður: — Það er auðvitað á hreinu — án borgunar — alveg ó- keypis Ég reyndi að sannfæra hana um, að framleiðandinn væri svo önnum kafinn, að hann gæti ekki tekið á móti henni, að það væri sem stæði ekki verið að vinna við kvikmyndun, að það væri kreppa í kvikmynda- iðnaðinum o. s. frv. Ég talaði fyrir daufum eyrum. Hún hlust- aði á mig og sagði svo: — Kynntu mig bara fyrir fram- leiðandanum, hitt sé ég um. Eg spurði: — Setjum nú svo, að hann hafi ekki tíma, hvað ætlar þú þá að gera? — Ég bíð. —• Einnig ef það verður ekki fyrr en í kvöld? — Þá bíð ég þangað til í kvöld. — Og hvar ætlar þú að borða? Hún svaraði mjög eðlilega: — Hér í mötuneyti kvik- myndafélagsins, ég býð. Svo varð það úr, að ég í hreinni örvæntingu fór yfir á skrifstofu framleiðandans. Parodi þurfti ekki að taka á móti mörgum þennan morgun, og ég fékk strax viðtal hjá honum. Hann er maður á miðj- um aldri, góðviljaður og vitur. Hann þekkti mig og féll vel við mig — að svo miklu leyti sem ég vissi. Þess vegna spurði hann mig einnig strax án þess að líta upp frá skrifborðinu, sem hann sat við: — Nú, Rin- aldi, hvað er um að vera? Og ég svaraði: Það er bara ung stúlka, vin- kona mín, sem vill komast í kvikmyndirnar. Hún vill láta kynna sig fyrir yður. Hann tók eitt af hinum mörgu símatól- um, talað augnablik og sagði meðan hann skrifaði niður at- hugasemd: — Það er i lagi, sendið hana hingað í kvöld klukkan átta. Ég hélt áfram: — Signor Parodi? Án þess að líta upp spurði hann: — Já? Ég ætlaði að fara að segja: Ég vil helzt ekki bera ábyrgðina, því að stúlkan er hræðileg, þér hafið enga hug- mynd um... En mig skorti kjark, svo að ég sagði bara: — Ekki neitt. Ég ætlaði bara að segja, að hún heitir Rigó- letta. í þetta sinn leit hann brosandi upp til mín: — Hún er víst ekki krypplingur líka? Eins og hann er í óperunni .. — Nei, ekki beinlínis kryppl- ingur, tautaði ég og hvarf. Ég var í slæmu skapi og vann til klukkan eitt, þá hætti ég og fór yfir til Rigólettu, sem beið mín í bar mötuneytisins. Ég var töluvert dapur, einnig af því að ég eins og venjulega vildi borða með Santinu, ungri aðstoðarleikkonu, sem lék í egypzku myndinni og var góð vinkona mín. Ekki það, að ég óttaðist að Santina yrði af- brýðisöm út í Rigólettu, Þótt maður geti á þessu sviði aldrei verið öruggur með konur, það var fremur það, að Santina hafði ormstungu — ég vildi ekki að hún móðgaði Rigólettu, sem mér var svolítið hlýtt til þrátt fyrir allt. Ég hafði vonast til að hitta Santinu áður, svo að ég gæti útskýrt málið fyrir henni, en það tókst ekki. Um leið og Rigóletta kom auga á mig, hljóp hún áköf á móti mér og spurði: — Hefurðu talað við framleiðandann? — Já, ég hef talað við hann, hann vill taka á móti þér í kvöld klukkan átta. Samtímis kom Santina í slopp, hún var bláeygð og and- litið var hulið rauðum farða. — Eigum við að fara og fá okkur að borða, Gigi? Ég hafði engin ráð önnur en kynna þær: — Santina, ég vildi gjarna, kynna þig fyrir vinkonu minn... — Með ánægju, hvað heitir unga stúlkan? Ég vildi ekki segja naf-nið, en hún svaraði sjálf: — Ég heiti Rigóletta. — Rigóletta! — Já, hvað með það? Líkar yður ekki við nafnið mitt, spurði Rigóletta, er við geng- um inn í matsalinn. — Það hef ég ekki sagt, svar- aði Santina. Við settumst í mat- salnum, og litlu síðar kom hóp- ur leikkvenna, sem léku í egypzku myndinni. Stjarnan okkar, Luciana Lucentini, sem væri nærri því eins falleg og hún var fræg, tvær aðrar minna þekktar leikkonur, en einnig mjög fallegar og nokkrar að- stoðarleikkonur, og með þeim komu nokkrir leikarar. Þeir voru með dökkan farða á and- litinu, þar sem þeir léku forna Egypta. Leikfólkið var klætt að sið hinna fornu Egypta. Til að leiða athygli Santinu og Rigólettu frá hvorri annarri benti ég á stjörnurnar og sagði: — Sjáðu Rigóletta, þetta er Lucentina, ég vildi veðja, að þetta er í fyrsta skipti, sem þú sérð hana raunverulega. Rigóletta leit þangað og sagði svo um leið og hún fitjaði upp á trýnið: — Veiztu hvað ég verð að segja, að hún hefur slæmt útlit. Hún er ekki heldur nein fegurðardís á kvikmynda- tjaldinu, en svona í nálægð — í sannleika sagt, er hún hreint og beint hræðileg. — Er það satt? spurði Sant- ina. — Finnst yður hún ljót? Hver finnst yður vera falleg? Kannski þér sjálfar? Ekki? Hvernig þá? Rigóletta er dálítið tungu- lipur. Hún hristi höfuðið og sagði: — Að minnsta kosti er ég ekki með svona lítil augu

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.