Fálkinn


Fálkinn - 25.11.1963, Blaðsíða 6

Fálkinn - 25.11.1963, Blaðsíða 6
Baksíðukeppnin i amiiiBi.'.—MMi— í dag birtist seinni hluti baksíðukeppni Fálkans, en fyrri hlutinn birtist í 32. tölublaði þessa árgangs. Birtar eru myndir af 8 baksiðuauglýsingum, sem birzt hafa á þessu ári hér í blaðinu, og eiga lesendur að segja til um, hver aug- lýsingin sé bezt að þeirra dómi. Álit sitt eiga þeir að láta í ljós á seðli þeim, er hér fylgir með, og senda hann blað- inu fyrir jól. Það fyrirtæki, sem á beztu auglýsinguna að dómi lesenda, fær ókeypis baksíðuauglýsingu snemma árs- ins 1964. Meðal þeirra lesenda, sem velja beztu auglýsing- una, verður dregið um verðlaun, myndavél frá Hans Peter- sen, fyrir 2000 krónur. BEZTA BAKSÍÐAN AÐ ÞESSU SINNI EB AÐ MÍNUM ÐÓMI FRÁ: NAFN: HEIMILI. AYÆJn §nyrtivörnr alltaf fyrirliggjandi. Athugið bláu línuna Kremið er sérstaklega ætlað fyrir viðkvæma húð. Regnboginn Bankastræti 6 — Sími 22135. Sendum í póstkröfu um land allt. G FALKINN Leiðinleg saga. Pósthólf Fálkans, Reykjavík. Um daginn var í blaðinu þáttur eftir einhvern sem kall- aði sig Snabba. Mér þótti þetta heldur leiðinlegur þáttur Senni- lega hefur maðurinn sem skrif- aeði hann ætlað að vera snið- ugur en það brást honum alveg. Við þennan þátt var ekkert sniðugt og hann var það sem kallað er „tóm vitleysa.“ Þetta vildi ég láta Snabba vita. E. B. Um bjórinn. Kæri Póstur. Fyrir nokkuð löngu síðan las ég bréf í Pósthólfinu frá ein- hverjum sem gerði bjórinn sterka að umræðuefni. Ekki man ég nú efni bréfsins sem mér þótti heldur ómerkilegt en minnir að hann hafi heldur verið honum hlyntur. Ég vil gjarna skjóta hér nokkrum orðum að í þessu móli og get þá byrjað á byrj- uninni, að ég er andvígur sterkum bjór. Það hefur verið nefnt sem rök í þes^u máli að aðrir þyrftu ekki að drekka bjór en vildu og eins hitt að allar þjóðir hafi sterkan bjór nema við. Þessu seinna vil ég svara á þá lund að ekki þurf- um við að taka allt upp eftir öðrum þjóðum og af tvennu er ég stoltur af að við höfum ekki sem aðrar þjóðir: Bjórinn og hnefaleikana. Um það fyrra vil ég segja það að margir munu byrja hála braut á bjórnum þó þeir hafi ekki ætlað. Læt ég svo útrætt um þetta mál. Með beztu kveðju. Einn á móti bjór. Svar: Um þetta mál eru mjög skiptar sJcoOanir og viO viljum gjarna birta bréf um þetta mál. Loka Austurstræti fyrir bíla umferð vissan hluta dagsins. Kæri Fálki. Víða erlendis er mér sagt að um mesta annatíma dagsins sé mestu umferðagötunum lokað fyrir bílaumferð. Þetta finnst mér að ætti að taka upp varð- andi Austurstræti. Það eru orð- in hreinustu vandræði að fara þar ferða sinna um mesta annatímann bæði fótgangandi og eins í bílum. Það ætti sam- kvæmt mínu viti að loka fyrir bílaumferð í Austurstræti á tímanum 16.00 til 18.30. Reykvíkingur. Blaðaverkfall. Kæri Póstur. Eitt það versta við að dag- blöðin koma ekki út er að mað- ur veit ekki hvaða myndir eru í bíó. Annað hvort verður mað- ur að hringja í öll bíóin sem er bæði tafsamt og talsverður kostnaður, ellegar maður verð- ur að hlusta á tilkynningar í útvarpinu, en það er nú með það að kvikmyndahúsin aug- lýsa °kki alltaf myndirnar. Þetta er leiðinda ástand og mér finnst að kvikmyndahúsin ættu að bæta úr þessu með einhverjum hætti. En með hvaða hætti er mér ekki ljóst. Bíómaður. Börn með þunga byrði. Kæri Fálki. Það er algengt að fólk sendi börn á unga aldri fyrir sig í verzlanir og auðvitað er ekkert við það að athuga, þegar það er innan vissra takmarka. En það er heldur leiðinleg sjón að sjá þessa litlu anga rogast með þungar byrðar heim úr verzl- unum. Þetta er mál sem barna- verndanefnd ætti að láta til sín taka. Þetta hlýtur að vera óhollt börnunum. Maður í nágrenni verzlunar. AHtof langur háls. Kæri Fálki. Hvað á ég að gera? Ég er með svo langan háls. Getur þú ekki gefið mér einhver ráð við þessu. Þetta hefur oft valdið mér talsverðum vandræðum að ég tala nú ekki um áhyggjurn- ar. Ég vona að þú svarir mér sem allra fyrst. Stína. Svar: ViO kunnum engin ráö til aO stytta á þér hálsinn Stína mín enda sjáum viö ekki ástœöu til þess. ViO flettum upp l ný útkom- inni Tízkubók og lásum þetta um langan liáls: „Þá eruö þér ham- ingjusöm. Aö undanteknu háu, grönnu vaxtarlagi, er ekkert eins áhrifaríkt til sköpunar eftirsóttu svipmóti fyrirscetunnar, — aO þvi tilskildu aö þér látiö liálsinn sjást, en hyljiö hann ekki meö klastri." Og ef þú trúir okkur ekki þd skaltu bara kaupa þér Tízkubók- ina og lesa sjálf. Og þarna séröu aö þaö er ástceöulaust aö vera meö áliyggjur út af svona löguöu þvl raunverulega átt þú aö vera liamingjusþm.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.