Fálkinn


Fálkinn - 25.11.1963, Blaðsíða 30

Fálkinn - 25.11.1963, Blaðsíða 30
LITLA SAGAN EFTIR WILLY BREIMHOLST Þetta er sagan um, hvers- vegna Hansen póstur hvarf snemma morguns til Suður Ameríku, án þess að skilja eft- ir neitt heimilisfang. Hansen póstur hafði alltaf rækt starf sitt með mikilli sam- vizkusemi. Hann var ungur, myndarlegur maður, með vin- gjarnlegt bros og kinkaði góð- an daginn til allra, sem hann mætti á tröppunum, þegar hann kom með póstinn. Hann hafði þann ávana að afgreiða póst sinn alltaf eins. Fyrst að setja bréfið eða pakk- ann í pósthólfið og síðan að þrýsta snöggt á dyrahnappinn. Hann var aldrei með neinn ruddaskap t. d. að liggja á dyrabjöllunni, eða eitthvað þvíumlíkt; ef fólkið var eitt- hvað lengi að opna brosti hann aðeins kurteislega. Hann bjó sjálfur í hverfinu, sem hann bar út í. Hann hafði litla þægilega íbúð í sambýlis- húsi. Þegar það var bréf til hans sjálfs, hringdi hann aldrei á dyrabjölluna. Hann var pip- arsveinn og vissi, að enginn var heima. Hann lét bara bréf- ið í gegnum bréfalúguna og flýtti sér svo að bera út póst- avo að hann gæti komizt fljótt heim og séð, hvort það væri eitthvað merkilegt, sem hann hefði smeygt inn um lúg- una hjá sjálfum sér. í þau þrjú ár sem hann var búinn að starfa sem póstur, hafði ekki ein einasta kvörtun komið um hann, og yfirboðari hans hafði aldrei þurft að skamma hann. Ekki eitt einasta jólakort, sem hann bar út, var nokkurn tímann krumpað eða skítugt, og aldrei hafði neitt horfið hjá honum, ekki svo mikið sem skuggi af bréfunum hvað þá heldur meir. Fyrst nú var að byrja ein- hver óregla á honum. Það leið ekki á löngu, unz menn fundu það á honum. Hann svaf ekki á nóttunni, bylti sér fram og aft- ur í rúminu, þjáður af sam- vizku sinni. — Hvað er að, Hansen? Mér finnst þér vera orðnir svo und- arlegur upp á síðkastið, sagði frú Mortensen, vinnukona hans, þegar hún kom upp með bakk- ann með morgunkaffinu. Hansen leið illa undir rann- sakandi augnatilliti hennar. Hann gat ekki horfzt í augu við fólk lengur. — Það er ekkert að, sagði hann með tilbúinni ró. En röddin hljómaði einkenni- lega, og frú Mortensen hugsaði jú sitt. — Mér finnst, að þér séuð eitthvað taugaóstyrkur, Han- sen? sagði yfirmaður hans, er það eitthvað, sem þjakar yður? — Nei, muldraði Hansen og leit undan. Samstarfsmenn hans fundu þetta líka á honum. Þú ert ekki búinn að stela einhverju úr póstinum? gátu þeir fundið upp á að spyrja hann um. — Ho, þegið þið! hvæsti Hansen, og þetta benti sko allt á slæma samvizku. — Þetta gengur aðeins í lít- inn tíma, aðvöruðu samstarfs- menn hans hann, og það verður haft auga með þér! Allt þetta virkaði sterkt á Hansen, og dag einn gat hann ekki þolað þetta lengur. Taugaveiklunin og slúðrið varð of mikið. Hann hætti að vera póstur, safnaði öllum sínum eigum saman og fór með fyrsta bát til Svíþjóðar og þaðan til Suður Ameríku. En samt heppn- aðist honum að koma við í Danmörku fyrst, en þeir vissu ekkert af því. í bréfi til yfirpóststjórans meðgekk hann allt. Öllu prentuðu máli til sín sjálfs hafði hann fleygt inn um kjallaraop. Willy Breinholst. Honum var fyrirgefið Framh. af bls. 15. fyrst að við kvikmyndir og af- ganginn þekkja allir. Hann varð stjarna án þess að hafa nokkru sinni leikið aðal- hlutverk. Fyrir leik sinn í kvik- myndunum „Viva Zapata“ og „Hann sem elskaði lífið“ hlaut hann tvenn Oscars verðlaun. Og síðan komu aðalhlutverkin, og nú stendur hann á toppinum. Eftir að hafa talað við konu sína fór hann aftur til ítalíu, og tveim vikum seinna flaug eiginkona hans, frú Katherine, til London þar sem þau hittust, eftir að hún hafði hugsað um málið. Og hún fyrirgaf honum. * Eg vil verða rík Framhald af bls 28. Þessir gestir syngja alveg til klukkan átta og níu á sunnu- dagsmorgnum. Hugsið ykkur, hvað þetta hljómaði vel í söngleik! Og nú ætla ég ekki að segja ykkur meira um söngleikinn minn. Ég ætla sko ekki að láta einhvern hnupla þessari hug- mynd frá mér. Ég er nefnilega orðin þjófhrædd eins og feita konan. Ég vona bara að þið skemmt- ið ykkur vel, þegar farið verður að sýna söngleikinn minn. Ég veit að ég egri það. oO FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.