Fálkinn


Fálkinn - 09.12.1963, Blaðsíða 42

Fálkinn - 09.12.1963, Blaðsíða 42
1 öllum þessum litlu úthverf- um þrífast sömu ástríðurnar, sama hungrið í slúður eins og í borgum úti á landi. Og nálægð Parísar blés jafnvel meira lífi í slúð- ur og ágizkanir. Hver varð að halda sig á sínum stað. Og vegna þess að ég átti mér ást- mey, sem átti eiginmann á víg- stöðvunum, yfirgáfu íélagar mínir mig að fyrirlagi foreldra sinna. Þeir yfirgáfu mig eftir þjóðfélagsstiga, fyrstur sonur fógetans og síðastur sonur garð- yrkjumannsins okkar. Móðir mín var mjög særð yfir þessari smán, sem mér fannst heiður að. Henni fannst ég kominn í hundana vegna þessarar konu. Hún hlýtur vissulega að hafa ávítað föður minn fyrir að hafa kynnt okkur og lokað síðan augunum fyrir öllu. En hún áleit það skyldu föður míns að tala og þar sem hann gerði það ekki sjálfur, þá þagði hún sjálf. Ég eyddi hverri nóttu hjá Mörtu. Ég kom um hálf ellefu og fór klukkan fimm eða sex að morgni. Ég klifraði ekki lengur yfir veggi. Ég opnaði dyrnar með lykli mínum, en þetta frelsi gerði vissar ráðstaf- anir nauðsynlegar. Til að bjall- an gæfi ekki viðvörunarmerki, vafði ég kólfinn á nóttunni með baðmull. Hana tók ég burt þegar ég kom aftur næsta morgun. Engan í húsinu grun- aði, að ég væri fjarverandi, en þetta var ekki tilfellið í J... í nokkurn tima hafði húseig- andinn og kona hans, og gömul hjón líka gefið mér illt auga og varla tekið undir kveðju mína. Klukkan fimm að morgni fór ég niður stigann með skóna í hendinni til að gera eins lítinn hávaða og unnt var. Þegar ég var kominn niður, fór ég í þá aftur. Morgun nokkurn mætti ég mjólkurpóstinum í stiganum. Hann hélt á mjólkurflöskun- um, ég á skónum. Hann bauð góðan dag með hræðilegu glotti. Það var úti um Mörtu. Nú myndi hann kjafta í alla í J. ... En það sem olli mér enn þá meiri áhyggjum var, hvað ég hagaði mér hlægilega. Ég hefði kannski getað keypt þagmælsku mjólkurpóstsins, en ég gerði það ekki vegna þess, að ég vissi ekki hvernig ætti að fara að því. Um kvöldið þorði ég ekki að segja Mörtu þetta. En það var ekki þörf á þessu atviki til að stofna heiðri Mörtu í hættu. Það hafði þegar verið gert. Orðróm- urinn hafði gert hana að ást- mey minni, áður en hún var það raunverulega. Og við höfðum kært okkur kollótt um það. En augu okkar áttu brátt eftir að opnast. Dag nokkurn hitti ég Mörtu niðurbrotna. Húseig- andinn var nýbúinn að segja henni, að hann hefði beðið eftir að sjá mig koma út við sólar- upprás fjóra daga. í fyrstu hefði hann neitað að trúa því, en nú væri hann ekki í vafa lengur. Gömlu hjónin, en svefnherbergi þeirra var beint fyrir neðan svefnherbergi Mörtu, höfðu kvartað undan hávaða á nóttu sem degi. Marta var niðurbrot- in og vildi fara burt. Það var ekki um það að ræða að sýna meiri aðgát varðandi stefnu- mót okkar — við vissum, að við gætum það ekki, nú þegar þessi vani hafði komizt á. Svo fór Marta að skilja margt, sem hafði vakið undrun hennar. Eina vinkonan, sem henni hafði raunverulega þótt vænt um, ung sænsk stúlka, svaraði ekki lengur bréfum hennar. Ég komst að því, að kunningi þess- arar stúlku hafði séð okkur dag nokkurn í lestinni með hend- urnar samanvafðar og hafði ráðlagt henni að hitta Mörtu ekki framar. Ég lét Mörtu lofa að láta það ekki á sig fá, ef stormur skylli á eða hvað, sem kæmi fyrir annað hvort á heimili foreldra hennar eða viðvíkjandi eigin- manni hennar. Hótanir húseig- andans, samtvinnaðar þessum orðrómi komu inn hjá mér ótta og vöktu um leið hjá mér vonir um, að í brýnu slægi milli Mörtu og Jacques. Marta hafði beðið mig um að' koma og hitta sig oft meðán á leyfi Jacques stæði, þar sem hún hafði þegar minnzt á mig við . hann. Ég neitaði þar sem ég óttaðist að ég myndi fara illa með hlutverk mitt, ef ég sæi annan mann vera á þönum í kringum Mörtu. Leyfi hans myndi standa yfir í ellefu daga. Ef til vill myndi hann hafa rangt við og finna ráð til að vera tvo daga í viðbót. Ég lét Mörtu sverja að skrifa mér á hverjum degi. Ég beið í þrjá daga með að fara á pósthúsið til að vera viss um að finna bréf. Það voru þegar komin fjögur. Ég gat ekki fengið þau þar sem mig skorti eitt af skil- ríkjum mínum. Ég var jafnvel enn órólegri af því að ég hafði breytt fæð- ingarvottorði mínu, þar sem yngra fólki en átján ára er bannað að nota Poste Restante. Ég stóð við lúguna og langaði allan tímann til að henda pipar augu ungu konunnar bak við gluggann til að hrifsa bréfin, 42 fft'LKINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.