Fálkinn


Fálkinn - 25.11.1963, Blaðsíða 37

Fálkinn - 25.11.1963, Blaðsíða 37
Stúlkan í Svanabílnum Framh. af bls. 31. að vinna fyrir hundrað og sex- tíu krónur hjá Svaninum. Svona gekk þetta í þrjú ár, en eins og ég sagði, þá var starfið erfitt og ég varð að hætta vegna ofþreytu. Ég lá í rúminu í meira en hálft ár. Mikið fannst mér slæmt að vera bíllaus fyrst á eftir. Svo nokkru síðar fór ég að vinna hjá Ásbirni Ólafssyni og ók stundum sendibílunum, þangað til ég keypti mér bíl 1954. Litli Svana-bíllinn sem ég byrjaði að aka 17 ára gömul var RE-966. Mér þótti vænt um það þegar ég var að fá minn bíl, þá hringdi Olgeir í bifreiða- eftirlitinu til mín og sagði: „Langar þig ekki til þess að fá gamla númerið þitt. Það er laust og liggur hérna inni.“ — Og nú ekur þú aðeins úr og í vinnuna? — Já, og upp í Ólafsdal. Það er sumarbústaðurinn minn. Ég losnaði alveg við bíladelluna þegar ég ók út smjörlíkinu, en samt finnst mér alltaf gaman að aka núverandi R-966 upp í Lækjarbotna — upp í Ólafsdal. Sv. S. Helgarfrí Framh. af bls. 13. ómissandi? Það er einhver hættulegasti löstur allra lastá, og fyrr en þú hefur yfirunnið hann, verður þú aldrei ham- ingjusöm. Viltu ekki hugsa dá- lítið um það? Hún opnaði dyrn- ar og gekk út. Norma sat hreyfingarlaus. Hún neyddi sig til þess að slappa dálítið af. Á náttborðinu tifaði lítil klukka. Hún barðist við að búta tímann niður í smærri einingar. Hún starði sljó á klukkuna. Eric gat kom- ið heim á hverri stundu. Hing- að heim. Heim til... til hverr- ar? Ekki til mín, sagði æst rödd hið innra með henni. Ég vil hann ekki. Ekki eftir það, sem nú hefur gerzt. Ekki eftir þessa auðmýkingu. Ekki núna. Aldrei! Einhvers staðar niðri í hinu stóra húsi heyrði hún, að dyr- um var lokað. Hún sat kyrr og veitti því athygli, að hjarta hennar byrjaði að slá ört, en óreglulega. Ef Eric kæmi til hennar nú, reyndi að útskýra, grátbændi hana, myndi hún þá hlusta á hann? Myndi hún fyr- irgefa honum? Hún sat kyrr. Klukkan tif- aði. Eric var í húsinu; einhver dulin eðlisávísun sagði henni það. En mínúturnar liðu, og þögnin ein grúfði yfir. Allt í einu hélt hún þetta ekki út lengur. Hún stóð upp, gekk yfir herbergisgólfið, hljóp eftir ganginum — og snarstanz- aði, þegar dyrnar á herbergi Erics voru opnaðar og maður hennar kom út. Hann var með litla tösku í hendinni. Hann stanzaði og horfði á hana með hinu rólega augnaráði, sem hún þekkti svo vel. — Góðan dag, Norma. Hún studdist með annarri hendinni við vegginn. Hann var að fara. Hún var að missa hann ... hún hafði misst hann. Hún hvíslaði: — Hvert ætlarðu? — Á gistihús. Ég er búinn að panta leigubíl. Hana langaði til þess að hrópa upp, að þetta væri allt vitleysa, að það ætti ekki að leika þennan þátt svona. En allt og sumt, sem hún gat sagt, er háls hennar herptist saman, var: — Hvers vegna ... hvers vegna? — Ég er búinn að vera hér nógu lengi, sagði hann. — Allt of lengi fyrir sjálfsvirðingu mína. Það er eina ástæðan. Hún starði á hann, eins og hún sæi hann í fyrsta sinn. Hún hafði ekki vitað fyrr, að henni gæti liðið svona. Hann hafði ekki kysst hana, og aldrei fyrr hafði hún þráð svo að vera kysst. Hann hafði ekki snert hana, en innra með henni var eitthvað, sem æpti á snertingu hans. Hún tók eftir þvi, að varir hennar skulfu. Hún sagði: — En hvað . .. hvað með okkur? Hann brosti beizklega til hennar. — Molly segir að þú sért hér aðeins í nokkurra daga verzlunarerindum. Og það næg- ir mér því miður ekki. Með allri verðskuldaðri virðingu fyrir Reybine og Capes, þá langar mig ekki til þess að eiga konu, sern ég sé aðeins einstaka sinnum. Ég hefði víst átt að segja þetta fyrr. Þú átt valið Norma. Það verður annað hvort að vera allt eðá ekkert. Segðu mér frá því, þegar þú hefur tekið ákvörðun þína. Hann snerist á hæli og gekk Framhald á næstu síðu. PER ERUÐ BIINDUR fyrir ölIu þvF, sem .gerlst í fýrirtæki yðar; ef bðkhalds- kunnáttan er ekki ígóffu lagi. Athugið, áð BRÉFASKÖLI SlS kennir Bókfærslu f tveim flokkum og samræmist sá siðari kröfum til VERZLUN- ARPRÖFS. Bókfærsla 1,7 bréf, kennari Þorleifur Þórðarson, náms- gjaid kr. 350.00. Bókfærsla II, 6 bréf, sami kennari — námsgjald.kr. 300.00. Verzlunarmenn! Bókhaidskunnátta er yður nauðsynieg. Fyllið út seðilinn hér að neðan og sendið hann til BREFA- SKÖLA SlS, Sambandshúsinu, Reykjavík. Innritum allt árið — BRÉFASKÓLI SÍS Ég undirritaSur óska að gerast nemandi (> □ Vinsamlegast sendi3 gegn póstkröfu. □ GreiSsIa hjálögS kr. _______ N«fn Heimiiisfang fAlkinn 37

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.