Fálkinn


Fálkinn - 09.12.1963, Blaðsíða 24

Fálkinn - 09.12.1963, Blaðsíða 24
yj\feð Dagarnir héldu áfram að líða og kuldanepjan hélt líka. Þó volgnaði eitthvað við Vestmannaeyjar og hófst eldgos úr sjó með talsverðum látum, ekki samt meirum en svo, að hóflegt getur talizt, þegar nýtt eyland fæðist. Og meðan gosið hefst vel við þarna fyrir sunnan Eyjar, þá frétta menn að einhver hreyfing sé í Vatnajökli. Og meðan á öllu þessu stendur þá hittumst við Guð- björn og höldum áfram spjallinu. — Þið fóruð inn í ísinn, byrjaði ég. — Já, skipperinn gaf skipun um að halda inn í ísinn og að mála allt hvítt. Við höfðum nóg af hvítri málningu, og nú var drifið í því að mála. Lökin af rúmunum voru breidd yfir kassana á þilfarinu. Ég hef víst ekki enn sagt, með hvaða flutning við vorum. í framlestinni var sprengiefnið TNT. Á þilfar- inu voru skriðdrekar bundnir niður á dekkið, og flug- vélar í kössum. Vegna þessa sprengiefnis fram í sváfu allir aftur í. Við vorum einhvers staðar nærri Svalbarða, þegar við héldum inn í ísinn. Þetta var smá ís og laus í sér. Strax og við hófum siglinguna í ísnum, lagðist yfir okkur þoka, og við misstum sjónar af hinum skipun- um, sem einnig höfðu leitað inn í ísinn. Við heyrðum nær daglega í flugvélum, sem sveimuðu þarna fyrir ofan okkur, og við vissum vel að hverju þær voru að leita. Stundum flugu þær mjög lágt yfir okkur en við vorum svo samlitir umhverfinu að flugmennirnir komu ekki auga á okkur. Þannig héldum við áfram í ísnum og þokunni og vissum ekki gjörla hvað við fórum. — Hvernig var lífið um borð? •— Það gekk nú á ýmsu. Ég skal segja þér eina sögu og hún kynnir þér kannski skipshöfnina betur en nokkuð annað. Á kvöldin var oft tekinn slagur og það sem spilað var upp á var eftirvinnan. Bátsmaðurinn, sem var bezti karl og spilaði aldrei, fylgdist vel með hvað eftirvinn- unni leið og sagði til um, hvað hver mætti spila. Það voru notaðar járnskrúfur í tvennum stærðum, sem giltu einn dollara og tíu dollara. Við íslendingarnir spiluðum ekki. nema einn okkar, og í þann mund, er íssiglingin hófst, þá hafði honum gengið mjög illa. Hann var að verða búinn með eftir- vinnuná og mátti þess vegna ekki spila nema eitt kvöld. Og svo var það síðasta kvöldið hans í spilamennsk- unni. Ég sagðist skyldi hjálpa honum. Ég sat upp á borði bak við spilamennina og hafði gott útsýni. Ég sagði honum, að ef ég setti sígarettuna í vinstra munn- vikið, væri allt í lagi, en ef ég hefði hana í því hægra, skyldi hann fara rólega. Þetta kvöld gekk honum vel í spilamennskunni og vann mikið til baka. Þegar klukkan var orðin eitt, sagði ég við hann, að nú væri ég hættur, og færi aftur í og hann skyldi spila eitt eða tvö spil til viðbótar. Svo stend ég upp og fer út. Þegar ég kem út í myrkrið og er að ganga aftur í er ráðist á mig af tveimur mönnum. Annar þeirra var Lordinn, sem ég hef minnst á áður. Þeir höfðu haft mig grunaðan og beðið eftir mér þarna í myrkrinu góða stund. Þeir drógu mig út að borðstokknum og ætluðu að henda mér fyrri borð. Ég henti mér strax á dekkið og náði þar tökum á vír og hélt mér dauða- haldi. Jæja, sagði Lordinn, Guðjónsson nú færð þú að sjá guð bráðum. Þá byrjaði ég að hrópa á Puerto Rico vin minn Krúse. Hann var alltaf mjög var um sig og var fljótur til. Hann kom fljótlega hlaupandi með hnif- inn á lofti og sagðist mundi henda honum í þá ef þeir slepptu mér ekki. Þá voru þeir snöggir að sleppa og hurfu hljóðlaust út í myrkrið Daginn eftir létu allir eins og ekkert hefði verið um að vera. — Voruð þið lengi í ísnum? — Við höfðum verið að lóna þarna tvær eða þrjár vikur. Við heyrðum í útvarpinu, að Þjóðverjarnir sögð- ust hafa eytt allri skipalestinni. Eitt kvöldið, rétt áður en við fórum út úr ísnum, kom fyrir atvik sem verður mér lengi minnisstætt, 24 FALKINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.