Fálkinn


Fálkinn - 09.12.1963, Blaðsíða 19

Fálkinn - 09.12.1963, Blaðsíða 19
stærri hjarðmær, upphleypt, þannig að hún var greini- lega aðskilin frá vasanum. og teygði sig fífldirfsku- lega fram á við eins og hún væri í þann veginn að stökkva af vasanum, sem var þó hennar föðurhús en hún var aðeins fest við hann á blómskreyttum pils- faldinum og öðrum hælnum. Hún hélt hjarðstafnum hátt á lofti eins og til þess að halda jafnvæginu á fyrir- huguðu flugi sínu. í hinni hendinni var sveigur af kornblómum, er voru í lit við hin dreymlyndu bláu augu hennar, sem mændu í óendanlegri undrun á heim- inn fyrir neðan. Systur hennar voru einfaldar litlár stúlkur, sem var nægileg af- þreying að leika við smá- lömb í sólskininu allan lið- langan daginn eða stíga menuett í skjóli trjánna, en þær voru gjörsamlega hug- myndasnauðar. En þessi eina litla hjarðmær fékk ekki aðeins ágætis hugmynd- ir, heldur hugsaði hún einnig, og það sem meira var um vert, hún var sér þess meðvitandi að hún hugsaði. Það var í rauninni engin furða þótt hlutirnir I hinni einkennilegu setustofu yrðu ástfangnir hver af öðrum, né var það undarlegt að flestir þeirra urðu ást- fangnir af litlu hjarð- meynni. Það, sem samt var þó furðulegt, var að hún, fyrir sitt leyti, varð aldrei ástfangin af neinum. Yfir- burðir í hugsun eru ávallt mjög einangraðir og ein- manaleiki hennar myndi hafa verið óbætanlegur ef hún hefði ekki vitað að málstaður sá, er hún barðist fyrir, var hinn eini rétti, þar sem hugsunin uppskar ætíð sín eigin ríkulegu laun með því einu að verða til. Klukkan var leiðinda ná- granni, barnaleg og að- finnslusöm, sem stundum kemur reyndar í sama stað niður. Samræður hennar voru nauðaómerkilegt hjal um hversdagslega hluti og einkenndust aðallega af hleypidómum og hvers kyns öfgum. Að auki, þar sem hún hafði gengið gegnum lífið með það að starfi að mæla tímann, var hún komin á það hættulega skeið að hún efaðist hreinlega um allt, en það er stærsta hindrunin i vegi frjálsrar hugsunav. ________^ ____ Þarna var einnig lítill hjarðsveinn, sem var í mikl- um metum hjá öllu sam- félaginu. Hjarðmeynni geðj- aðist að honum — jú, vissu- lega geðjaðist henni vel að honum — og stundum skýrði hún honum jafnvel frá ein- hverri hugsun sinni, en hún hefði aldrei getað elskað hann — ekki einu sinni þótt setustofan hefði verið Sahara-eyðimörkin og þau þar tvö ein. Hún var ávallt fullkomlega hreinskilin við hann þegar hann bryddaði upp á þessu efni. „í fyrsta lagi álít ég að þú sért ekki raunverulega ástfanginn," sagði hún góð- látlega við hann. ,,Þú heldur aðeins að þú sért það af því að allir aðrir virðast ást- fangnir. Andrúmsloftið hef- ur verið þrungið af ein- hverjum ástarórum upp á síðkastið og það augsýnilega haft áhrif á ykkur öll, en þú ættir að vera gætinn, því að slíkir ástarórar eru hættu- legt sjóngler til að skyggn- ast á lífið í gegn.“ Með sjálfri sér sagði hún: „Vesal- ingurinn litli!“ Hann held- ur að hann geti reist bál- köst úr tveim hálmstráum.“ Hún gat ekki gert sér i hugarlund að ást vwri á nokkurn hátt samræmanleg hinu þreklega holdafari hans. Hann var skapgóður með eindæmum og fékk stöku sinnum hugmynd en myndaði sér aldrei neinar skoðanir; hann óskaði að vísu eftir ýmsum hlutum en hafði ekki hæfileika til að þrá þá; ást hans var viðkvæm en hann var ekki mjög tilfinninganæm- ur. Henni fannst þó að höfði hans væri fremur áfátt en hjarta hans; hann var alltaf sammála en hafði lítinn skilning. Á borðinu í miðri stofunni var kínverskur mandaríni, sem einnig elskaði litlu hjarðmeyna, en hún hafði megnustu fyrirlitningu á honum. Henni fannst hann grófur og andstyggilegur þrátt fyrir öll sín auðævi. Henni fundust skopsögur hans aldrei fyndnar. Samt hafði hann töluverða kímni- gáfu og hafði lag á að hrista höfuðið og reka út úr sér tunguna á sérstakan hátt, þannig að allir í setustof- unni urðu máttlausir af hlátri. Aumingja litla hjarð- mærin! Jæja, hún gerði það Franili. á bls. 44. FÁLKINN 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.