Fálkinn


Fálkinn - 25.11.1963, Blaðsíða 14

Fálkinn - 25.11.1963, Blaðsíða 14
Hvemig haldið þið að þaS sé aS koma heim til konu, sem maSur er búinn aS vera kvæntur í 26 ár — og hefur ckki séS í langan tíma í þokkabót — og segja henni aS maSur sé búinn aS eignast bam meS annarri konui1 Ánthony Quinn veit þaS. Hann dvaldist um tíma í Róm til aS finna lausnina á vandamáli sínu. Hann á mjög hamingjusamt heimili í Ameríku og fjögur börn meS konunni. 1 Ítalíu hiti hann unga og fjöruga stúlku, sem fyrir nokkrum mánuSum síSan fæddi honum fallegan c’reng. Hér segir hann okkur um baráttu sína um soninn, I rancis. Quinn má velja á milli tveggja fjölskyldna. , HONUM VAR Við erum stödd í Péturskirkjunni í Róm. Klukkan er tiu v m morguninn og það er maí 1963. Skírnarathöfnin er liðin. 1 aðirinn, dökkur á brún og brá, heldur á barninu. Móðirin i iga strýkur nokkrar ósýnilegar hrukkur úr kjólnum. Hún : .ynir að brosa til mannsins. Presturinn færir hægt og virðu- 1 ga inn í bókina: Francis Daniel sonur Anthony Quinn, banda- í sks borgara, og fröken Jolanda Addalori, ítalsks þegns. Þetta gæti hafa verið hamingjusamlegur endir í amerískri ’ ,'ikmynd. Og nú ætti orgelið að byrja að spila, og að síðustu . »ti maður að sjá hina hamingjusömu fjölskyldu standa úti ; kirkjutröppunum í sólarljósinu. Já, það gæti hafa verið... en þetta atriði er hvorki ætlað 'khúsum eða kvikmyndum. Þetta er saga úr hinu raunveru- ga lífi. Anthony Quinn er eiginmaður frú Katherine Quinn, m er svikna eiginkonan, og áhugaleikkonan Joland Addolori ■ ástmey og Francis Daniel er sonur fæddur utan hjónabands- s Og svo í aukahlutverkum eldri börn Anthony Quinn, og svo karar og blaðamenn. Það er ekki létt verk að koma heim konu sinnar og segja henni að maður sé búinn að eignast -n með annarri konu. Og ef satt skal segja, var ég búinn hugsa mikið um aðrar leiðir, áður en ég afréð að gera þetta. hetta er Antony Quinn sem segir þetta í viðtali við blaða- nn, — maður sem er þekktur fyrir að segja aldrei neitt í einkalíf sitt. Hann talar hægt og fallegt mál, og lætur g greinilega skilja að ég sé ókunnug manneskja og hann neyddur til að segja eitthvað um þetta mál. Ég vil að þér ið, byrjar hann mál sitt, — að ég flý aldrei frá því sem hef gert. Ég ber minn hluta. En ég veit líka að þetta er iiðara fyrir suma en mig, ekki sízt fyrir börn mín og konu í Ameríku og kannski líka fyrir Francis litla. En ég hef ekki hugsað mér að láta nekkurn — sérstaklega ekki blöðin — gera þetta helmingi verra fyrir þeim. Fyrst var ég að hugsa um að gefa barnið, heldur hann; rólega áfram, — þetta er jú leið, sem fólk grípur oft til. En ég tilheyri ekki þessari manntegund. Ég hefði aldrei getað haldið út hjónaband mitt ef ég hefði haft það á samvizkunni' að ég hefði gefið minn eigin son. Svo var líka önnur leið, sit að kaupa Jolands til að þegja. Ég á nóga peninga svo að ég" hefði getað gert það. En ég vildi einfaldlega ekki missa barnv mitt. Ég vildi ala það upp og elska það eins og börnin mín fjögur. Og samhliða því vildi ég ekki fyrir neinn hlut i heimr inum skilja við Katherine, eiginkonu mína. Þá sá ég líka fram á að ég yrði að segja konu minni allt.' Svo ég fór heim. Og sagði henni allt sem hafði skeð. Ég sagði við hana að hún gæti skilið við mig, ef hún vildi, ég skyldi lofa að sjá vel fyrir henni í framtíðinni. Eða, sagði ég með örlítilli von í röddinni, að þú viljir samt sem áður halda þetta út með mér og drengnum! Ég sýndi henni myndir af honum og sagði að þetta væri