Fálkinn


Fálkinn - 09.12.1963, Blaðsíða 30

Fálkinn - 09.12.1963, Blaðsíða 30
HERRAKLIPPING KRISTJÁN JÓHANNESSON formann Rakarameistaraféiags Reykjavíkur Islenzkir karlmenn hafa til þessa dags venð heldur tregir að tileinka sér tízkubreytmgar í klæðaburði og öllu útliti. Vart er hægt að segja að slíkt teljist kostur, þar sem þetta á eigi síður við um þær breytingar, sem óefað eru til bóta. Með þessu er ekki átt við, að hlaupa eigi eftir öllum þeim nýjungum, sem fram koma út í hinum stóra heimi, en með nokkurri sanngirni mæti gera kröfu til íslenzkra karlmanna, að þeir hirtu lítið eitt meira um útlit sitt en nú er. Hér mun h'tillega verða gerð grein fyrir klippingu og hár- greiðslu karla og reynt að benda á þau atriði sem mestu máli skipta. — Þegar farið er til rakarans er það sjónarmið nær alls ráðandi, hérlendis, að fá klippingu sem endist sem alira lengst alveg án tillits til hvort klippingin klæði við- komandi eða ekki. Með nokkrum sanni má segja að hárskerar hér hafi ekki fyigzt svo með framförum í sinni grein sem æskilegt væri. Einnig kemur hér til að við hárskerar erum heldur litlir áróðursmenn og látum við- skiptavini okkar ráða þótt ósk- ir þeirra fari ekki alltaf í þá átt sem æskilegast væri. Við- skiptavinir okkar ættu að nota sér meira en nú er að hafa samráð við hárskerann um klippingu og hárgreiðslu. — Er- lendis er mjög almennt að karl- menn láti blása hár sitt með handþurrku eða eða þurrka það í hjálmi, í það form sem óskað er, hvort sem það er byigjað eða slétt. Eftir slíka meðferð fer hárið miklum mun betur og viðskiptavinurinn fær oftast til muna betri klippingu. Það er alveg ástæðulaust að hræðast það þótt aðrir sjái að slíkt sé gert eða hver fyrir- verður sig fyrir að ganga i pressuðum buxum. Þvert á móti telst það ósnyrtilegt að vera í ópressuðum buxum á almanna færi og hárþurrkun er ekkert annað en að hárið er pressað í það form sem óskað er að það sitji í. Við skulum láta táningum, og öðrum þeim sem telja það fínt að ganga með úfinn hár- lubba, það eftir en sjálfir halda hári okkar snyrtilegu. Næst þegar þér farið til hárskera skuluð þér ráðgast við hann um beztu kiippingu og greiðslu í samræmi við hár yðar og höfuðlag. Þær hárgreiðslur sem hér eru sýndar eru allar gerðar með hárþurrku. Mynd 1 Til að lesendur geti gert sér betur grein fyrir hvað er rangt við klippingu og greiðslu á herrahári er hér fyrst tekið dæmi af vinnu eins og hún á ekki að vera. — Andlit manns- ins á myndinni er óvenjulegt og það er hárskerans að draga úr lýti mannsins svo sem frek- ast er kostur. En það hefur ekki verið gert. Þvert á móti er klipping og greiðsla þannig að lýtl andlitsins eru undir- strikuð. Lengra hár yfir eyr- unurn og hárgreiðsla í líkingu við mynd 2 hefðu gert krafta- verk. Með því er komið í veg fyrir hina löngu óbrotnu línu frá nefbroddi og upp. Mynd 2 Hér er greiðsla, sem hefur verið allvinsæl, meðal yngri kynslóðarinnar, og sést með ýmsum tilbrigðum. Þessi er þó án heildarsvips, sem formið krefst. Ungu mennirnir athugi að þegar hár frá báðum hlið- um keniur saman á miðju höfði fer það sjaldan vel. Það er nær útilokað að koma í veg fyrir að þá myndist kjölur framan frá og aftur úr og er það ófagurt. Þessi greiðsla fer bezt ef fremstu hliðarhárunum er lyft lítið eitt meir en hér er gert og miðhlutinn síðan greiddur slétt aftur. Mynd 3 Hér er hárgreiðsla og form öll miklum mun betri en í nr. 1 án þess þó að nægilega vel sé gengið frá vinnunni. Fremsta hárinu er lyft lítið eitt of mikið og skaðar það hcldarsvipinn en greiðsla sem þessi fer nærri að hæfa andlitinu. Mynd 4 Það er alnienn skoðun karla að þeir skuli skipta hárinu í vinstri hlið. Skipting í hægri hlið, segja þeir tilheyri kven- þjóðinni, en þetta er alrangt. Það er sjálfsagt að skipta hár- inu í þeirri hlið sem sveinur er á þ. e. skiptingin á að eivTa í sveip ef þess er nokkur kosíur. Geri hún það ekki er hætta á að skiptingin verði allt of óhrein og hárið falli yfir hana þeim megin frá sem sveipurinn er. Þeir sem efu svo ólánssam- ir að hafa tvo eða fleiri sveipi eiga oft mjög erfitt með að láta hárið fara vel, en oft má bæta úr þessu með réttri grciðslu. Á myndinni sjáið þið skiptingu sem fer vel og takið cftir að hún er hægra megin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.