Fálkinn


Fálkinn - 09.12.1963, Blaðsíða 46

Fálkinn - 09.12.1963, Blaðsíða 46
Harmsaga Framhald af bls. 44. hann tendraði ljós á gaslamp- anum. Yfir hverju var hann svo leyndardómsfullur á svip? Hún néri stírurnar úr augun- um og fylgdist af athygli með hverri hreyfingu hans. Brátt kom í ljós að hann hélt á böggli undir handleggnum og hún kinkaði kolli íbyggin á svip. „Þetta er auðvitað jóla- gjöfsagði hún og teygði sig svo langt fram að hún var nærri dottin ofan af arinhill- unni. Húsbóndinn settist nú niður. lagði böggulinn i kjöltu sér og skar á böndin með vasa- hníf. Síðan tók hann umbúðirn- ar af eins hljóðlega og hann gat. Þótt litla hjarðmærin hefði alveg jafnað sig eftir skelfing- una. sem hafði gripið hana, vatð hún nú vör við einhverja nýja tilfinningu sem kom henni ókunnuglega fyrir. Henni fannst sem þröngt belti væri spennt um sig miðja svo að hún gat ekki dregið andann nema með erfiðismun- um Hún fylltist tómleika- kennd líkamlegar og andlegar tilfinnmgar af nístandi angist hvístuðust um allan líkama hennar svo að hún varð næst- um fallin í ómegin. Var þetta fyrirboði9 Þegar síðustu um- búðirnar höfðu verið gætilega lagðar til hliðar, tókst henni, að opna augun og sá fyrir framan sig þá fegurstu veru, sem hún hafði nokkru sinni augum litið. Á borðinu beint á móti henni stóð stytta á að gizka átta þumlunga há — frá- bær. stórkostleg. „Þetta er prins," kom henni fyrst til hugar, því hann var ríkmann- lega kiæddur og göfugmann- legur ásýndum og hann bar kórónu á stuttum dökkum lokk- unum sínum. En, nei, — hann var ekki prins. Þegar hún virti hann betur fyrir sér gerði hún sér ljóst að kórónan hans var úr lár- viðarlaufum, síðan sá hún einnig að hann hélt á fiðlu. Hann var enn þá stórfenglegri en prins; hann var listamaður. Húsbóndinn stóð álengdar og horfði á hann ljómandi af ánægju og litla hjarðmærin fann aðdáun sína aukast við þessa staðfestingu á henni. Síðan dró hann upp úr vasa sínum rautt vaxkerti, sem hann festi í lárviðarkórónuna. Þegar hann kveikti á því, varpaði það mildum bjarma um stof- un. „En hvað þetta er dásam- leg hugmynd," hugsaði litla Framhald á bls 49. 46 FÁLKINN BRIDGE Norður gefur Allir á hættu A 6-5-4 ¥ Á-K-6-5 ♦ K-G-10-7-4-3 * A 10-8 V G ♦ D-9-5 * Á-G-10-7-5-4-3 A G-9-7-2 V 7-3 ♦ 8 * K-D-9-8-6-2 A Á-K-D-3 ¥ D-10-9-8-4-2 ♦ Á-6-2 SAGNIR: MTT EFM í Fálkanum í dag hefjasf tvær nýjar myndasögur, sem báðar hafa náð miklum vin- sældum erlendis. Önnur þeirra er „Beetle Bailey“, eftir Mort Walker. Þessi saga birtist nú í blöðum út um allan heim, og hafa sjálfsagt margir lesendur Fálkans séð hana í erlendum blöðum. Við höfum nefnt þessa sögu „Dadda dáta“. Hér er ekki um framhaldssögu að ræða, í hverju blaði fyrir sig birtist sjálfsæð saga, en per- sónurnar eru þær sömu, eins og í Nikka Nös. Sagan segir frá Dadda dáta, sem er eiginlega ekki mjög mikill hermaður, og áhyggjum „þjálfa“, liðþjálfa Dadda, af