myndar drengur. Ég reyndi að afsaka mig svolítið. Og talaði um hversu slæmt það væri fyrir mann að vera lengi í burtu frá konu sinni, eins og ég hafði verið síðustu árin. Kvikmyndin Barabbas var tekin í Róm, og Kanonene í Navarone á Rhodos. Það var við tökuna á myndinni Barabbas, þegar mér fannst ég vera mjög niðurdreginn, að ég mætti henni, hinni konunni — Jolanda, hinni ljósu, brosandi og lífsglöðu Ítalíustúlku, sem starfaði við kvikmyndina. Það skapaðist mjög sterkt samband á milli okkar. Og það var eitt- hvað svo dásamlega styrkjandi að hún skyldi aldrei biðja mig um að velja á milli sín og fjöl- skyldu minnar í USA — ekki einu sinni þegar hún komst að því að hún væri með barni. Hún skildi, að hjónaband sem búið er að standa yfir tuttugu og fimm ár, getur ekki strokast út. Allt of margar minningar og sterkar tilfinn- ingar binda mig við Katherine. Hún hafði fætt mér fjögur börn, og alið þau upp og hjálp- að mér við vinnu mína og gegnum alla erfiðleika mína í lífinu. Ég útskýrði í lokin fyrir Katherine að ég væri ekki stoltur yfir þessu sem ég hafði gert, þvert á móti — en ég væri hamingjusamur yfir að hafa eignast þetta barn. Konan mín svaraði mér engu. Hún sat aðeins og hugsaði. En ég sá að hún var djúpt særð. Enda var mikið erfiði að segja börnunum þetta. Sonurinn Duncan, 18 ára og dæturnar Christine, 21, Kathy, 20 . ; Valentina, 10. Drengurinn er svo sætu', sagði ég við Duncan. Pabbi, sagði hann. — Ég hef alltaf óskað að ég ætti bróður. Fólk segir að þetta mál komi til með að skaða mannorð mitt. Því trúi ég ekki. En ef svo fer, þá er mér alveg sama. Það mikilvægasta er, að syni manns finnist hann velkominn í þenn- an undarlega heim. Ég veit sjálfur hvað það er að alast upp, án þess að eiga föður. Sonur minn skal aldrei þurfa að kynnast því. ,• Hver er þessi Anthony Quinn eiginlega sem vill gefa allt — jafnvel fjölskyldu sína og mannorð — fyrir einn son sem fæddur er utan hjónabandsins? Hann fæddist í miðju mexi- kanska borgarastríðinu. Faðir- inn var írskur, móðirin mexi- könsk. Stríðið reyndist bæði langvarandi og blóðugt, og fjöl- skyldan neyddist til að flýja yfir landamærin til Californíu. Þar var rólegra en ekki betra. Þau fengu engan stað til að búa á. í þrjú ár urðu þau að sofa undir berum himni og borða ávexti. Og þegar faðir hans varð fyrir bíl og dó, varð Anthony að fara að bjarga sér sjálfur. Hann var þá níu ára gamall. Þegar hann var sextén ára gamall var hann orðitin hnefaleikari. Peningana, se-n hann fékk fyrir atvinnuna, not- aði hann til að uppræta með- fædda málheltu. Það gekk ekki mjög vel, hann var neyddur til að fara í málaskóla til að læra málið að nýju. Og til þess hafði hann ekki peninga. Hann leysti samt vandamál 3 með því að fá sér atvinnu se: r umsjónarmaður við þennr i málaskóla. Og í stað þess ; 3 fá laun fékk hann ókeypis tím a í skólanum. Anthony varð brátt afar vinsæll í skólanum, og þar fékk hann meðal annars sitt fyrsta leikhlutverk í skólaleik- riti. í lok skólans þóttu skólaleik- ritin alltaf merkilegust. Því þá var nefnilega fenginn lærður leikstjóri til að stjórna og val- inn bezti leikari ársins. Og leikari ársins varð að þessu sinni valinn Anthony Quinn — ums j ónarmaður. Árið 1937 giftist hann Kathe- rine de Mille, dóttir hins heims- kunna Cecil de Mille. Hjóna- band þeirra hefur lengi verið frægt fyrir að vera hið ham- ingjusamasta í Hollywood. Tengdafaðir hans kom honum Framhald á bls. 31. 15 1 FALKINN FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.