Fálkinn


Fálkinn - 25.11.1963, Blaðsíða 28

Fálkinn - 25.11.1963, Blaðsíða 28
* Eg vil verða rík Framhald af bls. 19. „Þetta finnst mér mjög leitt að heyra,“ sagði ég. „Ég skal sjá svo um, að þetta endurtaki sig ekki framar!“ Gat ég sagt meira? „Það er nú líka vissara fyrir yður,“ sagði bálreiða konan. „Ef þetta kemur fyrir einu sinni ®nn, fer ég lengra með það.“ „Nú,“ sagði ég og lyfti ann- arri augnabrúninni. „O, já, lengra með það,“ sagði báireiða konan. „Hvert ætlið þér með það til dæmis?“ spurði ég. „Til saka- dómara?“ „Því ekki það?“ sagði bál- reiða konan og ég sá að þarna hafði ég gefið henni stórfína hugmynd. En ég er sko ekki neinn „idea- man“ fyrir blokkina mína. Ég ætlaði að eyðileggja þessa hug- mynd fyrir henni. „Það skuluð þér bara gera,“ sagði ég. „Það verður hlegið að yður þar.“ Þið megið ekki halda að ég hafi sagt þetta vegna þess að ég álíti að sakadómari og fulltrúar hans hafi betur þroskað kímni- skyn en aðrir menn. Ég gat bara ekki unnt konunni þess að nota mína hugmynd algjörlega ó- keypis. Morguninn eftir fór ég með alla hrúguna til rakara. Það er mikið verk að klippa fimm börn. Ég varð að leggja af stað með hálf níu strætó. Ég þarf víst ekki að taka það fram að ég gekk fyrst niður allar tröppurnar sextíu og sex. Ég kom ekki heim fyrr en klukkan ellefu. Varla var ég búin að leggja hurðina að stöfum, þegar bál- reiða konan birtist á ný. „Ég ætla bara að láta yður vita það,“ sagði bálreiða konan og var sýnu reiðari en fyrr, þó ég hefði ekki álitið það unnt, „að drengirnir yðar hringdu á dyrasímann hjá mér í morgun klukkan níu og vöktu mig af værum svefni.“ „Eruð þér vissar um að það hafi verið mín börn, sem þetta gerðu,“ sagði ég ógn kurteis- lega. „Já,“ sagði bálreiða konan. „Þau eru einu börnin, ef börn skildi kalla, sem leyfa sér ann- að eins og þetta hérna í blokk- inni.“ „Jæja,“ sagði ég si sona. „Þetta finnst mér undarlegar fréttir. Þá vorum við öll, ég og börnin mín, hjá rakaranum. Við fórum nefnilega í bæinn klukkan hálf níu.“ NÓA VÖRUR: Konfektbrjóstsykur Bismark Brenndur Bismark Blandaður Perur Kóngur Mentol Malt Hindber Piparmintukúlur Pralín Topas Karamejlur Konfektpokar Konfektkassar SIRIUS VÖRLÍR: Konsum suðus. Rjómasúkkuiaðl með hnetum og rúsínum Nizza Adria Capri Negrakossar Núggastengur H.F. BRJÓSTSYKURSGERÐIN NÓI SÍMI 24144 Svona var ég ókurteis. Ekki baðst ég einu sinni afsökuna1' -í því, að blessuð konan hafa mig fyrir rangri sö' „Nú,“ sagði konan. Hún baðst ekki c heldur. „Já,“ sagði ég og hvessti mig. „Jæja,“ sagði konan. „Og það ætla ég að láta yður vita,“ sagði ég, „að komi þetta fyrir einu sinni enn mun ég fara lengra með það.“ Af því að ég var bæði kurteis og elskuleg kona (þrátt fyrir alla glæpina) beið ég augnablik til að gefa konunni tækifæri til að segja: „Hvert ætlið þér með það t. d.? Til sakadómara?“ Þá hefði ég vitanlega svarað og sagt: „Já.“ Og bálreiða konan hefði feng- ið að fræða mig á því, að það skyldi ég gera, því þar yrði heldur betur hlegið að mér. En bálreiða konan var enn svo reið að hún sá ekkert fynd- ið við þessar umræður, Svo það var ég ein, sem hló, þegar ég lét dyrnar aftur að baki mér. Haldið þið kannske að þetta liti illa út á sviði? Eða húsfund- irnir. Þeir eru sko stórkostleg- ir. Þarna hrúgast upp allir íbúar hússins (að börnunum undan- skildum) og setjast hlið við hlið inni hjá hverjum af betri borgurum hússins. . Ég er hætt að mæta á hús- fundum síðan þar var ákveðið með mínu atkvæði gegn öllum hinum, að enginn mætti hafa hjá sér gesti eftir klukkan tíu að kvöldi, nema spyrja fyrst um leyfi. Ég fann það nefnilega fljót- lega út, að þessi samþykkt væri miðuð við vondu borgarana eins og mig. Feitlagna konan á móti hefur oft gesti, sem syngja svo hátt að ekki einu sinni ég get sofið. Framhald á bls. 31. 28 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.