Fálkinn


Fálkinn - 25.11.1963, Blaðsíða 31

Fálkinn - 25.11.1963, Blaðsíða 31
Stúlkan í Svanabílnum Framhald af bls. 21. f allri sinni dýrð.“ En það var ekki allt jafn broslegt, að minnsta kosti fannst mér það ekki í þá daga. Aðalskólarnir á mínu útkeyrslu svæði í bænum voru Mennta- skólinn og Verzlunarskólinn. Ég var farin að forðast að aka framhjá þeim í frímínútum, því strákarnir héngu í bílnum og hann var svo lítill og léttur, að þeir gátu alveg haldið honum. Hann var af gerðinni Austin 7. Verst var þetta í snjó og hálku. Hólmjárn forstjóri vildi heldur ekki að við ækjum á keðjum þótt snjór væri. Hann hafði verið mikið erlendis, þar sem keðjuakstur er svo til óþekkt- ur. Við áttum samt keðjur á bíl- ana og þær voru geymdar uppi á lofti í Svaninum. Maður var að laumast með þær niður á morgnana þegar snjór var og reyna að láta ekki hringla í þeim, því ekki vildum við kom- ast upp á kant við forstjórann að óþörfu. Auðvitað stóð maður betur að vígi í átökunum við þá sem hengu aftaní ef bíllinn var á keðjum, en þá voru það afturbrettin sem losnuðu; þeir hengu nefnilega í þeim. í einni verzlun í Þingholtun- Kæri Astró. Gætir þú nú ekki verið svo vænn að segja mér eitthvað um framtíðina. Ég er fædd klukkan 9.30 að morgni í Reykjavík. Ég er að því leyti lík öllum öðrum ungum stúlkum í því efni að ég er forvitin um ástina. Giftist ég seint eða snemma? Eignast ég mörg börn? Hvernig verða fjármálin og heilsan? Ég er í síðasta bekk í gagnfræðaskóla og vonast til þeess að geta lært hárgreiðslu. Heldurðu að starf- ið sé við mitt hæfi? Viltu gjöra svo vel að sleppa nafni fæðingardegi og ári. Ein í skóla. Svar til Einnar í skóla. Það bendir margt til þess að þú hafir hæfileika til þess að læra hárgreiðslu, að minnsta kosti býrðu yfir þeim listrænu hæfileikum, sem nauðsynlegir eru til þess. Neptún í öðru húsi veldur ríkri löngun til þess að afla sér fjár á skjótan og auðveldan hátt og þar af leiðandi gefur hann til kynna að ávalt sé nauðsynlegt að halda óskertum SAMBAND HÚSGAGNAFRAMLEIÐENÐA ekkert heimili án husbúnaðar lltið á______ húsbúnaðinn hjá húsbúnaði laugavegi 36 simi 20Ö 70 um hékk alltaf strákur á líkum aldri og ég. Hann hafði víst ekkert að gera greyið og var kunningi innanbúðarmannsins. Það brást ekki að hann gerði mér einhvern grikk; hélt bíln- um eða eitthvað ámóta. Nú er þessi sami maður stór og feit- ur lögregluþjónn. Ég get ekki að því gert að mér er alltaf hálfilla við hann síðan hann hékk aftan í Svana-bílnum. Krakkarnir á Grímsstaðholt- inu voru líka mjög slæm. Þar gekk þetta svo langt að nærri lá slysum. Sem betur fer losn- aði ég fljótlega við að fara á Grímsstaðaholtið. Hinn bíl- stjórinn tók það að sér, en ég tók við öðru hverfi af honum. í akstrinum var maður í nokkurskonar einkennisbún- ingi; í leðurjakka og með ein- kennishúfu með Svans-merki í. Þetta þótti mjög fínt og það var ekki laust við að jafnaldr- arnir öfunduðu mann þegar við hittumst á „rúntinum“. Við vorum að tala um kaup- ið. Ég hafði eins og ég sagði áðan eitt hundrað og sextíu krónur á mánuði. Hinn bílstjór- inn hafði 275. Svo þegar ég var búin að vera á annað ár í þessu, kallaði Ragnar í Smára » imb- og