Fálkinn


Fálkinn - 25.11.1963, Blaðsíða 17

Fálkinn - 25.11.1963, Blaðsíða 17
Á einni sekúndu breyttist öll afstaða hennar, og án þess að stanza til að velta vöngum yfir næturheimsókn minni, ,hróp- aði hún: „Vesalings elskan mín! Þú færð kvef! Háttaðu fljótt! Hún hljóp til að skara í eld- inum í dagstofunni. Þegar hún kom aftur inn í svefnherbergið, sá hún, að ég hafði ekki hreyft mig og hún sagði: „Á ég að hjálpa þér?‘í Framar öllu öðru hafði ég óttazt það augnablik, þegar ég yrði að fara úr fötunum og taka notti, og ég blessaði regnið, gaf þessa móðurlegu til- ii.i.ungu. En Marta fór aftur, kom til baka og fór út aftur til að gá að því, hvort vatnið væri heitt í áfengisblönduna mína. Loks fann hún mig nakinn á rúminu, hálffalinn bak við æðardúninn. Hún ávítaði mig: það væri brjálæði að vera nakinn, ég yrði að nudda mig með kölnarvatni. Svo opnaði Marta klæðaskáp- inn og henti í mig einhverjum náttfatnaði. „Hann er senni- lega mátulega stór,“ sagði hún. Jacques átti hann. Og ég hugs- aði að það væri meira en lík- legt, að þessi hermaður kæmi skyndilega, því að jafnvel Marta hafði haldið, að ég væri hann. Ég var í rúminu. Marta kom Upp í til mín. Ég bað hana að slökkva ljósið. Því að jafnvel þótt ég væri í örmum hennar, óttaðist ég feimni mína. Myrkr- ið myndi veita mér hugrekki. En Marta svaraði mér blíðlega; „Nei. Ég vil, að þú farir að sofa.“ Við þessi orð fann ég til nokkurra óþæginda, þótt þau væru vel meint. Ég fann í þeim hina miklu blíðu þessarar konu, sem hætti öllu til að verða ást- mey mín og leyfði mér að sofa við hlið sér, en hún hafði ekki hugmynd um, hvað ég var sjúk- lega feiminn. í fjóra mánuði hafði ég sagt henni, að ég elsk- aði hana, en hafði samt aldrei látið hana hafa þá sönnun, sem karlmenn eru svo örlátir á og kemur oft hjá þeim í stað ástar. Eins og áður í garðinum, var ég aftur gripinn kvíða. En eins og hikið fyrir framan dyrnar gat þetta hik ekki verið langt. í fyrsta sinn óttaðist ég að vera eins og eiginmaður Mörtu og láta hana eiga slæma minningu um fyrstu augablik ástar okkar. Ánægja hennar var þannig meiri en mín. En á því auga- bliki sem við slepptum hvort öðru, borguðu hin dýrlegu augu hennar mér að fullu fyrir ó- þægindi mín. Svipur hennar ummyndaðist. Ég var jafnvel undrandi yfir, að geta ekki snert geislabauginn sem mynd- aðist um andlit hennar eins og á helgimyndum. Þegar ég var laus við fyrstu skelfinguna, komu aðrar í stað- inn. Ég skildi loks vald verknað- arins, en ég hafði verið hindr- aður í því fram að þessu af feimni minni, og ég skalf vegna þeirrar vitneskju, að hún til- heyrði eiginmanni sínum meira en hún kærði sig um að játa. Þótt mér sé ekki unnt að njóta þess, sem ég bragða í fyrsta sinn, var það á dögunum, er fóru á eftir, sem ég lærði betur og betur að þekkja gleði ástarinnar. En á meðan olli þessi r ilska ánægja mér sannri og prosk- aðri kvöl: afbrýðisemi. Ég var reiður út í hið þakk- láta andlit Mörtu, af því að það lét mig skilja þýðingu lík- amlegra fjötra. Ég formælti manninum, sem hefði notið blíðu hennar á und- an mér. Ég hugsaði um heimsku mína, að hafa- álitið Mörtu hreina mey. Það hefði ekki verið neinn barnalegur leikur að óska eig- inmanni hennar dauða í annan tíma, en nú varð þessi ósk næst- um glæpsamleg eins og ég hefði drepið hann sjálfur. Ég átti stríðinu að þakka blómstrandi hamingju mína og af því vænti ég hins guðdóm- lega. Ég vonaði, að það myndi þjóna hatri mínu, þannig að nafnlaus manneskja fremdi glæp í minn stað. Nú grétum við saman gleði- tárum. Marta ásakaði mig fyrir að hafa ekki komið í veg fyrir giftingu hennar. En myndi ég þá hafa verið í þessu rúmi að eigin vali. Hún myndi hafa bú- ið með foreldrum sínum, við hefðum ekki getað hitzt. Hún myndi aldrei hafa tilheyrt Jacques, en hún hefði ekki til- heyrt mér heldur. Ef hann hefði ekki verið, hefðl hún ekki ge';- að gert samánburð, og hún hef íi getað séð eftir þessum verkn- aði og vonast eftir, að eitthvað betra kæmi. Ég bar ekki hatur til Jacques. En ég hataði vit- neskjuna um, að við ættum allt þessum manni að þakka, sem við vorum að svíkja. Ég elsk- aði Mörtu of mikið til að álíta hamingju okkar glæp. Við grétum saman af því i.ð við vorum aðeins börn og réð- um ekki yfir neinum ráðum. Að fara burt með Mörtu! Þar sem hún tilheyrði mér einum núna, myndi það þýða að taka hana frá sjálfum mér, því að þeir myndu áreiðanlega aðskilja okkur. Við sáum þegar fyrir okkur endalok stríðsins með skelf- ingu, því að það myndi þýða endalok ástar okkar. Við viss- um þetta, þótt Marta ynni að því eið, að hún myndi yfirgefa allt, að hún myndi fylgja mér. Ég reyndi að setja mig í spor Framh. á bls. 41.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.