liðsmanni sínum, og eilífu stríði þeirra. Hin sagan er framhaldssaga. Hún heitir „íbúð 3-G“ og segir eins og nafnið gefur til kynna, frá lífi íbúanna, sem búa í „3-G“ í fjölbýlishúsi. Þar búa nefnilega þrjár fallegar og ó- lofaðar ungar stúlkur, hjúkrun- arkona og skrifstofustúlkur. ður Austur Suður Vestur Þær lenda í ýmsum æintýrum, t ♦ pass 1 ¥ pass eins og fallegum ungum stúlk- 2 ¥ pass 2 * pass um er tamt ,og frá þeim segir 4 ¥ pass 5 gr. pass í sögunni „fbúð 3-G“. Við er- 7 ¥ pass pass pass um i engum vafa um það að þið lesendur góðir, (og þó Vestur spilaði út hjarta gosa. einkum kvenþjóðin), munuð fylgjast af miklum áhuga með spil kom fyrir í sveitakeppni og sýnir góðar þessari nýju sögu. sagnir og gott úrspil. Suður var hinn frægi, bandaríski spilari, Ogust. Hann svaraði einfaldlega með einu hjarta og eftir tveggja hjarta sögn norðurs sagði hann tvo spaða. Þegar norður stökk í fjögur hjörtu áleit Ogust að alslemma væri í spilinu, en til þess að vinna þá sögn varð norður að hafa ás og kóng í hjarta. Ogust sagði því fimm grönd. í stað þess að nota Blackwood, sem er krafa til norðurs um, að hann segi sjö hjörtu eigi hann tvo af þremur hæstu í litnum. Norður átti það og sagði því sjö hjörtu. Ef vestur hefði spilað út laufi hefði verið létt að vinna sjö hjörtu (tvöföld eyða). en vestur var snjall og spilaði út hjarta. Ogust varð því að vanda sig, ef hann átti ekki að tapa tigulslag, og hann gat ekki vitað hvar tíguldrottningin var. Hann byrjaði á því. að taka tvisvar tromp, og spil- aði síðan þremur hæstu i spaða, og komst þá að því, að vestur hafði átt tvo spaða og austur fjóra. Þetta gaf honum hugmynd um tígulinn. Hann trompaði spaða, spilaði tígul ás og svínaði siðan tígul 10. Alslemman unnin. 2210 stig, en hvers vegna? Afar einfalt, segir meistarinn. Ogust gekk út frá því, að ef vestur hefði átta lauf, hefði hann sagt litinn, og þar sem hann hafði ekki sagt, hlaut hann að eiga þrjá tígla. Hann hafði sýnt tvo spaða, eitt hjarta og hlaut að eiga sjö lauf — og þar með þrjá tígla, og reiknings- dæmi hans stóð. Hallur Símonarson. Fleiri nýjungar hefjast með þessu blaði. Má þar til nefna Bridge-þátt, sem einn kunnasti og snjallasti Bridge-spilari landsins, Hallur Símonarson, mun sjá um fyrir blaðið. Hall- ur er margfaldur íslandsmeist- ari í Bridge, hefur gefið út Bridgeblað og talað um Bridge í útvarpið. Auk sinnar miklu þekkingar á spilinu hefur Hall- ur þann mikla kost að vera mjög vel ritfær maður, en eins og flestir vita, hefur hann verið íþróttaritstjóri dagblaðs- ins Tímans í fjöldamörg ár. Fyrir skömmu síðan hófum við að birta myndagátur hér í blaðinu, og munum halda því áfram. Gátur þessar eru frem- ur léttar og ætlaðar sem dægradvöl yfir kaffibolla, enda ekki ætlazt til að lesendur sendi svörin, a. m. k. ekki nema það sé sérstaklega fram tekið. jafnóðum. Ititstj.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.