Fálkinn


Fálkinn - 25.11.1963, Blaðsíða 24

Fálkinn - 25.11.1963, Blaðsíða 24
SNABRS 8KRIFAR Um skírn barna og fleira Ég vil byrja þennan þátt á því að mmnast á bréf, sem blað- inu hefur borizt, varðandi síð- asta þátt minn. Eftir þvi sem ég fæ bezt séð, þá er bréfritar- arinn kona. Hún sagði að það væri ekkert sniðugt þótt fólk dytti á bakið og ótugtarskapur að hlæja að slíku. Þá sagði hún einnig i bréfi sínu, að ég væri leiðinlegur og þykir mér það nokkuð djúpt tekið árinni hjá henni, þegar tillit er tekið til þess að ég þe.vki hana ekki neitt. Hún sagði þetta að vísu ekki berum orðum, heldur að ég hafi ætlað mér að vera fynd- inn en mistekizt. En eins og hver maður getur séð þá er þetta ekki annað en fínt orða- lag yfir þessa meiningu. Hins vegar skilst mér að þessi kona hafi ætlað að skemmta sér við lestur sögunnar af Boga en sú tilraun hennar mun hafa mis- tekizt með öllu og það er ekki gott. Og það er heldur ekki gott, þegar fólk rýkur upp til handa og fóta með bréfskrift- um og fleiru, þó það geti ekki skemmt sér. Það hlýtur þess vegna eitthvað annað og meira að koma til. En eins og hver maður getur séð, þá er þetta ekki annað en fínt orðalag hjá mér á því að þessi kona, sem skrifaði mér bréfið, kunni að vera leiðinleg. Ég hef aldrei hlegið að því, þótt fólk detti á bakið, eða aft- urendann, eins og það er stund- um kallað. Ég er konunni alveg sammála því, að það sé ótukt- arskapur og mér er einnig Ijóst að slíkt getur haft hroðalegar afleiðingar í för með sér. Ég þekki mann sem gerði það einu sinni, og það kom honum í koll. Þessi maður heitir Kolbeinn og er vinur minn. Þegar hann óx úr grasi tók að bera á því að hann væri prakkari. En prakkari er það kallað, þegar reynt er að hafa svolítið gam- an af náunganum. Þó er ekki hægt að segja að kveðið hafi rammt að þessu, heldur hitt að Kolbeinn var einkar óheppinn 1 þessari starfsemi sinni. Fyrsta verulega praiíkara- strikið gerði Kolbeinn, þegar UIVi SKÍRIM SMÁBARNA OG FLEIf-l hann var skírður, og það ber að er enn) stæði uppá stol á stofu- játa að ekki var það beint gólfinu og sagði sjálfur til heppilegt eins og sakir stóðu. nafns. Umhverfis sátu svo og Nú vita allir, að börn eru stóðu fjölskyldumeðlimir, eftir skírð mjög ung og án þess að því sem húspláss og stólar þau hafi raunverulega hug- leyfðu. mynd um hvað er að gerast.. Þetta er eins og einhver sagði að klína nöfnum á varnarlaus börn, nöfnum sem þau verða þó að ganga með um lífstíð. Kolbeinn var undantekning í þessum efnum. Hann var ekki skirður fyrr en hann var fimm ára gamall og hafði þess vegna einhverja hugmynd um það, sem fram fór. Upphaflega hafði verið gert ráð fyrir því að Kolbeinn (sem þá var alltaf kallaður Kolli og Athöfnin gekk alveg eftir áætlun,þar til Kolli skyldi segja nafnið. Þegar presturinn spurði eftir nafninu, gerði Kolli sína fyrstu verulegu uppreisn. f stað þess að segja Kolbeinn sagði hann það nafn eitt, sem hann vildi heita, en það virtist ekki

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.