bauð mér þrjú hundruð krónur á mánuði, ef ég vildr koma til hans. Hann sagðist hafa frétt að mér gengi svo vel að selja. Þrú hundruð krónur voru miklir peningar í þá daga, en mér fannst ég ekki geta farið frá Svan. Hvernig átti ég líka allt í einu að fara að halda því fram við kaupmennina að Blái borðinn væri beztur þegar ég hafði haldið því fram í næst- um því tvö ár að Svanurinn væri beztur? Ég þakkaði því Ragnari gott boð og hélt áfram Framhald á bls. 37. greinarmun á hvað sé rétt og hvað sé rangt. Ekki verður auðvelt að standa gegn þeirri freistingu að auka tekjurnar eða minnka gjöldin á heiðar- legan hátt, sérstaklega þegar óvenjulegar aðstæður steðja að. Merki Meyjarinnar á geisla fyrsta húss gefur eðlilegan hæfileika til að gagnrýna og skilja þau daglegu viðfangsefni, sem í starfi manns felast. Það tekur þig ekki langan tíma að vega og meta kosti og lesti málsins og hæfileiki þinn til að skilja og skynja hlutina gerir þér kleyft að skyggnast að baki yfirborðs hlutanna þrátt fyrir að aðrir reyni að villa þér sýn. Þér finnst mikið koma til hreinleika og reglusemi á hlutunum og einnig reglusemi í starfi. Meyjarmerk- ið gerir þig fremur gagnrýna, en þér er nauðsynlegt að fara gætilega með gagnrýni þína á hlutunum þrátt fyrir að gall- arnir geti verið augljósir, því slíkt getur valdið sársauka hjá viðkvæmu fólki og jafnvel verið misskilið eða tekið illa upp. Merki Steingeitarinnar á geisla fimmta húss hefur nokk- uð óvenjuleg áhrif. Þrátt fyrir að það sé ekki tilfinningaríkt merki í þessum efnum þá er það mjög metnaðargjarnt og skemmtilegt ástarævintýri get- ur veitt manni sviflétta tilfinn- ingu í daglegu starfi, sem hefur svo mikið að segja til að ná meir en venjulegum árangri. Á hinn bóginn getur ástarævin- týri, sem er misheppnað orsak- að leiðindi er valdið geta stöðn- un framkvæmda á vinnustað að minnsta kosti um stundar- sakir. Þetta er ekki daðurkennt merki, en hins vegar vill það gagnkvæma ást og segja má að talsverður munur geti verið á heitri og kaldri ást. Engu að síður er einlægnin í ástamál- unum mikil og talsvert margt alvarlegt þarf að eiga sér stað til að ástarsambandið rofni. Þetta merki gefur þrá eftir að eignast börn og talsverðan metnað bundinn þeim, sérstak- lega ef þau eru framarlega í einkunum í skóla, og síðar í sambandi við ævistarf þeirra eða sérgrein. Stundum leiðir þetta merki af sér stóra barna- fjölskyldu þrátt fyrir hið kalda eðli þess. Ég held að þú þurfir ekki að hafa neinar áhyggjur út af heilsufarinu. Það sem mesta athygli vekur í stjörnukorti þínu er hve margar plánetur eru staðsettar í ellefta húsi, sem bendir til þess að þú ættir að hafa sem nánast samband við vini þína og kunningja enda munu marg- ar vonir þínar og óskir rætas. fyrir tilstilli þeirra. Merkúr r Venus í samstöðu í ellefta h bendir til þess að þú hafir < læti á samskiptum við vini c kunningja, sem hafa áhuga á listrænum bókmenntum, og fremur munu konur reynast þér betur heldur en karlar. Sól- in í ellefta húsi bendir til þess að þú verðir aðnjótandi sterkra vina og kunningja, sem mega sín mikils í samfélaginu. FÁLKINN 31

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.