Fálkinn


Fálkinn - 25.11.1963, Blaðsíða 7

Fálkinn - 25.11.1963, Blaðsíða 7
Nokkur orð um hraða bifreiða. Vikublaðið Fálkinn, Pósthólfið, Reykjavík. Það er oft verið að tala um hinn hættulega hraða akstur og ég ætla ekki að fara að mæla honum bót — síður en svo. En það er annað sem ég ætla að benda á eða réttara sagt minna á. Og það er að hægur akstur úti á þjóðveginum í mikilli umferð er ekki síður hættulegur en sá hraði. Og þetta ættu menn að hafa hug- fast. Að aka ekki svo hægt úti um þjóðvegi að miklar „bíla- lestir“ safnist fyrir aftan þá. Bílstjóri. Hvers vegna eru bréfin ekki birt? Kæri Fálki. Eitt af því sem ég les alltaf í blaðinu er Pósthólfið. En mér finnst það heldur leiðin- legt þegar bara eru birt svörin en ekki bréfin. Hvers vegna birtið þið ekki bréfin líka? Lesandi. Evar: Til þess liggja ýmsar ástæður og oftast ]>ær aö bréfritari biöur um aö bréf hans sé ehki birt héldur aöeins svarið. Samræður í kvikmyndahúsum. Kæri Póstur. Heldur er það hvjmleiður ósiður sem sumir hafa að vera alltaf símasandi meðan á sýn- ingu í kvikmyndahúsunum stendur. Þetta eyðileggur myndirnar fyrir manni að meira eða minna leyti. Það hef- ur iðulega komið fyrir að ég hef gengið af sýningu vegna þessa. Það væri án efa vel þegið ef einhver fyndi ráð til að koma í veg fyrir þetta. H. K. Svar: Vissulega er þetta stundum hvimleitt en hitt ber aö jdta aö stundum md lieyraskemmtilegar hvíslingar og sögur í þessum sam- ræöum. Og fyrst þér er þetta svona mikiö kappsmál ættir þú aö finna ráöiö sjálfur en ekki aö hehnta þaö af öörum. Nafn sitt á prent. Háttvirta blað. Ég skrifa ykkur ekki þetta bréf til þess að fara að skamm- ast neitt eða vera vondur held- ur til þess að sjá nafnið mitt á prenti. Ég heiti Jón Ólafsson og á heima fyrir austan. I mörg ár hefur mig langað til þess en ekki haft dug í mér fyrr til að koma þessu í verk. Að lokum bið ég vel að heilsa ykkur og vona að þið birtið þetta bréf. Jón Ólafsson. Svar: Þd séröu nafniö þitt á prenti Jón ölafsson. Svar til Ölu: Þaö er greinilegt aö strákurinn vill ekkert meö þig hafa og þess vegna skaltu ékkert vera aö elt- ast viö hann meira. Meö þvl aö vera aö þessum slfellda eltingar- leik viö hann gerir þú liann leiöan í skapinu og þig enn þá óham- ingjusamari. Holdið er veikt. Kæri Fálki. Nýlega hafið þið byrjað með framhaldssögu sem heitir Hold- ið er veikt. Getur verið að kvik- mynd, sem gerð er eftir sög- unni hafi verið sýnd hér áður eða er þetta vitleysa? Pálína. Svar: Nei, þetta er ekki vitleysa hjá þér. Þessi mynd var sýnd hér fyrir nokkrum árum. Þessi mynd var kynnt i einum kvikmyndaþættin- um hér í blaöinu i sumar og þar getur þú fengiö allar upplýsingar um hana. Breyttur heimsóknartími á fæðingardeildinni. Háttvirta blað. Ég ætla að skrifa ykkur nokkrar línur og koma á fram- færi hugmynd um breyttan heimsóknartíma á fæðingar- deildum. Tökum sem dæmi heimsóknartímann að kvöldinu, hann er frá klukkan 20.00 til 20.30. Þetta er frá mínum bæjardyrum séð alltof seint t. d. á laugardögum. Það væri held ég mjög heppilegt að færa hann fram. M. L. K. Svar: Viö vitum ekki hvaöa forsendur liggja fyrir þessum tíma en áreiö- anlega er þetta hagkvæmasti tlm- inn. Viö getum nefnt eitt dæmi og þaö eru þeir menn sem vinna til klukkan sjö eöa rúmlega þaö. Fyrir þá er þetta hentugur tími. Og hvaö laugardeginum viökemur þá er lwegt aö byrja aöeins seinna. Er þaö ekkif Svar til Doddu: Þú skalt bara sitja og vona aö þetta lagist af sjálfu sér. Ef þaö gerir þaö ekki þá snúöu þér bara annaö og vonandi gengur þér betur þar. En minnstu þess þá aö fara varlega í sakirnar og sýndu einhverja þolinmæöi, aö minnsta kosti einhvern vott. GINSBO úrin eru stílhrein og fögur, nýtízku úr í gæftaflokki. Biðjið um verðlísta. Kaupið úrin hiá úrsmið. FRANCH MICHELSEN úrsmíðameistari Laugavegi 39, Reykjavik. — Kaupvangsstræti 3, Akureyri. FÁLKINN 1

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.