Fálkinn


Fálkinn - 25.11.1963, Blaðsíða 20

Fálkinn - 25.11.1963, Blaðsíða 20
20 FALKINN LITLA STUL Allir sem komnir eru á miðjan aldur vita hve geysilega Reykjavík hefir breytzt á s. 1. þrjátíu árum og ekki hefir bæjarbragur og daglegt líf borgarbúa breyzt minna. Allt hefir þetta tekið gagnerðum stakkaskiptum. Reykjavík hefir á þess- um tíma vaxið úr smábæ í heimsborg. Því þótt höfuðborgin okkar státi ekki af milljónum íbúa, heldur tugum þúsunda, þá er það staðreynd, enda viðurkennd af þeim sem gert hafa f viðreist og margt séð, að borgarbragur í Reykjavík dagsins í dag er um margt heimsborgarlegri en margfalt stærri borga 1 nágrannalöndunum, jafnvel þótt höfuðborgir séu eins og hún. í dag þykir það iitlum tíðindum sæta þótt stúlkur taki að sér ýmis störf sem karlmönnum var einum falið fyrir þrem áratugum. Það þykir varla lengur fréttamatur þótt þær stjórni flugvél. En áður og fyrr var þessu öðruvísi farið og það þóttu fréttir í bænum þegar kornung stúlka var allt í einu komin með einkennishúfu á höfðuðið og farin að aka sendiferðabíl um bæinn þveran og endilangan. Þessi stúlka heitir Hulda Gunnarsdóttir og hún er fyrir löngu hætt að aka sendibílnum. Hún er verzlunarstjóri í Véla og raftækjaverzlunínni í Bankastræti og þótt hún sé alla daga önnum kafin við að selja hin aðskiljanlegustu rafmagns- tól og lampa, féllst hún samt á eftir fortölur að segja mér frá því þegar hún ók Svana-bílnum. — Ég var nýkomin heim frá Kaupmannahöfn, en þangað fór ég fjórtán ára og var ytra næstum 4 ár, þegar pabbi bauð mér með sér austur að Hæli í Hreppum. Mér fannst leiðin löng og vegurinn slæmur og ég var að segja við pabba að það væri slæmt að ég skyldi ekki geta hvílt hann við akstur- inn. Pabbi hafði nú ekki mikla trú á aksturshæfileikum mínum þá, enda er hann sjálfur afbragðs ökumaður og hefir verið heppinn alla tíð. Hann gerði því ekki mikið úr þessu masi þarna á leiðinni austur Flóann. Ég fór þá að biðja hann sð kenna mér á bíl, þó ég hefði ekki haft neinn áhuga fyr'ir því áður. Pabbi sagði: ,,Ef þú manst hvað þessir hlutir heita á morgun, þá skal ég kenna þér á bíl.“ og hlutirnir voru kúpling, bremsa og gírarnir. Við ókum austur og auð- vitað var ég búin að gleyma þessu á leiðarenda. Morguninn eftir fór ég svo að rifja þetta upp og það hafðist á endanum. Mín fyrsta ökuferð undir stýri var svo niður traðirnar á Hæli þennan dag. ( * Námið gekk nú heldur hægt og pabbi leyfði mér ekki að keyra nema úti á vegum; hann tók sjálfur við stýrinu við: Elliðaárnar. Þegar þetta var, vissi ég ekki um annað kven- fólk sem ók bíl, en Katrínu málara. Það var sem sagt ekki í: » tízku að kvenfólk æki bílum. Það var mikið atvinnuleysi í Reeykjavík um þessar mund- Efst til vinstri: Hulda Gunnarsdóttir. í miðið: Svanabíllinn á Skólavörðustígnum, húsið í baksýn er f hús Hvítabandsins. Neðst: Svanabíllinn, og sést vel svanurinn, sem málaður er aftan á hann. •

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.